Fjórir vinir, Jónas, Guðmundur, Magnús og Friðþjófur voru að tala saman og metast um hvað væri hraðast í þessum heimi.
Friðþjófur sagði „Ég held að það sé hugsunin, því þegar maður stingur sig í fingurinn eða brennir hendina, þá verður sársaukinn að hugsun undir eins og skellir sér á heilann.“
Magnús sagði „Já, en ég held að það sé þegar maður deplar augum. Sko, þegar maður deplar augunum og opnar þau aftur, þá sér maður allt um leið og ekkert hefur breyst.“
Guðmundur sagði „En ég held að það sé ljósið, því að um leið og maður kveikir, þá kemur ljósið og allt veður bjart.“
Jónas sagði „Ég held að það sé niðurgangur.“
Allir hinir spurðu í einu „Niðurgangur? Af hverju?“
Jónas sagði „Sko, núna skal ég útskýra það. Um daginn fór ég á Þorrablótið hjá Karlakórnum og borðaði vel úr stórum bakka og drakk bjór og brennivín eins og ég gat. Þegar það var langt komið, þá dró Magga mig á þorrablótið hjá kvenfélaginu, sem var haldið sama kvöldið og þar þurfti ég að borða annað eins af súrmat og hákarli og drekka ómælt af kláravíni og Sénna.“
Friðþjófur spurði „En hvað hefur það með hraðann á niðurgangi að gera?“
Jónas sagði „Seinna um nóttina, þegar ég var um það bil að sofna, þá fann ég einhverja ólgu í maganum og áður en ég gat hugsað, eða deplað augunum eða kveikt ljósið, þá . . . “
:o)