Móðir gekk fram hjá lokaðri herbergishurð dóttur sinnar, og heyrði undarlegt suð berast út úr herberginu. Hún opnaði dyrnar og fékk áfall.


Dóttir hennar var að leika sér með víbratórinn sinn.


Hún öskraði á hana: “Hvað í ósköpunum ertu að gera?”


Dóttirin svaraði: “Mamma, ég er þrjátíu og fimm ára gömul, ógift og þessi hlutur, er það eina, sem ég á sem mér finnst koma nærri því eiga eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði.”


Næsta dag gekk faðir stúlkunnar fram hjá herbergishurðinni hennar og heyrði þetta sama undarlega suð. Sama sjón blasti við honum og konunni hans daginn áður og hann varð alveg agndofa. Áður en hann gat komið upp orði sagði dóttirin: “Pabbi, ég er þrjátíu og fimm ára, ógift og þessi hlutur er það eina sem ég á sem mér finnst koma
nærri því að eiga eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði.”


Nokkrum dögum síðar kom konan heim úr frá að versla, lagði frá sér vörurnar á eldhúsbekkinn, og heyrði þá þetta suð sem hún hafði áður heyrt, koma frá
sjónvarpsherberginu. Hún fór að athuga þetta og sá manninn sinn sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Víbratórinn lá við hliðina á honum í sófanum, suðandi eins og vitfirringur.


“Hvern andskotann ertu að gera maður” sagði hún.
“Ég er að horfa á fótboltann með tengdasyni mínum” svaraði karlinn.




Kona nokkur hélt fram hjá manni sínum á daginn meðan hann var í vinnu. Dag einn er konan í rúminu með elskhuganum þegar húsbóndinn á heimilinu kemur óvænt akandi heim að húsinu. Konunni brá að sjálfsögðu í brún og skipar elskhuganum að grípa fötin sín og hoppa út um gluggann. Elskhuginn lítur út um gluggann og segist ekki geta farið út því það sé grenjandi rigning. Ef maðurinn minn sér okkur hérna drepur hann okkur bæði, segir konan. Elskhuginn hefur því engin önnur ráð en að hoppa út um gluggann og hraða sér á brott frá húsinu. Þegar hann kemur út á götu lendir hann í flasinu á hóp af skokkurum. Hann ákveður að slást í hópinn þótt hann sé nakinn því hann vill komast óséður frá húsinu. Hinum hlaupurunum var að sjálfsögðu starsýnt á nakta manninn og einn þeirra spurði hvort hann hlypi alltaf nakinn. “Já,” sagði hann, “það er svo notalegt að láta ferskt loftið leika um hann meðan maður er að hlaupa.” “En hleypur þú alltaf með fötin undir hendinni?” spurði skokkarinn. “Já,
svo ég geti klætt mig þegar ég er búinn að hlaupa, áður en ég tek
strætó heim,” sagði sá nakti. “En hleypur þú alltaf með smokk?” spurði hlauparinn. “Nei, nei, bara þegar það er rigning.”




Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo:
“Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður”.
Jón: “En en, ég er verkfræðingur…”
Pétur: “Þú ert því miður ekki á listanum”.
Þannig að Jón er sendur niður til helvítis.
Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax: “Ekki séns, þú færð hann Jón aldrei, þín mistök.” Guð er ekki sáttur og segir: “Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það”. Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði “Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann”.
Guð: “Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig”
Satan: “-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga…”




Farþegar í flugvél nokkurri voru að bíða eftir að vélin færi þegar tveir menn, í flugstjórabúningum og með sólgleraugu, koma gangandi eftir gangi vélarinnar. Annar þeirra með blindrastaf og hin með blindrahund.
Vandræðalegur hræðsluhlátur kviðast um vélina þegar mennirnir fara inn í flugstjórnarklefann og loka á eftir sér. Síðan fara vélarnar í gang og flugvélin byrjar að gera sig klára fyrir flugtak.
Farþegararnir eru farinr að skima í kringum sig og bíða eftir að einhver komi og segi að þetta sé bara grín, þegar vélin gefur í og fer hraðar og hraðar en virðist ekkert vera á leiðinni í loftið. Þegar farþegarnir átta sig á því að þau stefna beint í stöðuvatn við enda brautarinnar í stað þess að taka á loft byrjar allir að örskra í hræðslukasti, en eimmit þá tekur vélin sig mjúklega á loft eins og ekkert sé.
Inn í flugstjórnarklefanum segir aðstoðarflugmaðurinn við aðal flugmanninn: “Veistu Binni! Ein góðan veðurdag eiga þau eftir að öskra of seint… og við deyjum öll!”




Kona fann Alladín-lampa liggjandi í fjörunni. Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig andi. Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar. Andinn svaraði: “ Neeei— vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra launa í löndum þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim, get ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? ” Án þess að hika sagði konan : “ Ég óska friðar í Mið-austurlöndum. Sérðu þetta kort ? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað.” Andinn leit á kortið og hrópaði : “ VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir miklum mætti, en svona rosalega máttugur er ég ekki ! ” “ Ég held að þetta sé ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers annars. ” Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: “ Okey, ég hef aldrei getað fundið rétta manninn, þú veist : sem er tillitsamur, skemmtilegur, finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér er : Góður maður ! ”

Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : “ Láttu mig sjá þetta fjandans kort ”




Tveir veiðimenn eru á veiðum úti í skógi þegar annar fellur niður og virðist hætta að anda. Félagi hans grípur farsímann og hringir í neyðarlínuna. “Félagi minn er dauður. Hvað á ég að gera?” æpir hann í símann. Viðmælandinn biður hann að róa sig niður. “Gakktu fyrst úr skugga um að hann sé örugglega látinn.” Þá kemur þögn og svo skothvellur. “Og hvað svo,” segir maðurinn svo í símann."
Could I Wham! my Oingo Boingo into your Velvet Underground?