Ástralir hafa jafnan verið þekktir fyrir kaldhæðni. Hér eru nokkrar
spurningar
og svör sem birtust á upplýsingavef fyrir ferðamenn sem stefna á ferð til
Ástralíu:


SP: Er einhvern tímann rok í Ástralíu? Ég hef aldrei séð rigningu hjá ykkur
í sjónvarpinu, hvernig fara plönturnar að því að vaxa? (Bretland)

SV: Við flytjum inn fullvaxnar plöntur og sitjum svo og horfum á þær
drepast.


SP: Mun ég sjá kengúrur á vappi á götunum? (USA)

SV: Það fer eftir því hvað þú ert búinn að drekka mikið.


SP: Mig langar að ganga frá Perth til Sidney, get ég fylgt
járnbrautarteinunum? (Svíþjóð)

SV: Jú, jú, ekkert mál, það eru bara 3 þúsund mílur, taktu með þér slatta af
vatni.


SP: Það er mjög mikilvægt að ég fái lista yfir staði sem geta útvegað mér
uppstoppaðar skjaldbökur. (Ítalía)

SV: Ég held við séum ekkert að svara þessu.


SP: Eru hraðbankar í Ástralíu? Getur þú sent mér lista yfir þá í Brisbane,
Cairns, Townsville og Hervey Bay? (Bretland)

SV: Úr hverju dó seinasti þrællinn sem þú áttir?


SP: Getur þú gefið mér upplýsingar um flóðhestakappreiðar í Ástralíu? (USA)

SV: A-frí-ka er stóra þríhyrnda heimsálfan sunnan við Evrópu, Ás-tra-lía er
stóra
eyjan í miðju kyrra-hafinu og þar eru ekki… nei annars gleymdu þessu.
Flóðhestakappreiðarnar eru alltaf á þriðjudögum á Kings Kross. Komdu nakinn.


SP: Í hvaða átt er norður í Ástralíu? (USA)

SV: Horfðu í suður og snúðu þér um 90 gráður. Hringdu í okkur þegar þú ert
búinn og við sendum þér afganginn af leiðbeiningunum.


SP: Má ég koma með hnífapör til Ástralíu? (Bretland)

SV: Til hvers? Notaðu bara puttana eins og við.


SP: Getur þú sent mér tónleikaskrána fyrir Vínardrengjakórinn? (USA)

SV: Aust-ur-ríki er litla landið við hliðina á Þýskalandi…. nei annars
gleymdu þessu.
Vínardrengjakórinn kemur alltaf fram á þriðjudögum á Kings Kross beint á
eftir
flóðhestakappreiðunum. Komdu nakinn.


SP: Er hægt að fá ilmvötn í Ástralíu? (Frakkland)

SV: Nei, það er ekki skítalykt af OKKUR.


SP: Ég hef fundið upp nýja vöru sem gefur þér eilífa æsku. Getur þú bent mér
á hvar ég get selt hana í Ástralíu? (USA)

SV: Þú getur selt þetta alls staðar þar sem margir Bandaríkjamenn eru saman
komnir.


SP: Get ég notað háhælaða skó í Ástralíu? (Bretland)

SV: Þú ert breskur pólitíkus, ekki satt?


SP: Getur þú sagt mér á hvaða stöðum í Tasmaníu konur eru í minnihluta?
(Ítalía)

SV: Jebb, á hommabörum.


SP: Haldið þið upp á jólin í Ástralíu? (Frakkland)

SV: Bara á jólunum.


SP: Eru verslanir í Sidney og er hægt að fá mjólk allan ársins hring?
(Þýskaland).

SV: Nei, við erum friðsælt samfélag flækingssafnara og veiðimanna. Mjólk er
ólögleg í Ástralíu.


SP: Vinsamlegast sendu mér lista yfir alla lækna sem geta útvegað móteitur
gegn skröltormabiti. (USA)

SV: Skröltormar lifa í Am-er-íku þar sem ÞÚ býrð. Allir ástralskir snákar
eru meinlausir og eru fínir sem gæludýr.


SP: Ég er með spurningu um fræga skepnu í Ástralíu en man ekki hvað hún
heitir. Það er svona bjarndýr sem býr í trjám. (USA)

SV: Þeir eru kallaðir detti-birnir. Það er af því að þeir láta sig detta úr
trjánum ofan
á fólk og éta úr þeim heilann. Þú getur samt varist þetta með því að hella
yfir þig
mannaþvagi, þá láta þeir þig í friði ef þú ert úti að labba.


SP: Ég var í fríi í Ástralíu 1969 og mig langar að hitta stúlku sem ég var
með þá. Getur þú aðstoðað? USA)
SV: Já, ekkert mál, en þú þarft áfram að borga henni fyrir klukkutímann.


SP: Get ég talað ensku á flestum stöðum í Ástralíu? (USA)
SV: Jamm, en þú verður að læra hana fyrst.
I mean, isn't that just kick-you-in-the-crotch