Séra Guðmundur, Séra Friðþjófur og Séra Jónas fóru í gönguferð upp á heiði einn góðan veðurdag. Veðrið var með eindæmum gott og
hitinn alveg að kæfa þá. Þeir voru allir orðnir sveittir og útkeyrðir þegar þeir komu að lítilli tjörn á miðri heiðinni. Þar sem þetta var nokkuð úr leið, þá fóru þeir úr öllum fötunum og skelltu sér í sund.
Eftir sundið voru þeir nokkuð hressir og ákváðu að njóta
“frelsisins” örlítið, láta sólina þurrka sig og jafnvel ná upp smá brúnku.
Þeir voru því algerlega fatalausir, prestarnir, þegar nokkrar konur úr sveitinni komu allt í einu að tjörninni.
Þeir gátu augljóslega ekki komist í fötin í tíma, svo að Friðþjófur
og Guðmundur gripu um kynfæri sín til að leyna þeim, en Jónas tók
fyrir andlitið. Síðan hlupu þeir allir í skjól bak við stóran drang
sem þarna var nálægur..
Eftir að konurnar voru komnar framhjá fóru prestarnir og náðu í fötin sín. Guðmundur og Friðþjófur vildu vita hvers vegna Jónas
hefði tekið fyrir andlit sér, en ekki skýlt “slátrinu”. Séra Jónas svaraði “Ég veit ekki með ykkur, en í MÍNUM söfnuði er það andlitið á mér sem sóknarbörnin þekkja.”