Eitt sinn var miðaldra maður á gangi á strönd einni í Norður Bandaríkjunum.
Hann hafði ávalt trúað á Guð, alltaf mætt í kirkju á sunnudögum og alltaf beðist fyrir!
Þá sér hann ljós nálgast frá skýjunum og stansar svo rétt hjá honum!
Þá heyrist skýið segja: “Ég er Guð almáttugur! Þar sem þú hefur alltaf trúað og beðist fyrir, hef ég ákveðið að veita þér eina ósk!
Maðurinn hugsar sig vel um og segir svo loks: ”Mig langar í brú til Hawaii sem ég get alltaf notað þegar mig sýnist!“
Guð hugsar sig um og segir: ”Ja, þetta er góð hugmynd, en þetta myndi þurfa mikið efni og yrði því ekki gott fyrir náttúruna. Er eitthvað annað sem þér myndi langa í?“
Maðurinn segir eftir smástund: ”Mig langar að skilja konur! Afhverju þær gráta, afhverju þær eru svo oft leiðar og oft svo reiðar.“
Guð segir fljótur: ”Viltu tvær eða fjórar akgreinar á brúnna?"
P.s Ég vill afsaka allar stafsettnignar villur sem hér eru að finna, en það vill svo til að þegar þetta er skrifað þá eru kennarar í verfalli og því er maður orðinn svoldið slappur í þessu!