Bara nokkrir brandarar til að létta lífið... Það var einu sinni maður sem var gangandi með bein í bandi. Kom þá geðlæknirinn hanns auga á hann og heilsaði upp á hann og sagði; “Ég sé að þú ert með hann Snata þinn í göngutúr!” Þá svaraði maðurinn: “Ertu eitthvað bilaður, sérðu ekki að þetta er bein!?” “Jú, jú, ég var bara að grínast…” Sagði þá læknirinn og gekk furðulostinn í burtu. En þá beygði maðurinn sig niður og hvíslaði að beininu: “Þarna göbbuðum við hann Snati!”


Hafiði heyrt um hafnfirðinginn sem henti sér í gólfið?

Hann hitti ekki!


En hafiði heyrt um hafnfirðinginn sem var alltaf með hendur í vösum?

Hann skammaðist sín svo mikið fyrir það að vera með mislanga fingur!


Það var einu sinni augnæknir sem átti stórafmæli og höfðu vinnufélagar hans útbúið stærðarinnar tertu með risastóru auga á. Þegar læknirinn kom auga á kökuna fór hann að skellihlæja og sagði við einn vinnufélagann:" Einn vinur minn sem er kynsjúkdómafræðingur á stórafmæli bráðum og ég var að velta því fyrir mér hvernig skreytingu hann fengi á sína köku!

Ég er nú ekki með fleiri góða í bili en ég sendi um leið og ég finn!
just sayin'