Jói maur hjá vatninu
Jói var að fá sér að drekka í vatnsbólinu sem dýrin skipta á milli sín. Þar eiga dýrin sér svæði og Jói var á svæðinu sem fíllinn átti. Þegar fíllinn kom og sá Jóa bað hann Jóa fallega að færa sig en Jói sagði bara nei. Þá sagði fíllinn að ef þú færir þig ekki þá skít ég á þig. Þá sagði Jói honum bara að láta vaða. Þá skeit fíllinn á Jóa. Svo eftir korter þegar Jói var búinn að grafa sig út kallaði hann: Auminginn þinn þetta fór beint í augað.
********************************************* *********************
Jói maur í rútunni
Einu sinni var Jói maur að fara í rútu með öllum dýrunum. Í rútunni eiga öll dýrin sér sæti. En Jóa fannst það ósanngjarnt því hann átti svo lítið sæti, svo hann gerði uppreisn. Jói sast í stærsta sætið í rútunni sem að fíllinn átti. Þegar fíllinn kom og sá Jóa sagði hann: Jói viltu vera svo vænn að færa þig. En Jói kom með þvert NEI. Svo sagði fíllinn: Þetta er þitt síðasta tækifæri að færa þig annars hlassa ég mér ofan á þig. En Jói sagði bara allt í lagi. Þá hlassaði fíllinn sér ofan á Jóa. En eftir sirka korter heyrist í Jóa: Heyrðu gæturu nokkuð fært þig yfir á hitt lærið.
********************************************* *********************