heyrt af afspurn ;)
Ég var svo fátækur þegar ég var að alast upp, að ef ég hefði ekki verið strákur, þá hefði ég ekki haft neitt til að leika mér að.
Það hringdi í mig stúlka um daginn og spurði hvort ég væri ekki til í að koma yfir því það væri enginn heima, ég fór auðvitað strax og …það var enginn heima.
Ef ekki væru vasaþjófar, þá væri kynlíf mitt á núlli.
Þegar vinstúlka mín er að gera það, þá talar hún alltaf mjög mikið, í fyrrakvöld hringdi hún í mig, stödd á Hótel Sögu.
Þetta er búið að vera erfiður dagur. Ég vaknaði í morgun og klæddi mig í skyrtu og þá datt tala af. Ég tók upp skjalatöskuna mína og þá datt handfangið af. Núna þori ég ekki að fara á klósettið.
Ég var svo ljótur sem barn. Þegar ég var að leika mér í sandkassanum kom kötturinn og reyndi að moka yfir mig.
Ég veit að foreldar mínir voru ekkert hrifnir af mér. Baðleikföngin mín voru brauðrist og útvarp.
Ég var svo ljótt barn. Mamma gaf mér brjóst í gegnum rör.
Ég var svo ljótur sem barn. Pabbi notaði mynd af barni sem fylgdi seðlaveskinu þegar hann keypti það.
Þegar ég fæddist, kom læknirinn inn á stofu til foreldra minna og sagði: “Við gerðum allt sem við gátum……, en strákurinn lifði.”
Ég var svo ljótt barn. Mamma var með morgunógleði, eftir að ég fæddist.
Einu sinni týndist ég. Ég hitti lögregluþjón og bað hann að hjálpa mér að finna foreldra mína. Eftir nokkra stund spurði ég lögguna hvort hann héldi að við findum foreldra mína og hann svaraði: “Ég veit nú ekki, það eru svo ofsalega margir staðir þar sem þau geta falið sig.”
Ég er svo ljótur. Ég vann í gæludýrabúð og viðskiptavinirnir voru alltaf að spurja hversu stór ég yrði.
Ég fór til læknisins vegna þess að ég hafði gleypt heilt glas af svefntöflum. Læknirinn sagði mér að fara heim og fá mér flösku af viskíi og fara svo og leggja mig.