Kæri Jólasveinn
Hlustaðu nú litli feiti ljóti dvergur. Ég hef hjálpað þér öll þessi ár og
verið besta og fullkomnasta jólagjöfin , komið fram í misjöfnum veðrum í
efnislitlum gerfibaðfötum og ég get sagt þér það hefur oft verið hræðilega kalt.
Mér finnst leiðinlegt að segja það en jólasveinn ég finn mig ekki í þessu lengur!!!!!
Nú er kominn tími til að breyta til um þessi jól. Ef það gerist ekki mun ég sjá til þess að að það verði haldnar Barbie brennur um allt land ég gæti nú trúað að þér þyki fnykurinn af þeirri brennu ekki
eftirsóknarverður.
Jæja jólasveinn hér er þá óskalistinn í ár.:
Mig langar í:
1. Mjúkar bómullar stuttbuxur, og stóran víðan háskólabol í stíl. Ég er orðin hundleið á að líta út eins og mella. Er engin takmörk á því hve baðfötin geta verið lítil og vesældarleg? Og meðal annarra orða: veistu hvernig það er að hafa nylonbuxur og með frönskum rennilás inni í rassaborunni?
2. Raunveruleg nærföt sem auðvelt er að fara í. Helst hvít. Hvaða bölvaður asni ákvað að framleiða þessa nærfataeftirlíkingu sem festist við húðin á mér þannig að það lítur út fyrir að ég sé með appelsínuhúð.
3. Svo vil ég fá alvöru KARLMANN! T.d. Action man. Ég er orðin svo
hundleið á þessum væmna aumingja honum Ken. Og svo er hann kominn með eyrnalokk ekki skánar hann við það. Ég þjáist að vera nálægt honum. Í guðs bænum gætir þú ekki skapað hann líffræðilega rétt og með tilheyrandi tólum.
4. Ég óska mér að fá handleggi sem ég get beygt svo ég geti ýtt áðurnefndum Ken-ræfli frá mér þegar búið er að útbúa hann rétt .
5. Ég vil fara í brjóstaMINNKUN mér er alveg sama hvort þú þarft að snúa upp á handleggi á e-m lækni. ég vil fara í brjóstaminnkun!
6. Íþróttabrjóstahaldara til að nota þangað til ég fer í brjóstaminnkun.
7. Nýtt starf. Dýralæknir eða kennari er algerlega out. Hvernig líst þér á að ég verði kerfisfræðingur, verðbréfasali eða vinni við almannatengsl.
8. Nú verður þú að fara að skapa 2001 karakterinn. T.d. fyrirtíðaspennu Barbie, fylgihlutir með henni gætu verið poki með kartöfluflögum, og lítil
askja með súkkulaðibitakökum eða rjómaís. Nú eða Hættu að reykja Barbie með Nikotín plástri og tyggjó.
9. Að lokum ? það er nú kominn tími til að ég fái að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu (Mattel) Ég er búin að vera hér í 42 ár svo mér finnst þetta ekki ósanngjörn krafa. Ég meina það Jóli .
Jæja þetta er nú það sem ég fer fram á. Þegar tekið er tillit til verðmætaskapandi framlags míns til samfélagsins finnst mér þetta sanngjarnar kröfur. Ef þú gengur ekki að þeim skaltu bara finna þér einhverja gæru til að taka við um næstu jól. Svo einfalt er það.
Þín einlæg Barbie.