Íri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði. Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: „Ómar varst á fylliríi eina ferðina enn.“ Já, sagði hann. „Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur.”
Tveir stóðu fyrir framan himnaríki sem hétu Jói og Kalli.
Jói spurði: hvernig dóst þú?
Kalli: ég fraus til dauða, en þú
Jói: ég dó úr hamingju
Kalli: hvernig getur maður dáið úr hamingju
Jói: fyrsta daginn kom ég heim og allt var hreint, konan mín tekur aldrei til þannig að ég vissi að hún var að halda framm hjá, ég leitaði um allt hús en fann engan.
Annan daginn kom ég heim og það var matur á borðinu,kona mín eldar aldrei þannig að ég vissi að hún að halda fram hjá svo að ég leitaði út um allt en fann engan.
þriðja daginn kom ég heim og fann blóm á borðinu, konan mín kaupir aldrei blóm þannig að ég vissi að hún að halda framhjá ég leitaði um allt en fann engan þannig að ég hreinlega dó á staðnum.
Kalli:AULINN ÞINN ef þú hafðir bara opnað ísskápinn værum við báðir á lífi.
Gamall kúreki í fullum skrúða kom inn á kránna sína og fór beint á barinn og pantaði sér viský. Þar sem hann situr og dreypir á drykknum sínum kemur ung og glæsileg kona og pantar sér drykk og spyr gamla kúrekan hvort hann sé alvöru kúreki? Hann segir, já það er ég og það hef ég verið alla mína ævi. Ég hef verið alla mína tíð á búgarðinum mínum, rekið kúahjarðir, verið á hestbaki, reist girðingar, já ég er alvöru kúreki segir hann.
Eftir smá stund segir kúrekin við dömuna: Hvað ert þú? Ég hef aldrei verið á búgarði, svo ég er ekki kúreki sagði unga konan, en ég er lesbía. Ég eiði öllum mínum tíma að hugsa um kvennmenn, alveg frá því ég vakna á orgnanna, þegar ég fer í sturtu, þegar ég borða, þegar ég horfi á sjónvarpið og þegar ég er kominn í rúmið á kvöldin, hvað sem ég geri þá hugsa ég stöðugt um konur. Stutt seinna fer unga konan og kúrekinn pantar sér annan drykk.
Nokkru síðar kenur par og sest við barinn og maðurinn spyr gamla kúrekann hvort hann sé virkilega alvöru kúreki? Það hef ég alltaf haldið, þangað til rétt áðan að ég komst að því að ég er LESBÍA…
Þegar Halli var búinn að byggja sér nýtt hús hitti hann nágranna sinn sem lét hann vita af því að það væri betra fyrir þau hjónin, Halla og Hölllu, að kaupa sér gluggatjöld sem fyrst. - “Í gærkvöldi sá ég ykkur nefninlega elskast í svefnherberginu af mikilli innlifun,” sagði nágranninn. - “Ha, ha, gott á þig,” sagði Halli. “Ég var ekki einu sinni heima í gærkvöldi!”
Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að eiginmaðurinn var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í náttkjólinn og fór niður. Sat þá ekki maðurinn við eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla. Hann virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn. Bimba sá hann þurrka tár af kinnunum og súpa á kaffinu. - “Hvað er að ástin mín? Af hverju siturðu hér einn um miðja nótt,” spurði hún. Addi leit upp og sagði: “Manstu þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20 árum, aðeins 16 ára gömul.” - “Já, ég man vel eftir því,” sagði Bimba. - “Manstu þegar pabbi þinn kom að okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í bílnum mínum?” - “Já, ég man líka vel eftir því.” -“Manstu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort giftistu dóttur minni eða verður næstu 20 árin í fangelsi.” - “Já, ég man vel eftir þessu elskan mín,” sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins. Hann þurrkaði tár af hvörmunum og sagði: “Veistu… ég hefði losnað út í dag!”