Jónas og Guðmundur fóru saman í ferðalag til London með fjölskyldur sínar. Eftir að hafa verið nokkra daga í London ákváðu þeir að taka fjölskyldurnar með lest til Liverpool til að sjá leik Liverpool og Everton.
Á lestarstöðinni keypti Jónas miða handa hverjum fjölskyldumeðlim, en Guðmundur keypti bara einn. Jónas varð dálítið hissa og spurði Guðmund: \“Hvernig ætlarðu að koma allri fjölskyldunni með lestinni til Liverpool með bara einn miða?\” \“Bíddu bara og sjáðu,\” sagði Guðmundur. Nú fóru allir um borð í lestina og stuttu seinna lagði hún af stað. Allir komu sér vel fyrir og nutu ferðarinnar, en stuttu áður en lestarvörðurinn var væntanlegur stóðu Guðmundur og fjölskylda upp og tróðu sér inn á næsta klósett. Þegar lestarvörðurinn kom bankaði hann á dyrnar og kallaði \“Miða, takk!\”. Guðmundur opnaði þá smá rifu á dyrnar og rétti miðann út. Þegar vörðurinn var farinn settist fjölskyldan aftur. Þetta fannst Jónasi gott ráð og ákvað að prófa það á leiðinni til baka. Leikurinn fór eins og best var á kosið og fjölskyldurnar fóru á lestarstöðina í Liverpool til að kaupa miða. Jónas keypti bara einn miða, en hann varð forviða þegar hann sá að Guðmundur keypti engan.
\“Hvernig ætlarðu að komast alla leið til London án þess að hafa miða?\” spurði Jónas.
\“Bíddu bara og sjáðu,\” sagði Guðmundur.
Aftur komu allir sér fyrir í lestinni og stuttu áður en lestarvörðurinn kom stóðu Guðmundur og fjölskylda upp og tróðu sér inn á eitt klósettið. Jónas og fjölskylda tróðu sér þá inn á næsta klósett við. Nú leið dálítil stund, en þá kom Guðmundur út af sínu klósetti, bankaði á dyrnar hjá Jónasi og kallaði \“Miða, takk!\”
*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*- *-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Júlíus bauð mömmu sinni utan af landi í mat heim til sín í Reykjavík. Júlíus deildi íbúðinni með gullfallegri stúlku sem var líka í matarboðinu en hún hét Ágústa.
Mamma Júlla gat ekki annað en dáðst að fegurð Ágústu yfir matnum en hana hafði lengi grunað að þau væru saman en hafði samt ekki fengi staðfestingu á því. Nú varð hún ennþá forvitnari því henni fannst stúlkan svo myndarleg. ,,ÉG veit hvað þú ert að hugsa mamma\“ sagði Júlíus. ,,Við Ágústa erum ekki par. Við deilum bara íbúðinni vegna þess að leigan er svo há.\”
Um það bil viku síðan kom Ágústa að máli við Júlíus. ,,Heyrðu. Alveg síðan mamma þín var hérna þá hefur fallega sósuskeiðin, þessi úr silfrinu sem ég held sérstaklega mikið upp á, verið týnd. Heldurðu að það geti verið að mamma þín hafi tekið hana?\“ ,,Það er ekki líkt mömmu en ég skal senda henni tölvupóst og spyrja hana að þessu\” sagði Júlíus. Hann settist niður við tölvuna og skrifaði: Elsku mamma. ÉG er ekki að halda því fram að þú hafir tekið sósuskeiðina þegar þú varst hérna. Þvert á móti heldég því fram við Ágústu að þú hafir alls ekki tekið hana. En hún er búin að vera týnd síðan þú varst hérna í mat. Þinn elskandi Júlíus.
Nokkrum dögum síðar fékk Júlíus eftirfarandi tölvupóst frá mömmu sinni. Elsku sonur. Ég er ekki að segja að þú sofir hjá Ágústu. En hins vegar er það staðreynd að ef hún svæfi alltaf í sínu eigin rúmi þá væri hún löngu búin að finna sósuskeiðina. Þín móðir !!
*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-* -*-*-*-*-*-*-*-*-
Þrír predikarar - Kaþólskur prestur, Baptista prestur og Rabbíni voru að telja peningana sem hefðu verið gefnir í vikunni. Þeir voru að finna leið til að skipta peningunum jafnt milli guðs(tvær kirkjur og söfnuður gyðinga) og þeirra sjálfra(vikulegu tekjurnar).
Kaþólski presturinn stakk upp á því að hann myndi draga línu í gegnum miðja kirkjuna, kasta síðan peningunum í loftið og það sem myndi detta hægra megin við línuna ætti guð en afgangurinn færi til þeirra.
Baptista presturinn vildi frekar teikna hring í miðri kirkjunni, henda peningunum í loftið og það sem dytti inni í hringnum fengi guð og afgangurinn færi til þeirra.
Rabbíninn bað prestana tvo að fylgja sér út. Þar sagði hann við hina, hendum peningunum upp í loftið og það sem guð grípur fær hann og það sem dettur á jörðina eigum við.