Tékklistinn hjá flugmönnum Eftir hvert flug skrifa flugmenn hjá sér atriði sem þeir tóku eftir á meðan þeir voru að fljúga sem fór í taugarnar á þeim. Svo fá flugvélavirkjarnir listana og fara yfir þá og skrifa niður hjá sér hvað þeir gerðu til að laga vandamálið. Þetta er einn af þeim listum frá Quantas Airlines í Ástralíu. Flugmaðurinn segir vandamálið og vélvirkinn segir hvað hann gerði til að lagfæra vandamálið.

F: Flugmaðurinn
V: Vélvirkinn.


F: Vinstra dekkið að innan þarfnast fljótlega viðgerðar.
V: Mun fljótlega skipta um vinstra dekkið að innan.

F: Tilrauna flugið var í lagi en sjálvirka lendingin var of hörð.
V: Sjálvirk lending er ekki í þessari týpu af flugvél.

F: Eithvað er laust í stjórnklefanum.
V: Eithvað var hert í stjórnklefanum.

F: Dauðar pöddur á framrúðunni.
V: Var að panta fleiri lifandi pöddur fyrir framrúðu.

F: Ef maður ýtir á “Hold” takkan á Autopilot á flugi fer flugvélinn að lækka flugið um 200 fet á mínútu.
V: Get ekki lagað vandamálið á jörðinni.

F: Ummerki um leka á hægri lendingarbúnaðinum.
V: Ummerki fjarlægð.

F: DME hljóðstyrkurinn er ótrúlega hár.
V: DME hljóðstyrkurinn settur á trúlegri stillingu.

F: Mótspyrnu læsinginn veldur því að inngjöfin festist.
V: Til þess er hún.

F: IFF virkar ekki.
V: IFF virkar ekki vegna þess að hún er stillt á OFF.

F: Grunar að það sé sprunga í rúðunni.
V: Mig grunar að þú hafir rétt fyrir þér.

F: Vantar hreyfil númer 3
V: Hreyfill 3 fannst á vængnum eftir smá leit.

F: Flugvélin farin að haga sér skringilega.
V: Flugvélin er vöruð við að haga sér skringilega.

F: Heyrist ekkert nema hummmm… í radarnum.
V: Texti settur í radarinn.

F: Mús í stjórnklefanum.
V: Köttur settur í stjórnklefann.