Þegar börnin eru gersamlega stjórnlaus skaltu hugsa til þess að Guð sjálfur réði ekki heldur við sín börn.
Þegar hann var búinn að skapa himinn og jörð skapaði hann Adam og Evu, og það fyrsta sem hann sagði við þau var:
,,Ekki gera það.“
,,Ekki gera hvað?” spurði Adam.
,,Ekki borða hinn forboðna ávöxt“ svaraði Guð.
,,Forboðna ávöxt? Eigum við forboðin ávöxt? Hei Eva, við eigum forboðin ávöxt!!”
,,Það getur ekki verið“ sagði Eva
,,Jú, víst” sagði Adam.
,,EKKI borða ávöxtinn!!.“ sagði Guð.
,,Af hverju ekki?”
,,Af því að ég er faðir ykkar! og ég segi það!“ svaraði Guð, um leið og hann furðaði sig á því, af hverju hann hefði ekki bara hætt að skapa eftir að hann bjó til fílana og ljónin.
Stuttu seinna sá Guð börnin sín sitjandi undir trá í ,,epla-pásu” og hann varð öskureiður.
,,Sagði ég ekki við ykkur að þið ættuð EKKI að borða ávöxtinn?
,,Júúh“ svaraði Adam.
,,Af hverju gerðuð þið það þá?” spurði Guð.
,,Ég veit það ekki“ svaraði Eva.
,,Hún byrjaði” sagði Adam.
,,NEI ÞAÐ GERÐI ÉG EKKI!!" Guð var hér með búinn að fá nóg af þessu, svo til að refsa þeim ákvað hann að þau myndu eignast börn sjálf.
Svona varð sem sagt lífsmynstrið til og hefur ekki breyst síðan.