Núna koma nokkrir brandara þannig að vertu tilbúinn að hlæja úr þér innyflin.



Lögregluþjónn stöðvaði gamla konu.
-Þú keyrir allt of hratt. Hér er 50 km hámarkshraði en þú keyrðir á 80 km.
-Já, en á skiltinu þarna stendur 80.
-Það er vegnúmerið
Vegnúmerið, bíddu nú við, þá var þetta ekki 180 km hámarkshraði áðan.
***

-Sjáðu þennann. Hann hlýtur að vera boxari.
-Nei, ég þekki hann. Hann pússar kvennaklefanna í sundlauginni.

****
-Bandaríkjamenn eru víst búnir að finna upp vél sem uppgötvar þegar þú ert að ljúga.
-Iss, ég er lengi búinn að vera giftur einni slíkri.

***
Einu sinni var Hafnfirskur vísindamaður að gera eldflaug til að senda til sólarinnar. Þegar annar vísindamaður gekk framhjá sagði hann: Þú getur ekki sent þetta til sólarinnar, það brennur til agna í hitanum.
-Djöfull geturðu verið vitlaus. sagði Hafnfirðingurinn.- ég sendi hana auðvitað um nóttu.

***
-Vilt leika við nýja hundinn minn fyrir mig?
-Æ, ég veit ekki, bítur hann?
-Það er það sem ég vill finna út.

***
Maður einn kom móður og másandi inn á bensínstöð og spurði -Hvað geta mörgæsir orðið stórar? -Svona tveir metrar. Svaraði afgreislumaðurinn. -Almáttugur, þá hef ég keyrt yfir nunnu.

***
Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn reyndi að koma á vitrænum samræðum og spurði: ,,Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“
Hafnfirðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði síðan neitandi.
,,Nú, auðvitað ég sjálfur!” skríkti leigubílstjórinn og Hafnfirðingurinn kinkaði kolli og klóraði sér.
Þegar hann kom heim í Hafnarfjörð spurði hann konuna sína sömu spurningar:
,,Heyrðu, Dúna mín, veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?“
,,Nei, Siddi, vinur. Það veit ég ekki, hver er það?” svaraði eiginkonan áhugasöm.
,,Það er einhver leigubílstjóri í Reykjavík,“ sagði þá Hafnfirðingurinn, kinkaði kolli og klóraði sér!

***
Íri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum
datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar
reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra
heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið
upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði.
Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: „Ómar varstu á fylliríi eina ferðina enn.” Já,
sagði hann. „Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur.“

***
Einu sinni voru fjórar nunnur að fara til Himnaríkis. Þar hittu þær Lykla-Pétur og spurðu hann hvernig
þær kæmust inn. Hann sagði að þær verði að svara einni spurningu og spurði svo fyrstu nunnuna.
„Hefurðu einhverntímann komist í snertingu við karlmann.” Hún svaraði, „ég hef bara snert einn með
puttanum.“ Þá sagði Lykla-Pétur: „þvoðu þér þá um puttann og gakktu inn.” Hún gerði það. Svo
spurði hann næstu nunnu sömu spurningar og hún svaraði: „Ég hef bara faðmað einn.“ Lykla-Pétur
sagði þá: „Þvoðu á þér handleggina og gakktu inn.” Það gerði hún. Þá ryðst sú fjórða framfyrir þá
þriðju og Lykla-Pétur spyr. „Af hverju ryðstu framfyrir systur þína?" Þá svarar hún. „Ég ætla sko ekki
að þvo mér um munninn eftir hún þvær sér um rassinn.



***
Eldri hjón komu nýlega inn á McDonalds og pöntuðu BigMac með gosi á tilboði. Þau skiptu öllu í tvennt, fengu aukaglas og skiptu gosinu á milli sín. Maðurinn byrjaði að borða en konan sat og horfði á. Stúlka sem var að þrífa stóðst þetta ekki og spurði hvort hún mætti ekki gefa þeim annan skammt svo þau þyrftu ekki að skipta þessu á milli sín.
Gamli maðurinn svaraði: „Við erum búin að vera gift í 50 ár og við höfum alltaf deilt öllu á milli okkar. Við breytumst ekki úr þessu.“ Stúlkan spurði konuna næst hvers vegna hún borði ekki og gamla konan svaraði: „Hann er að nota tennurnar, það kemur að mér þegar hann er búinn.“



***
Jóhann forstjóri kom afskaplega þreyttur heim og sagði við konuna að hann hafi aldrei áður orðið eins þreyttur í vinnunni. Konan vildi vita hvað Jóhann hefði gert sem reyndi svona á hann. Jóhann svaraði: „Tölvan bilaði og ég þurfti að hugsa sjálfur.“



***
Gunnar sá son nágrannans vera að moka í holu um daginn og spurði drenginn í hvers konar framkvæmdum hann stæði í.
Drengurinn svaraði með ekka: „Ég er að jarða hamsturinn minn.“ Gunnar er raunsær maður og spurði því: „Er þetta ekki nokkuð stór gröf fyrir einn hamstur?“
Um leið og drengurinn mokaði síðustu moldinni yfir svaraði hann: „Nei alls ekki, hamsturinn er innan í kettinum þínum.

***
Ungur maður sem réð sig sem leiðbeinanda í gagnfræðaskóla var orðinn ansi þreyttur á nemendum sínum eftir fyrstu vikuna. Í einum tímanum, þegar honum þótti börnin sína takmarkaða færni, sagði hann: „Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp.“ Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: „Hvað er að ske, eruð þið öll vitringar?“ Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: „Svo þú telur þig heimskan?“ Drengurinn svaraði: „Nei, ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn.“



***
Forstjórafrú lenti í eldsvoða og brenndist. Andlit frúarinnar fór verst og þurfti að græða nýtt skinn á hana. Hún var ekki með nóg skinn sjálf í ígræðsluna svo bróðir hennar sem jafnframt er bílstjóri (sendisveinn) forstjórans, eiginmanns hennar, bauðst til að gefa skinn. Það gekk upp og var tekið skinn af rasskinn bróðursins og grætt á kinnar forstjórafrúarinna.
Þegar kinnarnar voru grónar kom forstjórafrúin til bróður síns og vildi launa honum greiðann en hann sagði, „þú ert sko margbúinn að launa mér. Mér er það sérstök ánægja að sjá manninn þinn kissa þig á kinnarnar. Ég þarf ekki meira