Tony litla langaði í haglabyssu meira en nokkuð annað í afmælisgjöf, svo pabbi hans lofar að hann fái eina slíka ef hann verði duglegur í skólanum og gangi vel á lokaprófunum. Um vorið kemur síðan Tony litli til pabba síns með einkunnarspjaldið sem á voru tómar 10, svo pabbi hans kaupir haglabyssu handa stráknum. himinlifandi yfir gjöfinni, fer Tony litli að sýna strákunum í hverfninu nýju byssuna sína, þangað til hann kemur til Svala Sleipa.,,Hey Svali Sleipi''segir Tony, ,,sjáðu haglabyssuna mína!'' ,,Hún er flott,'' segir Svali.
,,En ég á nýtt gullúr sem er miklu meira virði en haglabyssa…. en þú ert vinur minn svo ég skal gera þér tilboð. Úrið mitt fyrir haglabyssuna.'' Tony hugsar málið en slær svo til.
Hann fer síðan eim og sýnir pabba sínum nýja gullúrið. Pabbi hans hristir hausinn og segir: ,,Tony, Tony, Tony. Dag nokkurn áttu eftir að verða fullorðinn og finna þér konu.Og þú átt eftir að koma of snemma heim úr vinnunnu. Og þú átt eftir að koma að konunni þinni í rúminu með öðrum gaur. Hvað ætlarðu að segja Segja: ‘Hey, tíminn er búinn!’?''
————————————– ——————————
Tveir litlir krakkar eru að bíða á læknastofu og stelpan er að gráta: ,,Afhverju ertu að grenja?'' spyr strákurinn.
,,Af því að ég er að fara í blóðprufu og læknirinn ætlar að skera í puttann á mér.'' kjökrar stelpan. Þá byrjar strákurinn að háskæla. ,,Afhverju ert þú farinn að grenja?'' spyr stelpan.
Af því að ég er að fara í þvagprufu…''
———————————– ———————————
,,Góðan daginn'', sagði litla stelpam, ,,ég ætla að fá einn poka af fuglafræi.'' Afgreiðslumaðurinn svarar, ,,Já. Og hvað áttu marga fugla vina mín?'' ,,Engan enn, ég er að fara að gróðursetja!''
———————————– ———————————
Tveir litlir strákar standa og horfa út um gluggann og sjá hvar vörubíll ekur hjá með hlass aftúnþökum. ,,Þetta ætla ég að gera þegar ég verð ríkur,'' segir annar þeirra. ,,Ég ætla ekki að slá sjálfur, heldur senda grasflötina mína í klippingu.''
————————————- ——————————-
Ljóska ein ætlar að fara á ísveiðar(veiða fisk í gegnum holu í klaka). Hún kemur sér fyrir og borar holu, eftir nokkra stun heyrist rödd sem segir: ,,Það er enginn fiskur hér!'' Ljóskan færir sig soldið, borar aðra hou og byrjar aftur að veiða. Aftur heyrist rödd sem segir: ,,Það er enginn fiskur hér!!''
Ljóskan færir sig síðan enn lengra og borar aðra holu og byrjar að veiða.Enn aftur eftir nokkra stund heyris: ,,Það er enginn fiskur hér!!!'' Þá spyr ljóskan: ,,Er þettag Guð??'' Þá heyrist svarað: ,,Nei, þetta er umsjónarmaður skautahallar Reykjavíkur!''