Maður nokkur kemur heim úr vinnunni og sér að hundurinn hans er með kanínu nágrannans í kjaftinum.
Kanínan er náttúrulega steindauð og hann fær algjört sjokk þar sem hann vill nú síst af öllu fá
nágrannana upp á móti sér. Svo hann tekur drulluskítuga og nagaða kanínuna, þrífur hana og setur
hana aftur í búrið og vonar að þannig haldi nágranninn að kanínan hafi dáið af eðlilegum orsökum.
Nokkrum dögum seinna er nágranninn í garðinum og byrjar að spjalla. Allt í einu segir hann: “Varstu
búinn að heyra að kanínan okkar dó um daginn?” “Um, u, nei,” segir hann vandræðalega, “hvað gerðist?”
Við fundum hana bara dauða í búrinu sínu einn daginn,“ segir nágranninn, ”en það skrýtna er, að daginn
eftir að við jörðuðum hann í bakgarðinum, þá gróf einhver hana upp, þreif hana og setti hana aftur í búrið.
Það hlýtur að vera virkilega sjúkt fólk hérna í hverfinu!“

————-

Kæri sonur.
Bara fáeinar línur til að láta þig vita að ég er enn á lífi. Ég skrifa þetta bréf mjög hægt vegna þess að
ég veit að þú ert ekki mjög fljótur að lesa.

Pabbi þinn er búinn að fá nýja vinnu. Hann var settur yfir 500 aðra.
Hann vinnur við að slá grasið í kirkjugarðinum.

Ég er viss um að þú þekkir ekki húsið okkar aftur þegar þú kemur heim.
Við erum nefnilega flutt.

María systir þín eignaðist barn í morgun en ég hef ekki frétt hvort það er strákur eða stelpa,
þannig að ég veit ekki hvort þú ert orðinn frændi eða frænka.

Ég fór til læknis á fimmtudaginn og pabbi þinn kom með mér.
Læknirinn setti eitthvað upp í munninn á mér og sagði mér að tala ekki í tíu mínútur.
Pabbi þinn spurði lækninn hvort þetta áhald væri til sölu.

Frændi þinn drukknaði í síðustu viku.
Hann datt ofan í viskítunnu í verksmiðjunni. Vinnufélagar hans reyndu að bjarga
honum en hann barðist hetjulega gegn þeim. Líkið var brennt og það tók þrjá daga að slökkva eldinn.

Hér rigndi bara tvisvar í síðustu viku. Fyrst í þrjá daga, svo í fjóra.

Við fengum bréf frá kirkjugörðunum. Þar stóð að ef við borguðum ekki síðustu
afborgunina af gröfinni hennar ömmu þinnar yrði hún grafin upp.

Þín elskandi
Mamma.

PS. Ég ætlaði að senda þér dálitla peninga, en mundi ekki eftir því fyrr en ég var búin að loka umslaginu.

————–

Hafið þið heyrt um ljóskuna sem kom til læknisins alveg miður sín ?
Ljóskan: Læknir ég held að ég sé með vatn í lungonum.
Læknirinn: Af hverju heldur þú það væna mín ?
Ljóskan: Jú af því að í hvert skipti sem kærastinn minn snertir á mér brjóstin þá kemur vatn niður í
nærbuxurnar mínar :)

————–

Hámark sjálfsálitsins.
Mýfluga með standara að synda baksund niður Ölfusá og öskrar ”Hækkið brúnna, hækkið brúnna.“

————–

Séra Jónas og Séra Guðmundur stóðu saman við götu og héldu á milli sín skilti sem á stóð
”Endirinn er nálægur. Snúið af vegi glötunar áður en það er um seinan!“

Fyrsti vegfarandinn sem kom fann hvöt hjá sér til að kalla nokkur vel valin orð að prestunum.
”Trúarbrjálæðingar! Látið okkur í friði! Reynið að predika þessa bókstafstrú heima hjá ykkur!“
og annað í þessum dúr. Síðan ók hann sína leið, hálfu hraðar en áður.
Handan við brekkuna heyrðist mikið bremsu- og árekstrarhljóð.

”Heyrðu, Séra Jónas,“ sagði Séra Guðmundur. ”Heldurðu að við ættum ekki frekar að skrifa
“Stopp - Brúin hrunin!” á skiltið?“

—————-

Það var einu sinni jólasveinn sem að var að bera út pakkana fyrir jólin.
Jólasveinninn var orðinn ofsa þreyttur og las í hvaða hús hann var að fara í næst.
Erótíkurgata sagði jólasveinninn. Hann settist upp á jólasleðann sinn og flaug af stað þangað. En það var
engin Erótíkurgata í borginni, þá reyndi hann að finna eitthvað líkt heimilisfang til að setja pakkann í.
Eiríksgata og Erotica skemmtistaðurinn komu upp á skjáinn á litlu tölvunni hans sveinka eftir að hann hafði
verið eitthvað að krassa í henni. Þá fór hann fyrst í Eroticu skemmtistaðinn og þar var honum strax kippt
inn af tveim fáklæddum konum. Konurnar settu hann í lúxus hægindastól og fóru upp á svið að fækka fötum.Hann
sveinki kallinn var nú byrjaður að roðna ískyggilega mikið í framan. Hann sagði að hann þyrfti að drífa sig
burt en þá heyrði hann skothvell. Það kom inn maður og sagði eiganda staðsins að setja allt sem hann væri
með á sér í pokann hans. Eigandinn gerði það. Þá kom hann að jólasveininum og sagðist ætla að ræna hann líka
þó að hann væri með þetta platskegg í andlitinu og togaði í skeggið hjá sveinka. En þá meiddi sveinki sig og
ákvað að nota Tae-Kwondo hæfileika sinn sem að hann hafði lært í æfingabúðum jólasveinanna á ræningjann.
Ræninginn fór að hlæja þegar hann sá þennan feita kall hoppa um og sparka út í loftið. En þá sparkaði sveinki
í punginn á bófanum og sagði að það ætti ekki að abbast upp á jólasveina og
ALLS EKKI TOGA Í SKEGGIÐ ÞVÍ AÐ ÞÁ KLIKKAST ÞEIR OG SPARKA FAST Í PUNGINN Á SKEGGTOGARANUM

—————

Eitt sinn var prestur á gangi á frekar fáförnum vegi og rakst þar á asna sem lá dauður á veginum.
Gegn betri vitund hringdi hann í lögregluna. Hann sagði til um fund sinn og þá heyrðist hæðnisrödd í
lögreglustjóranum: ,,Ég hélt að þið prestar sæuð alltaf um þá dauðu”. “Rétt er það” , svaraði presturinn,
,,en við erum vanir að látir alltaf nánustu ættingja vita fyrst".
framleiða-framkalla..