:: ÓSKIR ::
Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu holu og golfkúlan lenti beint inni í runna .
Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill sætur froskur var fastur í gildru , um leið og hún losaði hann sagði froskurinn: Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af. Ella sem var mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi . Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims. Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einning fallegasi maður heims. Ella hugsaði með sér að það yrði fínt , hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni . KAZAM….. og hún varð að fallegustu konu heims. Annari ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn : Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú . Ella svaraði : það er allt í lagi , allt hans er mitt og allt mitt er hans . KAZAM….. og hún varð ríkasta kona heims.
Þá sagði froskurinn : Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir , hver er hún ?
Ella svaraði : Ég vil fá vægt hjartaáfall.

:: FANGELSI OG VINNA ::
Í FANGELSI fær maður 3 fríar máltíðir á dag.
Í VINNUNNI fær maður pásu fyrir 1 máltíð-sem maður þarf að borga sjálfur.
Í FANGELSI fær maður að fara fyrr út fyrir góða hegðun.
Í VINNUNNI fær maður meiri VINNU fyrir góða hegðun.
Í FANGELSI er maður sem opnar og lokar öllum hurðum fyrir mann
Í VINNUNNI þarftu að gera það sjálfur
Í FANGELSI má maður horfa á sjónvarpið og verið í tölvunni.
Í VINNUNNI þú verður rekinn.
Í FANGELSI fær maður sitt eigið klósett
Í VINNUNNI þarf maður að deila með öðrum
Í FANGELSI mega vinir og vandamenn koma í heimsókn
Í VINNUNNI ekki sjéns í helvíti.
Í FANGELSI borga skattgreiðendur allt fyrir þig
Í VINNUNNI Þarftu í fyrsta lagi að borga til að koma þér í vinnuna, og svo er tekið 40% af þér í skatt…. til þess að borga fyrir fangana!

Fangaklefi er að meðali 2-4 fermetrum stærri en meðal skrifstofa.
—————————————— ——————————————————- ———–
:: Á GOLFVELLINUM ::
Fjórir gamlir vinir voru á Korpúlfsstöðum að spila golf.
Einn þeirra er eitthvað á eftir með fyrstu holuna svo hinir þrír fara að ræðum um syni sína á meðan þeir bíða.
Sá fyrsti sagði þeim frá syni sínum sem er byggingaverkfræðingur og verktaki. Strákurinn er að gera það gott í byggingabransanum, reyndar svo gott að nýlega gaf hann vini sínum nýtt hús.
Annar faðirinn fór þá að segja frá syni sínum sem fyrir nokkrum árum keypti bílaumboð og er farinn að hafa af því nokkrar tekjur. Sem dæmi um velgengnina gaf sonurinn vini sínum splunkunýjan fjallajeppa fyrir stuttu síðan.
Þriðji faðirinn gat sagt svipað af sínum syni. Hann er nýlega orðin háttsettur yfirmaður í verðbréfafyrirtæki og gerir það gott. Fyrir stuttu gaf hann góðum vini sínum nokkrar milljónir í hlutabréfum.
Þegar sá fjórði kemur til þeirra segja þeir honum að þeir hafi verið að ræða syni sína og spyrja hvað hann geti sagt um son sinn. „Ef ég á að segja ykkur satt, þá er ég ekki ánægður með líferni sonar míns,“ svarar hann. „Strákurinn er bara hárgreiðslumaður og nýlega kom hann út úr skápunum og sagði mér að hann sé hommi. Eina bjarta hliðin á þessu er að hann á þrjá kærasta og þeir gera vel við hann, nýlega gaf einn honum nýtt hús, annar nýjan fjallajeppa og sá þriðji gaf honum hlutabréf upp á nokkrar milljónir.”
—————————————————– ——————————————————- Karlmenn
Karlmaður er hrifinn af þremur konum og veit ekki alveg hverja hann á að velja sem eiginkonu svo hann ákveður að leggja fyrir þær smá þraut.
Hann gefur hverri konu 500.000 kr. og fylgist svo með hvað þær gera við
peningana.

Sú fyrsta fer í alsherjar upptekt. Fer á snyrtistofuna og hárgreiðslustofuna og fær þar allt sem hægt er að fá - kaupir svo fullt af nýjum fötum og gerir sig fína fyrir karlinn. Hún segir honum að hún elski hann svo mikið að hún vilji halda sér til og vera fín fyrir hann.
Maðurinn er ákaflega ánægður með þetta.

Sú næsta fer og kaupir alls konar fínar gjafr handa karlinum. Nýtt golfsett, allskonar dót fyrir tölvuna hans og flott og dýr föt handa honum. Hún segist elska hann svo mikið og þess vegna hafi hún ákevðið að eyða
öllum peningunum í gjafir handa honum.
Aftur er maðurinn ákaflega ánægður.

Sú þriðja fjárfestir á hlutabréfamarkaði og græðir mörgum sinnum 500.000.kr. Hún skilar manninum peningunum sem hann gaf henni í upphafi og fjárfestir síðan afganginn í sameiginlegum hlutabréfasjóði. Hún segir honum að hún elski hann svo mikið og vilji eiga fjárhagslegt öryggi með honum í framtíðinni.
Að sjálfsögðu var maður ofsalega ánægður og stoltur af þessari konu.

Hann íhugaði svo í langan tíma um hvað konurnar höfðu gert við peningana og síðan………………………………………..
.
.
.
.
.
.
.
.
Giftist hann konunni með stærstu brjóstin !!!!

karlar eru alltaf karlar


Andinn í flöskunni
Maður nokkur var á gangi meðfram ströndinni þegar hann rekst á flösku í fjöruborðinu. Maðurinn tekur upp flöskuna og þurkar af henni, og upp kemur þessi rosa andi og segir “Fyrir að frelsa mig mun ég veita þér eina ósk” Maðurinn sem er hamingjusamlega giftur og vel stæður ákveður að gera eitthvað gott fyrir Ísland og segir “ég vill að þú byggir varanlega brú á milli Íslands og Evrópu” Andinn missti gjörsamlega andlitið og sagði síðan“ ertu eitthvað verri, ég mundi þurfa að byggja risa stólpa sem þyrftu að ná alla leið niður á fast berg og ég þyrfti að safna milljónum tonna af sementi og ég mundi eyða restinni af æfi minni við að viðhalda þessu. Ég er hræddur um að þú verðir að óska þer einhvers annars” Þá segir maðurinn “Hmmm gefðu mér þá visku til að skilja konur” Þá segir andinn “Eina akrein eða tvær”!!!
—————————————————– ——————————————————-
Þrjár litlar mýs
3 mýs að metast:

Fyrsta músin sagði: Ég er svo hroðalega sterk að ég nota músagildruna sem bekkpressu of finnst hún skíííítlétt!!

Næsta sagði: Iss ég drekk músaeitur eins og vatn!!

Þá hristi númer þrjú hausinn og fór bara.

Hinar tvær spurðu hissa…..hvert ert þú að fara???

Númer þrjú: Heim að ríða kettinum!!!!
—————————————– ——————————————————- ————
Staðreyndir sem gott er að vita
Ef þú mydir öskra í 8 ár 7 mánuði og 6 daga myndir þú búa til næga orku til að hita 1 kaffibolla.
(Mér sýnist varla taka því)

Ef þú myndir reka við stanslaust í 6 ár 9 mánuði myndast gas sem jafngildir krafti atómsprengju.
(Þetta er betra)

Fullnæging svína stendur í 30 mínútur.
(Í næsta lífi vill ég vera svín)
Hvernig finna menn þetta út og afhverju!!!.

Ef þú lemur hausnum við vegg brennir þú 150 hitaeiningum á klukkutíma.
(ég er ekki en búina að komast yfir þetta með svínin og ekki prufa þetta með hausinn heima,,, kannski í vinnunni)

Menn og höfrungar eru einu tegundirnar sem stunda kynlíf sér til skemmtunar.
(Nú vitum við af hverju Flipper er alltaf svona glaður)
(og svín fá 30 mínútna fullnægingar)
( virðist ekki sanngjarnt)

Sterkasti vöðvin í líkamanum er tungan.
(Hmmmmmmmmm……..)

Rétthent fólk lifir að meðaltali 9 árum lengur en örvhentir.
(ef þú ert jafnvígur á báða deilir maður þá með 2?)

Maurar geta lyft 50 faldri þyngd sinni,togað 30 falda þyngd sína og þeir falla alltaf á hægri hliðina þegar þeir verða drukknir
(Eftir að hafa drukkið litlar flöskur af…??)
(greiddu skattgreiðendur fyrir þessa rannsókn)

(og hvað með það þótt svín fái 30 mínútna fullnægingar!)

Ísbirnir eru örvhentir.
(hver vissi það..? Hverjum er ekki sama…? hvernig fundu menn það út, spurðu þeir þá? - og táknar það að þeir lifa skemur?)

Leirgedda (það er fiskur) er með 27,000 bragðkirtla.
(hvað í ósköpunum getur verið svona bragðgott neðst í vatninu)

Flóin getur stokkið 350 falda lengd sína, það svipað og maðurinn stökkvi yfir fótboltavöll.
(30 mínútur ímyndaðu þér og af hverju svín)

Kakkalakki getur lifað í 9 daga á höfuðs áður enn hann sveltur til bana.
(Creepy)

Sum ljón eðla sig 50 sinnum á dag
(ég vill samt verða svín í næst lífi .. gæði fram yfir magn…)

Fiðrildi eru með braglaukana á fótunum
(ojjjjjjj)
(það er næstum eins slæmt og Leirgeddan)

Auga strútsins er stærra en heilinn
(Ég þekki svoleiðis fólk.)

Krossfiskar hafa engan heila.
(Ég þekki líka svoleiðis fólk.)


Eftir að hafa lesið þetta er það eina sem ég get sagt:

SVÍN ERU HEPPIN!!!!!!
—————————————– ——————————————————- ————
Dauðdaginn
Þrír menn voru dánir og voru á leiðinni til Lykla-Péturs. Þegar þeir komu ákvað Lykla-Pétur að skemmta sér svolítið. Sá sem dó versta dauðdagann má fara upp til himna sagði Lykla-Pétur.

Sá fyrsti sagði: Ég bý á 3. hæð í blokk. Það var þannig að ég hafði alltaf haldið að konan mín væri að halda framhjá svo ég ákvað að koma snemma heim úr vinnunni og finna manninn. Eftir langa leit fann ég hann ekki. Ég fór útá svalir og sé þar mann hangandi á svalarhandriðinu. Ég varð svo reiður að ég byrjaði að slá á fingurna á honum, en hann datt ekki niður. Þá náði ég í hamarinn minn og fór að lemja. Þá datt hann niður, en var svo heppinn að hann lenti á runna. Þannig að ég náði í ískápinn minn og henti honum á hann. Ég held að hann hafi dáið. En eftir alla áreynsluna fékk ég hjartaáfall og dó.
Þú hefur dáið hræðilegum dauðdaga, sagði Lykla-Pétur. Þú mátt fara upp.

Sá næst sagði: Ég bý á 4. hæð í blokk. Það var þannig að ég var að gera mínar daglegu armbeygjur á svölunum hjá mér. En vildi svo óheppilega til að ég rann til og datt, en svo heppilega til að ég náði tökum á svölunum fyrir neðan. Ég var búinn að hanga þar í nokkurn tíma þegar maður kemur út á svalir. Ég verð rosalega glaður þangað til hann fer að lemja á fingurna á mér. En ég næ að halda mér. Þá nær hann í hamar og lemur á fingurna. Þá datt ég, en lendi á runna. Þegar ég er að fara að standa upp hendir hann ískáp á mig. Og þá dó ég.
Þetta var ennþá verri dauðdagi, sagði Lykla-Pétur. Þú mátt fara upp.

Sá þriðji sagði: Já, það var þannig að ég var að fela mig í ískáp…
——————————————— ——————————————————- ——–Sköpunarsagan
Guð skapaði Asnann og sagði við hann:
“þú verður asni og vinnur baki brotnu frá sólarupprás til sólarlags og berð þungar byrðar. Þú étur gras , státar ekki af neinum gáfum og lifir í 50 ár.”
Og asninn svaraði: “ég skal vera asni en að lifa í 50 ár er allt of mikið. Hafðu þau 20.”
Og guð samþykkti það.

Guð skapaði Hundinn og sagði við hann:
“Þú verður hundur, Þú gætir húss mannsins og verður besti vinur hans. Þú þiggur leifarnar sem hann réttir þér og lifir í 25 ár.”
Hundurinn svaraði: “ég skal vera hundur en að lifa í 25 ár er allt of mikið. Hafðu þau 10.” Og guð samþykkti það.

Guð skapaði Apann og sagði við hann:
“Þú verður api. Þú sveiflar þér úr einu tré í annað og gerir ýmsar kúnstir. Þú verður skemmtilegur og lifir í 20 ár.”
Apinn svaraði: “Ég skal vera api en að lifa í 20 ár er allt of langt. Hafðu þau 10.” Og guð samþykkti það.

Að lokum skapaði guð manninn og sagði við hann:
“ Þú ert maðurm eina vitsmunaveran á jarðkringlunni. Þú notar gáfur þínar til að verða drottnari allra dýra. Þú munt ráða yfir heiminum og lifa í 20 ár.” Maðurinn svaraði: “Ég skal vera maður en að lifa í 20 ár er allt of stutt. Veittu mér að auki þau 30 ár sem asninn vildi ekki, árin 15 sem hundurinn vildi ekki og árin 10 sem apinn vildi ekki.” Og guð samþykkti það.
Æ, síðan lifir maðurinn í 20 ár eins og maður.
Þá giftir hann sig og eyðir 30 árum eins og asni, þ.e. vinnur baki brotnu frá sólarupprás til sólarlags og ber þungar byrðar.
Þegar börnin eru flutt að heiman lifir hann eins og hundur og gætir hússins og borðar allt sem honum er rétt. Og eftir að hann sest í helgan stein lifir hann eins og api síðustu 10 árin, fer hús úr húsi og gerir ýmsar kúnstir til að skemmta barnabörnunum.

Þá veit maður það…!
—————————————————– ——————————————————-
Fótboltaáhugi
Einu sinni voru þrír fótboltaáhugamenn að þvælast um Sádi Arabíu.
Einn hélt með Leeds, annar með Man. Utd. en sá þriðji með Liverpool.
Auðvitað voru þeir allir fullir, en það er stranglega bannað í Saudi Arabíu, þannig að þeir voru allir handteknir. Svo voru þeir leiddir fyrir sheikinn. Sem sagði." Vegna drykkjuskapar á almannafæri verðið þið allir hýddir 50 svipuhöggum. En vegna þess að í dag er þjóðhátíðardagur hjá okkur ætla ég að veita ykkur tvær óskir hvorum.
Kom svo að því að hýða átti Leedsaran svo hann bað um að fá kodda bundinn á bakið á sér og bestu fáanlega læknishjálp ef með þyrfti. kom svo að því að hann var hýddur, en koddinn dugði ekki nema í 15 svipuhögg þannig að hann varð alblóðugur og næstum dauður eftir þessa meðferð. En fékk læknishjálp.
Síðan kom að Unided manninum….Hann sagði ég vil fá tvo kodda bundna á bakið á mér, og ef með þarf þá bestu læknisaðstoð sem um getur. Svo kom að hýðingunni. koddarnir dugðu í 30 svipuhögg. Blóðugur en á lífi fékk Unided maðurinn góða aðhlynningu og var nokkuð kátur.
Loksins kom að Poolaranum. Hann sagði hátt og snjallt…BÆTIÐI VIÐ 200 svipuhöggum og bindið helvítis Unidedmanninn á bakið á mér.

Í lyftu

Nokkur atriði sem geta gert lyftuferðina skemtilega!



Þegar það er einungis ein önnur manneskja í lyftunni fyrir utan þig skaltu pikka í öxlina á henni og láta sem þú hafir ekki gert það.


Ýttu á takkana og láttu sem þú fáir raflost. brostu og gerðu það aftur.


Spurðu hvort þú eigir að ýta á takkana fyrir aðra og ýttu svo á vitlausa takka.


Hringdu í sálarrannsóknafélagið úr gemsanum þínum og spurðu hvort þeir viti hvaða hæð þú ert á.


Haltu hurðinni opinni og segðu að þú sért að bíða eftir vini þínum, eftir smástund skaltu leyfa hurðinni að lokast og segja : Blessaður Nonni, hvernig hefurðu það?


Misstu penna á gólfið og bíddu þar til einhver tekur hann upp og öskraðu þá : Ég á hann!


Taktu með þér myndavél og taktu myndir af öllum sem koma í lyftuna.


Settu skrifborðið þitt inn í lyftuna og spurðu alla sem koma inn hvort þeir eigi pantaðan tíma.


Taktu með þér taflborð og spurðu alla sem koma inn hvort þeir vilji tefla.


Settu kassa í eitt hornið og spurðu alla sem koma inn hvort þeir heyri tikk-takk úr honum.


Láttu sem þú sért flugfreyja og farðu yfir öryggisráðstafanir og neyðarútganga með farþaegum.


Spurðu : Fannstu fyrir þessu?


Stattu mjög nálægt einhverjum og þefaðu vel af viðkomandi.


Þegar dyrnar lokast skaltu segja: Þetta er allt í lagi, verið bara róleg, þær opnast aftur.


Sláðu flugur sem ekki eru til.


Segðu fólki að þú sjáir áruna þeirra.


Kallaðu hátt : Jósep segir hiksta og gerðu þér upp hiksta.


Grettu þig, sláðu í ennið á þér og muldraðu : Þegiði, Þegiði allir!


Opnaðu töskuna þína og á meðan þú þreifar ofan í hana skaltu segja: Er ekki örugglega nóg súrefni þarna niðri.


Vertu með handbrúðu á annari höndinni og notaðu hana til að tala við viðstadda .


Hlustaðu lyftuveggina með hlustunarpípu.


Líktu eftir hljóði í sprengingu í hvert skipti sem einhver styður á takkana í lyftunni.


Starðu með hreykinn á einhvern og tilkynntu svo stoltur að þú sért í nýjum sokkum.


Teiknaðu lítinn hring á gólfið í lyftunni og tilkynntu svo viðstöddum að þetta sé þitt persónulega svæði.

Skemmtu þér svo vel næst þegar þú ferð í lyftu!
———————————————– ——————————————————- ——


kannski eru einhverjir gamlir en ég nennti ekki að skoða allt safnið hjá ykkur fyrst ;);)