Arnar og Magga voru að fara út á lífið. Þau voru búin að skvera sig upp eftir kúnstarinnar reglum, voru komi í sinn besta brennivínsgalla og búin að setja köttinn út. Þá kom leigubíllinn og um leið og þau fóru út um dyrnar skaust kattarkvikindið inn aftur. Þau vildu ekki skilja köttinn eftir inni, svo Magga fór út í bíl og Arnar fór inn aftur til að finna köttinn og koma honum út.
Magga vildi ekki að leigubílsstjórinn vissi að húsið yrði mannlaust allt kvöldið svo hún sagði við hann „Hann ætlar rétt að skreppa upp til að segja bless við mömmu gömlu.“
Stuttu seinna kom Arnar inn í bílinn. „Fyrirgefðu hvað ég var lengi.“ sagði hann. „Helvítis læðan var að fela sig undir rúmi og ég varð að pota í hana með kústskafti til að ná henni út!“