Jónas er önnum kafinn í vinnunni þegar Magga hringir „Jónas minn, heldurðu
að þú getir nokkuð hjálpað mér þegar þú kemur heim?“ segir hún.
Jónas fær hland fyrir hjartað og fer að ímynda sér allar þær mögulegu og
ómögulegu ógöngur sem Magga gæti hafa komið sér í. „Aaa, já-já, auðvitað,
elskan mín, hvað er að?“
„Jú, sko,“ segir Magga, „Ég var að byrja á nýju púsluspili og það er svo
hrikalega erfitt! Ég er ekki einu sinni búin að finna jaðarbútana ennþá.“
Vá, Jónasi létti heilmikið að Magga var ekki í neinni líkamlegri hættu og
húsið ekki að brenna eða eitthvað enn verra. „Sjáðu til elskan, það er
alltaf mynd á kassanum af púsluspilinu til að gera þetta auðveldara. Hvað er
á myndinni á kassanum?“
„Það er svona risastór hani,“ segir Magga.
Smá þögn. „Ó-kei, settu kornflegsið í skápin!!!!!!!!!“
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: :::::::: ::::::::::::
Allar stelpurnar fengu brjóst nema Lena.
Hún fékk spena.
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: :::::: ::::::::
Allir krakkarnir fengu nýja skó nema Leifur.
Hann fékk skeifur.
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: ::::: :::::::::
Allir krakkarnir komust yfir hraðbrautina nema Petra.
Hana vantaði metra.
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: ::::::::::::::
Alli r krakkarnir grétu við jarðarför kennarans nema Mæja.
Hún fór að hlæja.
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: ::::::: :::::::
Allir krakkarnir flugu til Vestmannaeyja nema Óli.
Hann fór á hjóli.
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: ::::::::::::: :
Allir strákarnir vildu vera með stelpu nema Ari.
Hann kaus að vera með pari.
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: :::::::::::::
Er það ekki furðulegt? Ef maður stendur inni í miðju bókasafni og segir „Aaaaaaaggrgrgrgr“, þá stara allir á mann, en ef maður gerir það í flugvél, þá taka allir undir með manni.
Jónas var staddur í lyftu í stóru og fallegu húsi í borginni við sundin og var á leiðinni upp. Þegar hann var kominn nokkrar hæðir upp, stoppaði lyftan og forkunarfögur dama gekk inn. Jónas fann að hún var með dýrt ilmvatn og hafði notað mikið af því. Stúlkan tók eftir því að hann var að nasa út í loftið og sagði með nokkrum þjósti „Romance frá Ralph Lauren, 15.000 krónur glasið.“
Stuttu seinna stoppaði lyftan aftur og inn gekk önnnur fegurðardís með mikið ilmvatn. Hún sá að Jónas var að þefa, svo hún leit niður til hans og sagði „Chanel No. 5, 20.000 krónur únsan.“
Um það bil þrem hæðum seinna stoppaði lyftan þar sem Jónas ætlaði út. Áður en hann fór út úr lyftunni, horfði hann í augun á stúlkunum, blikkaði augunum, beygði sig fram, rak við og sagði „Bakaðar baunir frá Heintz, 128 krónur dósin.
Frá Fræðslumiðstöð í fíknvörnum
Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að bjór inniheldur kvenhormón og er því
hættulegur fyrir karlmenn.
Karlmenn sem drekka bjór taka upp hegðunarmynstur kvenna og ef drykkjunni
er haldið áfram geta þeir átt á hættu að breytast í konur.
100 karlmenn voru látnir drekka bjór og eftir aðeins sex bjóra voru
áhrifin orðin sýnileg á öllum mönnunum (100%).
Þeir:
Þyngdust
Fóru að blaðra tóma vitleysu
Gerðust alltof tilfinninganæmir
Gátu ekki keyrt
Gátu ekki hugsað rökrétt
Rifust útaf engu
Og neituðu að biðjast afsökunar þótt þeir hefðu rangt fyrir sér.
Að teknu tilliti til ofangreindar þátta er sterklega varað við bjórdrykkju
meðal karlmanna.
Magga fór með Jónas til læknisins vegna þess að hann var farinn að verða dálítið gamall og litli vinurinn hans var hættur að geta lyft sér upp. Læknirinn skoðaði Jónas vandlega og fann mikið til með Möggu.
Hann sagði við hana „Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, þá á Jónas stutt eftir, en vegna þess að ég finn til með þér, þá skal ég gefa þér dropa sem þú getur notað til að síðustu dagarnir ykkar saman verði góðir.“ Hann rétti henni lyfseðil. „Settu þrjá dropa af þessu út í mjólkina hans áður en hann fer að sofa og ég lofa þér að þú finnur muninn.“ Magga þakkaði lækninum muikið og vel fyrir og fór út með Jónas.
Tveim vikum seinna kom Magga aftur til læknisins og hann spurði hana hvernig þetta hefði gengið. Magga roðnaði og varð undirleit, en sagði síðan „Ja, ég setti dropana í mjólkina hans og þetta hafði nákvæmlega þau áhrif sem þú sagðir. En fyrir mistök setti ég þrjátíu dropa í staðinn fyrir þrjá, og nú þurfum við að fá mótefni til að geta lokað kistunni.