Ofur Evil
Kona nokkur var að fæða barn. Eitthvað gekk illa hjá konunni í fæðingunni og til að vera vissir um að barnið hefði góða heilsu þá ákváðu læknarnir að hafa barnið í viku eða svo í hitakassa og í stöðugu eftirliti. Konan varð líka eitthvað veik eftir fæðinguna svo hún varð líka eftir á spítalanum í lengri tíma en vanalega. Maðurinn hennar var mikið hjá konunni sinni og barninu sínu og virtist þetta hamingju samasta fjölskylda sem læknarnir vissu um. Síðan rúmri vikur eftir fæðinguna fá hjónin loks að sjá barnið sitt. Læknirinn kom inn með barnið í fanginu og gekk að hjónunum. En síðan skyndilega kastaði hann barninu í gólfið og byrjaði að stampa ofan á því. Konan fékk þvílíkt móðursýkskast og það leið yfir hana, og maðurinn hennar styrnaði upp. En svo allt í einu hætti læknirinn traðkinu og tók upp barnið, brosti og sagði rólega: “Nei, bara að djóka”