Hafnfirðingur var að læra að fljúga en hafði villst í flugprófinuu þannig að umfangsmikil leit stóð yfir í háloftunum. Þegar loksins náðist samband við hann gegnum talstöð var hann beðinn um að gefa upp hæð og staðsetningu.
,,Ja, ég er svona einn og áttatíu og sit fremst í flugvélinni…“

———–

Svo var það Hafnfirðingurinn sem brenndi allt ofan af sér þegar hann var að reyna að kveikja upp í rafmagnsarninum sem hann fékk í afmælisgjöf! Og ekki má gleyma Jónasi syni hans sem kom einu sinni
heim úr skólanum og þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa skírt sig
Jónas. Þegar pabbi hans spurði hvers vegna hann þakkaði þeim það, svaraði Jónas: ,,Ég er bara svo feginn að þið skírðuð mig Jónas því það kalla mig það allir í skólanum!”

———-

Hafnfirðingar hafa margir reynt að komast í heilaígræðslu á erlendum stórsjúkrahúsum. En hingað til hefur líkami þeirra umsvifalaust hafnað slíkum aðskotahlutum!

———-

Svo var það Hafnfirðingurinn sem keppti í kvartmílunni og þurfti
fjórum sinnum að spyrja til vegar!

———-

Tveir Hafnfirðingar voru að veiða á báti úti á miðju vatni þegar
báturinn fór skyndilega að leka við stefnið. Annar Hafnfirðingurinn brást skjótlega við þessari vá og gerði umsvifalaust gat við skutinn.
,,Svona,“ sagði hann sigri hrósandi, ,,nú lekur þetta bara út hér!”

———-

Hafnfirskar stúlkur giftast vanalega hafnfirskum piltum. Þess vegna
gráta mæður þeirra alltaf við brúðkaupin!

———-

Allblankir kunningjar lögreglunnar í Hafnarfirði ákváðu að ræna banka í Reykjavík. Þeir settu upp grímur og ruddust inn með offorsi og látum, hvor með sína haglabyssuna.
,,Upp með hendur, þetta er rán!“
,,O, Hafnfirðingar, einu sinni enn,” sagði þá gjaldkerinn og
ræningjana rak í rogastans.
,,Nú, hvernig sjáið þið það?“ spurði hann.
,,Þið sagðið alltaf vitlausan enda af haglabyssunni!” svaraði
gjaldkerinn að bragði.

———-

Þegar Hafnfirðingurinn fór til sálfræðings sem sagði honum að hlusta á sinn innri mann, mótmælti Hafnfirðingurinn hástöfum:
,,Mamma sagði mér að hlusta aldrei á ókunnuga!“ sagði hann og hljóp út frá þessum vonda manni.

———-

Þegar Halli var búinn að byggja sér nýtt hús hitti hann nágranna sinn sem lét hann vita af því að það væri betra fyrir þau hjónin, Halla og Höllu, að kaupa sér gluggatjöld sem fyrst.
,,Í gærkvöldi sá ég ykkur nefnilega elskast í svefnherberginu af
mikilli innlifun,” sagði nágranninn.
,,Ha, ha, gott á þig. Ég var nefnilega ekki heima í gærkvöldi!“

———-

Þessi heyrðist við höfnina þegar tveir góðir voru að ræða um
eiginkonur sínar. Annar, mjög rómantískur, segir: ,,Ástinni má líkja við það þegar tvö skip mætast í þoku…”. Þá segir hinn: ,,Þá rakst ég á flotkví!"


—–ENDIR—–