Töfrafroskurinn...
Maður nokkur, sem gerður var þeim ósköpum að limur hans var um 50 cm langur, fór til læknis til að láta stytta gripinn. “Þetta er mjög flókið mál”, sagði læknirinn, “en ég þekki töfralækni sem gæti hjálpað þér”. Maðurinn fór til töfralæknisins. “Mjög erfitt mál”, sagði töfri. “En ég veit þó ráð. Í tjörninni bak við húsið er töfrafroskur. Þú verður að spyrja hann: Vilt þú giftast mér?, og í hvert skipti sem froskurinn segir ”Nei“, þá styttist þinn langi lurkur um 10 cm.” Maðurinn skundaði í hvelli bak við hús. Hann kom auga á froskinn og spyr: “Vilt þú giftast mér?” Froskurinn lítur rannsakandi á hann og segir svo fyrirlitlega: “Nei!” Maðurinn grípur um hreðjar sér og viti menn: Tröllið er orðið 10 cm styttra. “Frábært!” hugsar hann. “En apparatið er enn 40 cm langt, ég verð að spyrja froskinn aftur.” “Froskur, vilt þú giftast mér?” Froskurinn svarar aftur: “Nei!” Maðurinn finnur fyrir greinilegri hreyfingu hið neðra, og hvað kemur í ljós? Gripurinn er nú einungis 30 cm. Hann hugsar sig um augnablik: “30 cm er eiginlega heldur mikið. 20 cm væru alveg frábær stærð.” Svo hann kallar aftur: “Froskur, viltu giftast mér?” Froskurinn lítur á hann og segir svo verulega pirraður: “Hvað á ég að þurfa að segja þér það oft? NEI, NEI, NEI !!!”