Kæru pabbi og mamma.
Það eru komnir þrír mánuðir síðan ég tók mig upp úr sveitinni og hélt í Háskólann. Ég viðurkenni að ég hef verið afar löt við að skrifa ykkur og mér þykir það leitt að hafa ekki gert það fyrr. Ég ætla núna að segja ykkur frá því sem á daga mína hefur drifið en gerið það fyrir mig að lesa þetta sitjandi. Ekki lesa meira fyrr en þið eruð sest niður, ókei?

Jæja þá, ég er á batavegi og miðar vel áfram. Höfuðmeiðslin og heilahristingurinn sem ég fékk, þegar ég hoppaði út um gluggan á heimavistinni, þegar það kviknaði í stuttu eftir að ég kom hingað, eru vel gróin. Ég var aðeins tvær vikur á spítalanum og núna er sjónin næstum því eðlileg. Núna fæ þessi brjáluðu höfuðverkjaköst aðeins einu sinni á dag. Sem betur fer varð húsvörðurinn í næsta húsi var við það þegar ég hoppaði út um gluggan. Það var hann sem hringdi á slökkviliðið og sjúkrabílinn. Hann heimsótti mig á spítalann reglulega og þar sem herbergið mitt var brunnið til kaldra kola var hann svo elskulegur að bjóða mér að búa í sömu íbúð og hann. Í rauninni er þetta bara kjallaraherbergi en það er afar lítið og sætt herbergi. Hann er rosalega góður gæji og við erum yfir okkur ástfangin af hvoru öðru og ætlum að giftast fljótlega. Við höfum ekki ákveðið daginn ennþá en munum gera það áður en óléttan byrjar að sjást. Já, pabbi og mamma, ég er ólétt. Ég veit hve mikið ykkur hlakkar til að verða afi og amma og ég veit að þið munið gefa barninu sömu ást og kærleik og ég fékk þegar ég var barn. Ástæðan fyrir töfinni á brúðkaupinu okkar er sú að kærastinn minn er með smávægilega sýkingu í blóðinu sem kemur í veg fyrir að blóðprufan vegna giftingarsáttmálans okkar verði samþykkt. Í einhverju kæruleysi smitaðist ég af honum. Þetta á að læknast með pensilínsprautunum sem ég fæ daglega. Ég veit að þið takið honum opnum örmum inn í fjölskylduna. Hann er góður og þó hann sé ekki menntaður er hann metnaðargjarn og þó hann sé ekki af sama ættstofn og trú og við, veit ég að sjálfvirka kurteisis-þolinmæðin ykkar mun ekki gefa ykkur tilefni til að vera með athugasemdir þó hann sé með öðruvísi húðlit en við. Ég veit að þið munið elska hann alveg eins og ég hef gert. Hann hefur góðan bakgrunn, mér hefur verið sagt að pabbi hans sé mikilvægur stjórnandi fyrir skólphreinsunardeild borgarinnar, þó hann stjórni skrifstofunni sinni úr bílnum sínum. Núna þegar ég er búin að segja ykkur upp og ofan af högum mínum vil ég segja þetta:

Það var engin heimavistarbruni, ég fékk ekki heilahristing eða höfuðmeiðsli, ég var ekki á spítala, ég er ekki ólétt, ég er ekki trúlofuð, ég er ekki með sýflis og það er engin karlmaður í lífi mínu.
Hinsvegar fékk ég “D” í sögu og “F” í vísindum…og ég vildi að þið sæjuð þessar einkunnir út frá réttu sjónarhorni.

Ykkar einlæga dóttir.