10 hlutir sem karlmenn mundu aldrey segja og einn golf brandari.
10 setningar sem þú munt aldrei aldrei aaaaldrei heyra karlmann segja:
1. Ég ætla að fá mér kók. Get ég fært þér eitthvað í leiðinni?
2. Ég hafði rangt fyrir mér. Þú hafðir á réttu að standa og ég biðst
afsökunar á að hafa rifist við þig.
3. Brjóstin á henni eru aaaaalt of stór!
4. Stundum langar mig bara að láta halda utan um mig.
5. Jú, elskan mín…ég ELSKA að nota smokk.
6. Það er langt síðan við höfum farið í Kringluna. Komum endilega að
versla og ég skal geyma töskuna þína meðan þú mátar.
7. Ég er hættur að fara á völlinn með strákunum. Kúrum frekar saman og
horfum á Pretty Woman.
8. Ég held að við höfum villst. Stoppum við næstu bensínstöð og
spyrjum
til vegar.
9. Það er ekki ofsögum sagt að karlmenn séu lélegir ökumenn. Þetta
fífl
þarna gaf ekki stefnuljós!
10. Ég er fárveikur, en ég get alveg séð um mig sjálfur.
Þórhallur prestur vaknar á sunnudagsmorgni og sólin skín. Hann ákveður að í
dag ætli hann að segjast vera veikur og hann komist ekki til messu.
Svo hann hringir í annan prest og nær svo í golfsettið sitt og læðupokast
upp á golfvöll í þeirri von að enginn sjái hann. Á vellinum er ekki nokkur
maður svo ráðabrugg Þórhalls prests ætlar að ganga upp.
Uppi í Himnaríki snýr Lykla-Pétur sér að Guði og spyr: “Guð, ætlarðu að
láta vígðan manninn komast upp með þetta?” Guð horfir niður á Þórhall prest
þar sem hann slær teighöggið. Kúlan flýgur 420 metra í fallegum boga,
skoppar einu sinni á flötinni og rennur svo beina leið ofan í holuna!
Kraftaverkahögg!
Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: ,,Hversvegna í ósköpunum
léstu hann fara holu í höggi?“
Drottinn svarar: ,,Hverjum á hann að segja frá þessu?!”