
Eftir keppnina fóru þeir upp úr og á leiðinni heim voru þeir að hlusta á útvarpsfréttir í bílnum. Þeim brá svolítið þegar fréttaþulurinn sagði: Fyrir um kortéri síðan var gul rigning í Ástralíu!
************************************
Ke nnarinn sagði nemendum að teikna mynd. Eftir nokkrar mínútur tók hann eftir því að ein stelpan hafði ekki teiknað neitt, hann gekk til hennar.
Kennari:Hvað ertu að teikna?
Stelpan: Lögreglumann sem er að elta þjófa…
Kennari: Ég sé ekkert.
Stelpan: Nei, sko, þeir eru komnir svo langt að þeir sjást ekki lengur…
***************************************
Ég hef aldrei nokkurn tímann séð mann eins latan og þig, er eitthvað sem þú ert fljótur að gera?
Já, ég verð mjög fljótt þreyttur!
*************************************
Smá meira…
Hvernig kemurðu fíl fyrir inn í ísskáp?
Svar: Þú opnar hurðina og setur hann inn.
Hvernig kemurðu gíraffa fyrir í ísskáp?
Svar: Þú opnar hurðina, tekur fílinn út og setur hann inn.
Dag einn hélt konungur dýranna veislu, allir mættu, nema einn. Hver var það?
Svar: Gíraffinn, hann var inni í ísskáp!
*****************************
Kennarinn: Nú ætla ég að athuga hvernig þið lítið á ykkur sjálf. Allir sem finnast þeir heimskir eiga að standa upp.
Enginn stóð upp nema eftir smá stund stóð Óli upp.
Kennarinn: Svo þér finnst þú heimskur?
Óli: Nei, ég vorkenndi þér bara að standa þarna einn!
**************************************
Þið hafið örugglega heyrt þá áður…..