Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: “Já, Björk, hún er nú góð stelpa”
Vinnufélagi: “Guðmundur, þekkir þú Björk?”
Guðmundur: “Já hún er mjög fín”
Vinnufélagi: “Djöfuls… kjaftæði Guðmundur. Við erum komnir með nóg af þessu, þú þykist þekkja alla. Í guðanna bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig”.
Nokkrum dögum síðar í vinnunni.
Vinnufélagi: “Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á morgun”.
Guðmundur: “Svíakonungur, það er nú góður karl”.
Vinnufélagi: “Þekkir þú líka Svíakonung?”
Guðmundur: “Já,já ég þekki hann mjög vel”
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir löngu búnir að fá sig fullsadda af þessu kjaftaæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta. Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög einkennilegt. Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli að taka á móti Svíakonungi, og heilsuðust Guðmundur og Svíakonungur með virktum. Vinnufélagarnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar. Tveimur dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann, ásamt konu sinni, væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: “Páfinn, já, það er nú góður maður”.
Yfirmaður: “Guðmundur, þekkir þú páfann líka?”
Guðmundur: “Já, já, ansi fínn karl en svolítið gamall”.
Yfirmaður: “Guðmundur nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum. Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú”.
Guðmundur: “Ok”.
Á Ítalíu: Guðmundur og yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og var kirkjan fullsetin. Þegar messan var búin gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var. Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman. Síðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: “Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?”
Yfirmaður: “Nei, nei - þegar þú varst að tala við páfann bankaði Robert DeNiro á öxlina á mér og spurði mig: ”Who is that guy standing beside Guðmundur?"



Maður sem lyktaði eins og bruggverksmiðja kom inn á Subway og settist við hliðina á presti. Bindið á manninum var drullugt, andlitið allt út í rauðum varalit og hálffull ginflaska stóð út úr vasanum á rifna jakkanum hans. Hann opnaði dagblað og byrjaði að lesa. Eftir nokkrar mínútur snýr maðurinn sér að prestinum og spyr, heyrðu faðir, hvað veldur liðagigt?. Herra minn, henni veldur of mikið næturlíf, að vera með ódýrum og rugluðum konum, of mikið alkóhól og fyrirlitning á náunganum. Ég er svo hissa sagði hálffulli maðurinn og hélt áfram að lesa daglaðið. Presturinn fór að hugsa um hvað hann hefði sagt við manninn og ákvað að biðjast fyrirgefningar. Ég biðst afsökunar, ég ætlaði ekki að vera svona ruddalegur, hvað hefurðu haft liðagigt lengi spurði presturinn. Ég er ekki með liðagigt, ég var að lesa að páfinn hefði hana.