tveir góðir
Ömurlegur dagur
“Hvernig var í vinnunni elskan?” spurði eiginkonan.
“Þetta var einn versti dagur sem ég hef upplifað,” sagði eiginmaðurinn sem vann hjá Landgræðslunni.
“Ég flaug óvart á rafmagnslínu og sleit hana og var tekinn rosalega í gegn af yfirmanni mínum fyrir það. Svo var ég hundskammaður af Flugmálastjórn og hún Herdís tók af mér flugskírteinið tímabundið. Ég fór á pöbb núna seinnipartinn og ætlaði að drekkja sorgum mínum í bjórglasi. Mér var réttur volgur bjór og ég spurði eðlilega hvort ég gæti ekki fengið kaldan bjór?. Barþjónninn sagði: ”Þú verður að afsaka en einhver flugmannshálfviti sleit rafmagnslínu í morgun og rafmagnið er nýkomið á“”.
Veðrið á Íslandi:
15°C: Veðrið, svona eins og það gerist best á Íslandi. Fólkið á Spáni fer í kuldaúlpur og setur á sig þykka vettlinga. Íslendingar liggja í sólbaði.
10°C: Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang. Íslendingar planta blómum í garðana sína.
5°C: Bílar á Ítalíu neita að fara í gang. Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab-druslunni.
0°C: Eimað vatn frýs í heiminum. Vatnið í Hvítá þykknar aðeins.
-5°C: Fólkið í Kaliforníu frýs næstum í hel. Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.
-10°C: Bretar byrja að kynda húsin sín. Íslendingar byrja að nota langerma boli.
-20°C: Götusalar byrja að flýja frá Mallorca. Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!
-30°C: Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar. Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.
-40°C: Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.
-50°C: Ísbirnir flykkjast burt frá norðurpólnum. Landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, bíður eftir alvöru vetrarveðri.
-60°C: Mývatn frýs. Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.
-70°C: Jólasveinninn heldur í suðurátt. Íslendingarnir verða pirraðir yfir því að geta ekki geymt brennivínið sitt úti. Landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.
-183°C: Örverur í mat lifa ekki af. Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.
-273°C: Öll atóm staðnæmast vegna kulda! Íslendingar byrja að tala um að það sé nokkuð kalt úti.
-300°C: Helvíti frýs! Ísland vinnur Evróvisjón!