LAPD(lögreglan í LA), FBI og CIA eru að metast um hver sé besta
stofnunin.
Málið gekk svo langt að forsetinn ákvað að skera úr um þetta, hann lét
sleppa kanínu inn í skóg og átti CIA að finna hana.


CIA sendir sína menn af stað, þeir koma fyrir alls konar dýrum til að
njósna fyrir sig, yfirheyra öll dýrin í skóginum og framkvæma allskonar
tilraunir. Eftir þriggja mánaða rannsókn er niðurstaðan sú að kanínur
eru
ekki til.


Núna fer FBI í málið, eftir tveggja vikna rannsókn án nokkurra
vísbendinga
brenna þeir skóginn, og drepa þannig kanínuna, ásamt öllum hinum
dýrunum,
en tilgangurinn helgar meðalið, kanínan átti þetta skilið.


Annari kanínu er nú sleppt í öðrum skógi og það verður erfitt fyrir
Lögregluna í LA að slá FBI við.


Löggurnar drífa sig inn í skóginn að leita að kanínunni, staðráðnir í
því
að vinna keppnina. Tveim tímum síðar koma þeir úr skóginum með illa
barinn
björn sem öskrar hástöfum, “OK! OK! Ég er kanína! Ég er kanína!”