Ég heyrði einhverntíma að það eina sem má í raun gera grín að í dag án þess að móðga neinn væri hvítir karlmenn á aldrinum 20-40 ára. Hver er það sem setur þessar línur. Hvers vegna má ekki gera grín að þroskaheftum,svertingum,konum,rauðhærðum,kirkjunni eða gyðingum ?
Er ekki rétt að fólk fari nú að líta á þetta öðrum augum. Hér er ég með dæmi sem ég hef oft spáð í hvort gæti gerst:
Það gengur þroskaheftur maður inn í strætó, hann slefar og mubblar eitthvað. Maðurinn er á tvítugsaldri. Hann er með læti og tveir heilbrigðir drengir taka eftir honum. Þegar hann fer síðan út úr vagninum fara drengirnir tveir að gera grín að honum ,bæði með orðum og látbragðsleik. En þroskahefti vinur okkar kemur til vinar síns, sem er líka þroskaheftur, og fer að gera grín með honum að heilbrigðu drengjunum í strætó. Hann hættir að slefa ,talar venjulega og hlær að drengjunum og svo fer hann aftur í sitt venjulega ástand.
Við leitum alltaf í andstæður til að gera grín að. Svertingjar gera grín að hvíta manninum, töffarar gera grín að nördum, verslingar gera grín að mr-ingum og annað þess háttar. Hvers vegna ættu þroskaheftir þá ekki að gera grín að okkur í laumi þegar við sjáum ekki til. Við erum örugglega meinfyndin í þeirra augum.
Svo eru til dæmi þess að fólk geri jafnt grín að sér og öðrum. Þá vill ég einmitt taka sem dæmi svertingja sem gera grín að sjálfum sér með hvað þeir séu fátækir og að kerlingarnar þeirra séu með feita rassa. Það er allt í lagi ekki satt. En hvað ef hvítur maður færi að segja þessa brandara ? Um hvað svertingjar séu fátækir, þeir hafi nú bara verið þrælar í gamla daga og að þeir séu alltaf í fremstu víglínu í öllum stríðum.Hvernig væri tekið í það. Mæli með því að sjá bíómyndina Down to earth til að sjá smá smekk af því.
Er ekki bara fín regla að setja sér engin mörk ? Að það sé nú alveg í lagi að gera grín að hverju sem er , en þá má samt ekki gleyma því að geta gert grín að sjálfum sér.