Hvers vegna taka Hafnfirðingar alltaf skóflu með sér þegar þeir ætla að þvo kjallaraglugga?
Til þess að grafa stigann niður.

**——————————————- —-**

Hvað komast margir Hafnfirðingar í tóman strætó?
Einn, því þá er hann ekki lengur tómur.

**——————————————- —-**

Af hverju setjast Hafnfirðingar alltaf á fremsta bekk í bíó?
Því þeir vilja vera fyrstir til að sjá myndina.

**—————————————– ——**

Af hverju hafa Hafnfirðingar alltaf hendurnar í vösum þegar þeir eru úti?

**——————————————— –**

Þeir skammast sín svo fyrir að hafa mislanga putta.

**——————————————- —-**

Hvers vegna geyma Hafnfirðingar tómar flöskur inn í ísskáp?
Til þess að hafa eitthvað að bjóða þeim gestum sem eru ekki þyrstir.

**—————————————– ——**

Einu sinni voru tveir Hafnfirðingar að tala saman. Þá sagði annar þeirra: Ég var fastur í lyftu í þrjá klukkutíma í gær! Þá sagði hinn: Það er nú ekkert, ég var fastur í rúllustiga í heila fimm klukkutíma!

**————————————– ———**

Hafnfirðingur við Reykvíking: Veistu hvað hefur fjóra fætur, rófu og segir voff voff? Hundur. Oh, þú hefur heyrt þennan áður.

**——————————————– —**

Hvað sagði Hafnfirðingurinn þegar hann kom inn í 10-11 búðina?
Hvað er opið lengi hérna?

**——————————————- —-**

Hefurðu heyrt um Hafnfirðinginn sem starði heilan dag á móti sólu?
Hann langaði svo að fá brún augu.

**——————————————– —**

Hefurðu heyrt um Hafnfirðinginn sem var svo flughræddur, að hann þorði ekki að fljúga flugdreka?

**————————————— ——–**

Hvers vegna setja Hafnfirðinga alltaf stól út á svalir þegar þeir fara að sofa?
Til þess að sólin geti sest.

**——————————————– —**

Af hverju læðast Hafnfirðingar alltaf fram hjá apótekum?
Til að vekja ekki svefnpillurnar.

**———————————- ————-**

Af hverju hlæja Hafnfirðingar alltaf svona mikið á páskunum?
Þeir eru að fatta jólabrandarana.

**———————————- ————-**

Veistu af hverju Hafnfirðingurinn sem ætlaði að gefa kærustunni sinni varalit í jólagjöf hætti við það?
Vegna þess að hann vissi ekki hvaða stærð munnurinn á henni var.

**——————————————— –**

Af hverju fæddist Jesú ekki í Hafnafirði?
Af því að þar fundust engnir vitringar.

**————————————— ——–**

Af hverju fara Hafnfirðingar alltaf niður í fjöru um jólin?
Þeir eru að bíða eftir jólabókaflóðinu.

**——————————— ————–**

Vitið þið af hverju Hafnfirðingar tvöfalda aldrei smákökuuppskriftir?
Það er ekki hægt að stilla ofninn á 400 gráður.

**—————————————— —–**

Einu sinni var Hafnfirskur vísindamaður að búa til eldflaug sem átti að sendast til sólarinnar. Þegar annar vísindamaður gekk framhjá sagði sá: Þú getur ekki sent þetta til sólarinnar, það brennur til agna í hitanum. Rosalega getur þú verið heimskur, sagði Hafnfirðingurinn. Ég sendi hana auðvitað að nóttu til.

**———————————————–**

Hvað varð um Hafnfirðinginn sem fór í feluleik við sjálfan sig?
Hann er ekki fundinn enn.

**——————————————— –**

Hvað fá Hafnfirðingar ef þeir fara til hugsanalesara?
Endurgreitt.

**——————— ————————–**

Hafnfirðingurinn var um það bil að stökkva af stóra brettinu í Sundhöll Reykjavíkur þegar vörðurinn hrópar til hans: Ekki stökkva! Það er ekki vatn í lauginni! Það er ekkert mál, ég er hvort sem er ekki syndur.

**—————————————— —–**

Hefur einhver fundið fjóra lykla í brúnu bandi á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.

**————————————- ———-**

Veistu hvers vegna Hafnfirðingar opna mjólkina alltaf strax í búðinni?
Af því að á fernunni stendur OPNIST HÉR.

**——————————————— –**

Hefur þú heyrt um Hafnfirðinginn sem passar sig alltaf að hafa lokaðan munn þegar hann er í sólbaði?
Hann er svo hræddur um að tennurnar á sér verði brúnar.

**—————————————— —–**

Vitið þið af hverju Hafnfirðingar borða aldrei kleinuhringi?
Vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við gatið.

**——————————————- —-**

Af hverju horfa Hafnfirðingar alltaf upp í loftið þegar það er frost úti?
Af því að það var spáð fljúgandi hálku.

**——————————————- —-**

Hefurðu heyrt um Hafnfirðinginn sem var að byggja kúluhús?
Hann fór gjörsamlega yfirum þegar hann þurfti að ákveða hvar hornsteinninn ætti að vera.