Farðu úr fötunum og raðaðu þeim í flokkaðar “óhreina-taus-körfur” Ein fyrir ljósan þvott, ein fyrir dökkan, ein fyrir hvítan, og ein fyrir sérstaklega viðkvæm efni.

Gakktu í átt að baðherberginu í síðum slopp. Ef að húsbóndinn sér til þín á leiðinni, mundu þá að hylja allt nakið hold og flýta þér inná baðherbergið.

Horfðu á sjálfan þig í speglinum, ýttu maganum fram og kvartaðu í smástund við sjálfa þig yfir því hvað þú ert að verða feit. Stígðu inn í sturtuna.

Athugaðu hvort að eftirfarandi sé ekki örugglega við hendina:
andlits-þvottapokinn, handarkrika-þvottapokinn, fyrir-neðan-mitti-þvottapokinn, grófi nudd-þvottapokinn og siðast en ekki síst .. appelsínu-húðar-nudd-steinninn.

Þvoðu hárið einu sinni með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.

þvoðu hárið aftur með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.

Notaðu Agúrgku/Ginseng næringuna .. þessari með viðbættu Burkna-olíunni og láttu standa í hárinu í 15 mínútur.
Þvoðu þér í framan með Aprikósu-skröbbinu í tíu mínútur .. eða sirka þangað til þig fer að svíða verulega.

Þvoðu restina af líkamanum með Ginger/Jaffa-Cake líkams-sápunni.Skolaðu næringuna úr hárinu í sirka 15 mínútur .. svo að örugglega öll afgangs næring hreinsist í burtu.

Ef að húsbóndinn sturtar niður, sem leiðir til þess að vatnið hjá þér hitnar í smástund, skaltu öskra brjálæðislega og kalla hann öllum illum nöfnum.

Skúfaðu fyrir sturtuna. Þurrkaðu upp alla bleytu í sturtunni. Notaðu Ajax sturtu sprey til að ná upp háglans á flísarnar. Ekki gleyma að athuga gólfið fyrir framan sturtuna og þurrka upp hvern einasta dropa.

Farðu úr sturtunni. Þurrkaðu þig með handklæði sem er á stærð við
lítið
Afríku ríki.

Pakkaðu hárinu inn í annað, extra rakadrægt, handklæði. Skoðaðu allan líkamann í leit að minnsta blett eða hári. Notaðu neglur eða flísatöng til að gera útaf við það sem þú finnur.

Gakktu í átt að svefnherberginu í síðum slopp með handklæðið ennþá á höfðinu. Myndu að hylja allt nakið hold .. ef að húsbóndinn er nálægt . og flýttu þér í átt að svefnherberginu. Ekki eyða undir hálftíma í
að klæða þig.


AÐ FARA Í STURTU EINS OG KARLMAÐUR

Farðu úr fötunum, sitjandi á rúminu, og skildu þau eftir í hrúgu fyrir framan rúmið. Gakktu nakinn í átt að baðherberginu. Ef að konan sér þig á leiðinni, hristu þá “vininn” í áttina að henni og segðu “Vúúííí”.

Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt inn andann til að athuga hvort þú sért með “sixpakk” (sem þú ert ekki með.)

Horfðu með aðdáun á stærðina á “félaganum”, gríptu um hann og segðu “Jú vonna pís of ðis beibí”.

Farðu í sturtuna. Ekki hafa fyrir því að leita að þvottapoka ? ekki nota hann ef þú rekst á hann.

Þvoðu þér í framan, undir höndum og “vöðvann”. Hlæðu kjánalega yfir því hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu. Notaðu sjampó í hárið en ekki nota næringu. Búði til móíkana-kamp með sjampóið í hárinu.Dragðu aðeins frá sturtuhengið til að sjá sjálfan þig í speglinum (tihihihii).

Pissaðu (í sturtunni að sjálfsögðu). Skolaðu þig og farðu úr
sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem
kom til afþví að þú hafðir hengið fyrir utan sturtubotninn.)

Þurrkaðu þér lauslega. Horfðu á sjálfan þig í speglinum. Taktu nokkrar “pósur” og horfðu með aðdáun á stærðina á “jókernum” (aftur).

Ekki draga fyrir sturtuna, og skildu eftir blautt gólf. Ekki slökkva inná baði. Gakktu í átt að svefnherberginu með handklæðið um mittið.Ef að þú rekst á konuna, dragðu þá handklæðið frá, gríptu um “gosann”,
taktu eina Elvis-sveiflu og segðu “Sssjabúmm”.

Athugaðu hvort að nærbuxurnar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær.
Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu aðeins úr þeim, og farðu í
þá. Farðu í nýjan bol, en vertu annars í sömu fötum og þú notaðir í
gær.