Var ekki viss hvort ég ætti að senda þetta í “flug” eða “brandarar” en allavegana, þetta er sönn saga sem eðlisfræðikennarinn minn, hún Gugga, sendi mér í pósti.
enjoy!


Ljósmyndarinn og Heklugosið.

10.3.00
Ljósmyndari var sendur til að taka myndir af Heklugosi. Hann útvegaði sér leiguflugvél og var samið um að hann yrði tekinn í flugvélina fyrir utan Hótel Loftleiðir. Ljósmyndarinn var nokkuð seinn fyrir og var farinn að óttast að flugmaðurinn yrði farinn þegar hann kæmi. Þegar hann er búinn að leggja bílnum og kominn inn á planið þar sem vélarnar eru, sér hann flugvélina á planinu og flugmann undir stýri. Ljósmyndarinn skellti sér um
borð og sagði strax, “eigum við ekki að skella okkur af stað?” Flugmaðurinn beið ekki boðanna og skellti sér af stað. Þegar þeir voru að renna yfir Engey, sagði ljósmyndarinn, “byrjaðu á að fara
norður fyrir Heklu,” “ha” sagði flugmaðurinn, “erum við að
fara til Heklu, ég er ekki viss um að ég rati?” Ljósmyndarinn svaraði, “ég ætla að taka ljósmyndir, ég tók það fram þegar ég leigði vélina að ég þyrfti að fljúga yfir Heklu til að taka myndir.” “Hvað segirðu” sagði flugmaðurinn, “ertu ekki flugkennarinn?”