Hér koma nokkrir aulabrandarar en þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér…en ég er voða ófyndin manneskja …(hlýt að vera falleg manneskja ef kenning Jónsa í Svörtum fötum rétt) ég er ekki goð í að segja brandara og er með ekki beint lélegan húmor…ætli ég sé meira sona með húmor fyrir öllu…ég hlæ af öllu og þá hlæ ég vel og lengi…allavegana þá koma hér nokkrir aulabrandarar:
Í hverju heyrist ha, ha, ha, ha, hje, hje, krrratsj!!?
Í manni sem er að rifna úr hlátri.
Hvernig kemurðu í veg fyrir að moldvörpur grafi í sundur garðinn hjá þér?
Þú felur skófluna.
Hvað sagði draugurinn við hinn drauginn?
,,Trúir þú á fólk?"
Hvað er vínandi?
Það er áfengissjúkur draugur.
Af hevrju er svona þreytandi að gera ekki neitt?
Af því að maður tekur sér aldrei hvíld.
Hvað gerist þegar köttur gleypir ullarhnykil?
Hann gýtur vettlingum.
Hvað er svart og hvítt og framleiðir ægilegan hávaða?
Sebrahestur að spila á trommur.
Áður fyrr var ég alltaf með blóm í hnappagatinu, en nú er ég hættur því. Potturinn rakst alltaf í vömbina á mér.
Af hverju eru gíraffar með svona langan háls?
Svo að þeir drepist ekki úr táfýlu.
Hvernig afkvæmi mundu kind og broddgöltur eignast saman?
Ég veit það ekki, en það ætti að geta prjónað peysurnar síðnar sjálft.
Veistu hvað indíánahöfðinginn Rennandi vatn lét syni sína tvo heita?
Heitt og Kalt.
Hvað er ítalskt, sextíu metra hátt og þakið tómatmauki?
Skakki turninn í Pizza.
Vonandi hlóguð þið vel og lengi og minni á að hláturinn lengi lífið ;)