Nonni litli sat á bekk og hámaði í sig hrekkjavökunammi. Gömul kona gaf sig á tal við hann og segir: “Veistu að tennurnar skemmast við svona mikið nammiát, þú færð bólur og verður veikur?” “Afi varð 105 ára!” svaraði Nonni. “Át hann fimm súkkulaði stykki í einu?” “Nei,” sagði Nonni, “en hann skipti sér aldrei af því sem honum kom ekki við.”



———————————————– ———————————


Drukkinn Selfyssingur sest upp í rútuna til Reykjavíkur og spyr bílstjórann hvað það sé langt í bæinn.
“Um það bil klukkutími,” svarar bílstjórinn.
“En,” spyr sá fulli, “hvað er langt úr bænum og á Selfoss aftur?”
“Það er líka rúmur klukkutími,” svarar bílstjórinn pirraður, “af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi?”
“Nú,” segir sá fulli, “það er bara vika á milli jóla og nýárs, en það er helvíti langt á milli nýárs og jóla!”



———————————————– ———————————


Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
“Og hvað ætlarðu að gera við það?” spyr apótekarinn.
“Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér.”
“Ég get ekki selt þér Arsenik til þess,” segir apótekarinn, “jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér.”
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
“Ó,” segir apótekarinn, “ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil.



————————————– ——————————————


Bush, forseti Bandaríkjanna ákvað að prófa nokkrar stofnanir til að ákvarða hver þeirra væri best tilfallin að ná í skottið á Saddam Hussein. Prófið fólst í að finna kanínu sem búið var að sleppa í lítið skóglendi.
CIA byrjar. Þeir koma fyrir kanínu uppljóstrurum út um allan skóg. Þeir yfirheyra öll dýrin í skóginum, án árangurs. Að lokum komast þeir að þeirri niðurstöðu að kanínan er ekki til.
FBI fær næsta tækifæri. Eftir tvær vikur án vísbendinga, þá kveikja þeir í skóginum og drepa allt sem fyrir þar er og finnst það bara fínt. Kanínan átti það alveg skilið.
Lögreglan í Los Angeles er næst. Þeir koma út eftir tvo tíma með illa barinn björn. Björninn öskrar: ”Allt í lagi… Ég er kanína! Ég er kanína!!“



———————————————– ———————————


Jói var að rífast við vinkonu sína um hvoru kyninu þætti kynlíf betra. ”Karlmenn njóta kynlífs mun betur,“ segir Jói. ”Af hverju heldurðu að þeir hugsi ekki um neitt annað en að fá að ríða?“ ”Það sannar ekkert,“ segir vinkona Jóa. ”Þegar þig klæjar í eyrað og þú stingur puttanum inn í eyrað til að klóra þér, tekur svo puttann út. Hvort líður þér betur í puttanum, eða eyranum?“



———————————————– ———————————


Íri, Englendingur og Skoti sitja saman á bar í Ástralíu. Útsýnið er frábært, bjórinn frábær og maturinn æðislegur. ”En,“ segir Skotinn, ”pöbbarnir heima eru betri. Í Glasgow er lítill bar sem heitir McTavish''s. Barþjónninn þar gerir vel við fastagestina og fimmti bjórinn er alltaf ókeypis.“ ”Jæja,“ segir Englendingurinn, ”á hverfisbarnum mínum, Rauða Ljóninu, þá er þriðji hver bjór frír.“ ”Það er nú ekkert,“ segir Írinn. ”Heima í Dublin er bar sem heitir Ryan''s Bar. Um leið og þú stígur fæti inn fyrir dyrnar er þér boðið upp á bjór.. og annan… og annan. Eins mikið og þú getur í þig látið. Þegar þú ert búinn að fá nóg af bjór, þá er farið með þig upp þar sem þú færð nóg að ríða. Allt í boði hússins.“ Englendingurinn og Skotinn horfa vantrúaðir á Írann, en hann sver að þetta sé dagsatt. ”Nú..,“ spyr Englendingurinn, ”gerðist þetta fyrir þig í alvörunni?“ ”Ekki mig persónulega,“ segir Írinn. ”En þetta kom fyrir Birnu systir…“



———————————————– ———————————


Ungur strákur kemur inn í litla búð og spyr eigandann hvort að hann geti fengið vinnu. Eigandinn segir að það sé nú frekar lítið að gera, svo hann vanti nú ekki aðstoð núna. En strákurinn gefst ekki upp og loks segir eigandinn við hann: ”Fylgstu með mér afgreiða næsta kúnna. Ef þú getur gert eins vel eða betur, þá færðu vinnu.“ Nokkrum mínútum síðar kemur viðskiptavinur inn í búðina. ”Góðan daginn. Hvað get ég gert fyrir þig?“ spyr eigandinn. ”Mig vantar grasfræ,“ segir viðskiptavinurinn. Eigandinn fer og sækir grasfræ og spyr svo: ”Má ekki bjóða þér að kaupa sláttuvél til að slá grasið þegar það vex?“ ”Jú, það væri kannski ráð,“ segir viðskiptavinurinn og kaupir sláttuvél. Þegar kúnninn er farinn, snýr eigandinn sér að stráknum og segir: ”Svona er þetta gert. Heldurðu að þú getir þetta?“ ”Auðvitað,“ svarar strákurinn. Næsti viðskiptavinur kemur inn í búðina og biður um túrtappa. Strákur sækir þá og spyr svo: ”Má ekki bjóða þér sláttuvél líka?“ ”Til hvers?“ spyr viðskiptavinurinn. ”Helgin er hvort sem er ónýt. Gætir alveg eins slegið garðinn…."



———————————————– ———————————


Ungum manni langaði til að kaupa afmælisgjöf handa elskunni sinni.
Þar sem að þau höfðu ekki verið lengi saman þá ákvað hann eftir mikla íhugun að hanskar
væru rétta gjöfin: rómantískt en ekki of persónulegt.
Í fylgd með yngri systur kærustunnar fór hann og keypti par af hvítum hönskum.
Systirin keypti sér hinsvegar nærbuxur.
Þegar afgreiðslumaðurinn var að pakka inn þá ruglaði hann þessu saman og systirin
fékk hanskana en kærastan fékk nærbuxurnar.
Án þess að athuga innihaldið þá innsiglaði ungi maðurinn pakkann og sendi til kærustunnar
ásamt miða sem á stóð:
Ég valdi þetta af því að ég tók eftir því að þú hefur ekki haft það að vana
að klæðast þessu þegar við förum út á kvöldin.
Ef systir þín hefði ekki hjálpað þá hefði ég valið löngu með tölunum en hún
klæðist styttri sem er auðveldara að ná af.
Þetta er í ljósum lit, en konan ég keypti þetta hjá sýndi mér parið sem hún hafði
verið í síðastliðnar þrjár vikur og það sá varla á þeim. Ég lét hana máta þetta sem ég keypti
og það fór henni mjög vel.
Ég vildi að ég gæti verið hjá þér til að vera sá fyrsti sem hjálpaði þér í,
þar sem að það leikur enginn vafi á því að aðrar hendur munu snerta áður en
ég hef tækifæri á því að sjá þig aftur.
Þegar þú ferðu úr, mundu þá eftir að blása í þær áður en þú leggur þær frá þér
þar sem að þær munu náttúrulega vera nokkuð rakar eftir notkun.
Hugsaðu þér bara hvað ég mun koma til með að kyssa þær oft á komandi ári!
Ástarkveðjur


Kv. bonzi