Það var ungt par sem var mjög ástfangið sem nóttina fyrir brúðkaupið dóu
bæði sorglegum dauðdaga í bílslysi.
Þau gerðu sér grein fyrir því að þau fóru fyrir framan gullna hliðið í
fylgd Lykla Péturs. Eftir nokkrar vikur í himnaríki tók hin væntanlegi
brúðgumi Pétur afsíðis og sagði: “Lykla Pétur, unnustu mín og ég erum
alveg rosalega hamingjusöm en við söknum þess alveg rosalega að hafa ekki
fangið að halda hjúskaparheitin. Er það mögulegt fyrir fólk að giftast í
himnaríki.
Lykla Pétur leit á hann og sagði, “Mér þykir fyrir því. En ég haf aldrei
heyrt um neinn í himnaríki sem vildi fá að giftast. Ég er hræddur um að
þú verðir að tala við Guð almáttugan varðandi þetta. Ég get skaffað þér
viðtalstíma hjá honum innan tveggja vikna.
Og svo kom að settum degi og parið var leitt af varðenglunum í tignarlega
nálægð Guðs almáttugs, þar sem þau endurtóku beiðni sína . Drottinn
horfi á þau alvarlegur og sagði, “Sjáðu til, bíðið í fimm ár og ef ykkur
langar ennþá að giftast eftir þann tíma, komið þá aftur og við skulum tala
um það aftur”.
Ja, fimm ár liðu, og parið langaði ennþá alveg rosalega að giftast, kom
aftur til Guðs. Og aftur sagði Guð þeim að þau þyrftu að bíða í önnur
fimm ár áður en hann myndi íhuga umsókn þeirra.
Og loksins, komu þau fram fyrir Drottinn í þriðja skipti, tíu árum eftir
að þau báru fram bónina sína og spurðu Drottinn aftur. Í þetta skipti
svaraði Guð,”Já, þið megið giftast: Núna á laugardaginn klukkan tvö,
þetta verðu yndisleg athöfn í aðalkapellunni. Ég splæsi!”
Brúðkaupið gekk frábærlega fyrir sig, öllum gestunum fannst brúðurin líta
yndislega út. Móses kom með nokkur blóm frá Nílaróseyri og Ghandi kom í
sínum besta handofna kufli. Enn, þú gast rétt, parið var búið að vera
gift í nokkrar vikur þegar þau gerðu sér grein fyrir því að þau hefðu
gert heljarinnar mistök, þau gátu bara ekki verið gift hvort öðru.
Þannig að þau stíluðu annan tíma hjá Guði Almáttugum, í þetta skipti til
þess að vita hvort þau gætu fengið skilnað í himnaríki. Þegar Drottinn
heyrði bón þeirra, leit hann á þau og sagði,”Sjáið til, það tók okkur tíu
ár að finna prest hérna í himnaríki, hefurðu nokkra hugmynd um það hve
langan tíma það mun taka okkur að finna lögfræðing hérna