Hérna eru nokkir brandarar sem eg fékk senda. Ég veit að þeir hafa komið áður eitthvað af þeim en það má reyna ………….

Heiða var 10 ára gömul og forvitin eins og aðrar stelpur á hennar
aldri.
Hún hafði stundum heyrt stærri stelpur tala um að vera með strák og
þegar hún var búin að brjóta heilann um það í nokkurn tíma, hvernig það færi
fram, fór hún til móður sinnar og spurði hana um þessa hluti. Það varð lítið
um svör hjá mömmunni, sem roðnaði bara og fór hjá sér. Í staðinn ráðlagði
hún Heiðu að fela sig bak við gluggatjöldin í herbergi stóru systur sinnar,
þegar hún kæmi heim með strák næst. Heiða gerði það og daginn eftir lýsti
hún atburðarásinni fyrir mömmu sinni.

Systa og vinur hennar sátu saman og töluðu í smástund, en þá stóð hann
upp, slökkti á flestum ljósum og fór að kyssa hana og faðma hana að
sér. Ég held að Systa hafi verið hálf lasin, því að hann fór með höndina
undir blússuna hennar, til að finna hjartað, alveg eins og læknirinn gerir,
nema hvað hann er ekki eins klár og læknirinn. Hann ætlaði aldrei að finna
hjartað í henni.

Kannski hefur hann verið eitthvað lasinn líka, því að eftir smástund
voru þau bæði farin að mása og stynja. Honum hlýtur að hafa verið kalt á
hendinni, því að hann brá henni undir pilsið hennar. En þá versnaði Systu
bara. Hún fór að andvarpa og stundi þungan. Svo engdist hún sundur og saman
og renndi sér neðar í svefnsófann. Það var þá sem hún fékk hita, því hún
sagðist vera orðin sjóðandi heit.

Loksins komst ég að því hvers vegna þau urðu svona veik. Lifandi
silungur hafði einhvern veginn komist inn undir föt stráksins. Svo stökk
silungurinn út úr buxunum hans og stóð út í loftið, ábyggilega 20 ? 25
sm langur. Ég get svarið það. Strákurinn greip utan um hann til hann slyppi
ekki burt. Þegar Systa sá hann varð hún skelfingu lostin. Hún glennti upp
augun, munnurinn seig galopinn niður og hún fór að ákalla Guð og svoleiðis.
Hún starði á fiskinn og sagðist aldrei hafa séð neinn svona stóran. Hún
ætti að sjá suma af silungunum, sem við pabbi veiddum í sumar.

En hvað um það. Systa hleypti í sig kjarki og reyndi að bíta hausinn af
fiskinum. Allt í einu heyrðist undarlegt hljóð í henni og hún lét hann
lausan. Hann hefur líklega bitið hana til baka. Þá greip hún utan um
silunginn með báðum höndum og hélt honum föstum, meðan strákurinn tók
munnkörfu eða eitthvað svoleiðis upp úr vasanum og renndi henni yfir
hausinn á kvikindinu, svo að það gæti ekki bitið hana aftur. Þá lagðist
hún á bakið og glennti sundur lappirnar til að hún gæti klemmt
silunginn saman og vinurinn hennar hjálpaði til með því að leggjast ofan á
hana þar sem hann lá milli fótanna á henni.

En silungurinn barðist upp á líf og dauða. Systa fór að kveina og veina
og strákurinn átti fullt í fangi með að halda sér ofan á henni. Ég held að
þau hafi ætlað að drepa silunginn með því að kreista hann á milli sín.

Eftir svolitla stund hættu þau að hristast til og gáfu frá sér
heilmikið andvarp. Strákurinn stóð upp og mikið rétt, hann var búinn að
drepa silunginn. Ég vissi að hann var dauður vegna þess að hann hékk
máttlaus út úr buxnaklaufinni og eitthvað af innyflunum hékk út úr honum.

Systa og strákurinn voru náttúrulega dálítið þreytt eftir bardagann, en
þegar þau voru búin að hvíla sig dálitla stund fóru þau að gæla hvort
við annað.

Hann byrjaði aftur að faðma hana og kyssa. Og svei mér þá, silungurinn
var ekki alveg dauður. Hann byrjaði að tútna út og þaut upp enn einu sinni,
svo þau fóru aftur að slást við hann. Þessir fiskar hafa ábyggilega níu líf,
eins og kettirnir.

Í þetta sinn reis Systa upp og reyndi að kála silungnum með því að
setjast ofan á hann. Eftir hálftíma baráttu tókst þeim að drepa silunginn.
Ég veit að hann var endanlega dauður, vegna þess að strákurinn fletti roðinu
af honum og henti því í klósettið.


Mamma, af hverju ertu svona skrítin í framan?

——————————————– ——————————————————- ——————————————-

Kona ein er að keyra úti í sveit seint um kvöld þegar það springur á einu dekkinu. Hún stoppar og örvæntir því hún kann ekkert að skipta um dekk og hún er lengst í burtu frá næsta bæ. Hún labbar af stað í leit að hjálp og áður en langt um líður kemur hún að gömlu niðurníddu húsi og bankar á dyrnar fegin. Gamall kall kemur til dyra og hún biður hún hann auðmjúk um hjálp. Hann segir henni að hann geti hjálpað henni með bílinn daginn eftir og að hún megi vera yfir nóttina með því skilyrði að hún láti syni hans vera. Hún lofar því, gengur í bæinn og fer að sofa. Nokkru síðar vaknar hún og er alveg að drepast úr greddu, hún laumast inn í herbergi sona mannsins og liggja þeir þar tveir og sofa. Hún vekur þá og segist ætla að kenna þeim “they way of the world” en að þeir verði að setja á sig svokallaða smokka svo hún verði ekki ófrísk. Þeir eru ekkert alltof gáfaðir og gera eins og hún segir. Þegar hún hefur svo lokið sér af lætur hún þá lofa að segja pabba sínum ekki neitt og fer aftur í sitt herbergi og sefur út nóttina. Daginn eftir hjálpar kallinn henni með bílinn og hún keyrir á brott.
40 árum síðar sitja svo bræðurnir saman á veröndinni og horfa á sólina setjast. Skyndilega segir annar þeirra: “heyrðu, mannstu eftir konunni sem kenndi okkur ”the way of the world“?” Hinn segir já. “Er þér ekki alveg sama þótt hún verði ófrísk?” spyr sá fyrri þá. Hinn segir já. “Getum við þá ekki tekið þessa smokka af okkur?!!”

—————————————– ——————————————————- ————————————————

Ver kfræðingur deyr og stendur fyrir framan gullna hliðið. St Pétur lítur í skárnar sínar og segir,
“Aha, þú ert verkfræðingur – þú ert á röngum stað.”

Svo að verkfræðingurinn fer til helvítis og fær inngöngu þar. Fljótlega varð verkfræðingurinn mjög ósáttur við aðstöðuna í helvíti, og byrjar að hanna og byggja og betrumbæta staðinn. Eftir nokkurn tíma er komið loftkæling, klósett sem hægt er að sturta, og rúllustigar, og verkfræðingurinn er orðinn nokkuð vinsæll náungi.

Einn daginn, hringir Guð í Satan og spyr hæðnislega, “Jæja, hvernig gengur þarna niðri í helvíti?”

Satan svarar, “Hey, það gengur bara ljómandi vel. Við erum komin með loftkælingu og klósett sem hægt er að sturta, og þessa fínu rúllustiga, og það er aldrei að vita upp á hverju verkfræðingurinn tekur á næst.”

Guð svarar, “Ha??? Fékkst þú verkfræðing? Það er mistök – Hann hefur aldrei átt að fara til helvítis; sendu hann hingað upp.”

Satan segir, “Ekki séns gamli minn. Það er fínt að hafa verkfræðing í starfsliði mínu og ég ætla því að halda honum.”

Guð segir, “Sendu hann aftur hingað upp eða ég fer í mál við þig.”

Satan hlær alveg rosalega og svarar, “Yeah right. Og hvar ætlar þú að fá
lögfræðing?”


———————————- ——————————————————- —————————————————-



Gamall Frakki gerir sér grein fyrir því dag einn að dagar hans fara að verða taldir og það sé kominn tími til að hann játi syndir sínar fyrir presti.
Hann fer til prests og byrjar að játa, “faðir, á meðan að seinni heimstyrjöldin stóð yfir leifði ég gyðinga stelpu að fela sig uppi á háalofti fyrir Þjóðverjunum”.
“Sonur sæll, þetta er ekkert sem að þú þarft að játa fyrir mér, óttastu eigi guð verður mjög ánægður með þig.” Svara presturinn.
Maðurinn segir þá “Sjáðu til faðir, það er aðeins meira, ég sagði við hana að í skiptum fyrir felustaðinn yrði hún að borga með kynlífi.”
“Láttu það ekki angra þig, ef að Þjóðverjarnir hefðu komist að því að þú værir að fela hana hefðu þeir drepið þig líka, guð sér að undir þessum kringumstæðum var þetta lítið gjald fyrir stúlkuna að borga.”
“Þakka þér fyrir faðir, mér líður mun betur nú þegar að ég hef sagt einhverjum frá þessu, það er samt eitt enn.”
“Já sonur sæll, hvað er það?”
“Heldurðu að ég ætti ekki að segja henni að stríðið sé búið?”

——————————————– ——————————————————- ——————————————–

Einu sinni sagði Siggi við Gumma: Veistu hvað það er til eitthvað stórt leyndarmál sem allt fullorðið fólk á. Gummi varð mjög forvitinn við þetta og ákvað að prufa það á mömmu sinni.
Gummi: “Heyrðu mamma ég veit stóra leyndarmálið”
Mamma: “Ha er það… Ef þú segir pabba þínum það ekki skal ég gefa þér 1000 kr.
Gummi varð mjög ánægður og sagði strax já.
Næst sagði hann við pabba sinn ”Ég veit stóra leyndarmálið“
Pabbi hans fékk hálfgert sjokk og ussaði á hann og sagði lágt ”Ef þú segir ekki mömmu þinni skal ég gefa þér 2000 kr.
Nú varð Gummi mjög ákafur í að segja þetta við einhvern annan fullorðinn og hljóp að póstmanninum og segir “Ég veit stóra leyndarmálið”. Pósturinn verður dálítið hissa en leggur svo frá sér pokann og segir “KOMDU ÞÁ OG FAÐMAÐU HANN PABBA ÞINN !!!

———————————————— ——————————————————- —————————————–

Tveir sveitalubbar að norðan, Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur.

Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði.

”Hvað er rökfræði?“ spyr Jói.

Námsráðgjafinn svarar: ”Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?“

”Hana á ég,“ svarar Jói.

”Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð,“ svarar
námsráðgjafinn.

”Mjög gott,“ segir Jói hrifinn.

Námsráðgjafinn hélt áfram, ”rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús.“

Yfir sig hrifinn hrópar Jói: ”FRÁBÆRT!“

”Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu.“

”Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!“

”Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður,“ segir námsráðgjafinn.

”Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði.“

Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá.

”Hvaða fög tekurðu?“ spyr Siggi.

”Stærðfræði, sögu og rökfræði,“ svarar Jói.

”Hvað í veröldinni er rökfræði?“ spyr Siggi.

”Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?“ spyr Jói.

”Nei.“

”Þú ert hommi er það ekki?“


—————————————— ——————————————————- ———————————————–


Jó nas vinur okkar, væskillinn sem hann er, ákvað að reyna að finna sér starf þar sem hann þyrfti ekki að lenda í útistöðum við fólk, því útistöður er það versta sem 50 kílóa rindill veit. Að lokum fann hann sér starf sem strætóbílstjóri, því hann var viss um að strætóbílstjórar þyrftu aldrei að stæla við farþegana.

Allt gekk að óskum í dáldinn tíma og Jónas var hamingjusamur í nýja starfinu. Þá gerðist það einn daginn þegar hann stoppaði við stoppistöð í Norðurbænum að inn kom svakalegur risi, yfir tveir metrar á hæð, með axlir upp á Akranes og handleggi og læri sem ekkert málband náði utanum. Hann ruddist inn í vagninn, starði á Jónas, greyið, og baulaði: JÓN TRÖLL BORGAR EKKI!! Síðan strunsaði hann framhjá Jónasi og settist aftast í vagninn.

Jónas var frekar svektur yfir þessari niðurlægingu, en hvað gat hann gert? Jón þessi gnæfði yfir hann eins og Öræfajökull yfir nærliggjandi sveitir og hann hefði líkast til brotið hann í tvennt ef hann hefði æmt eða skræmt.

Daginn eftir kom sami náunginn inn á sömu stoppistöð og tók aftur fram með beljandi rödd: JÓN TRÖLL BORGAR EKKI!! Og síðan settist hann aftast. Jónas skammaðist sín mikið, en aðhafðist ekkert. Nú ákvað hann, hins vegar, að tími væri kominn til að gera eitthvað róttækt.

Þegar Jónas kom heim til sín hringdi hann í forstjóra strætisvagnanna og fékk hjá honum þriggja mánaða frí. Síðan hringdi hann í heilsuræktina og pantaði þriggja mánaða massaprógram.

Nú tóku við erfiðir þrír mánuðir undir stjórn hörðustu þjálfara á staðnum. Jónas byggði sig upp, tróð í sig fæðubótarefnum og vöðvastyrkjandi vítamínum daginn út og daginn inn, þjálfaði vöðvana frá toppi ofan í tá, lærði Karate, Júdó og hnefaleika – varð, í einu orði sagt, Jón-tröll-étandi ruðningsmaskína.

Fyrsta daginn aftur í vinnunni kom Jón tröll upp í vagninn og viðhafði sín venjulegu ummæli: JÓN TRÖLL BORGAR EKKI!!

En í þetta sinn stökk okkar maður upp, tók í hálsmálið á Jóni Trölli og öskraði á móti: AF HVERJU Í ANDSKOTANUM EKKI???!!!

Jón tröll setti upp furðusvip og svaraði: Jón Tröll er með strætókort.


————————————– ——————————————————- —————————————————




Kona segir við manninn sinn að hún vilji
fara í brjóstastækkun. Maðurinn hennar segir þá,
”ég veit hvernig þú getur stækkað á þér brjóstin
ókeypis og án þess að þurfa skurðaðgerð.“
Konan spyr þá, ”hvernig fer ég að því?“
”Nuddaðu bara klósettpappír milli brjóstanna
á þér,“ svaraði maðurinn.
Hissa á svipinn spyr konan, ”hvernig stækkar
það á mér brjóstin?“
”ég veit það ekki,“ svarar kallinn,
”það virkaði alla vega á rassinn á þér.“



—————————————– ——————————————————- ————————-



Jón var á síðasta degi á hóteli úti á landi,
alltí einu þurfti hann nauðsynlega að skíta.
Klósettið í herberginu hans hafði brotnað í
smá teiti sem hann hafði haldið kvöldið áður
þannig að hann hljóp niður í andyri til
að nota klósettið þar, en nú voru góð ráð dýr,
klósettið þar var upptekið og hann fann að hann
hafði u.þ.b. 10-15 sekúndur þangað til að hann
einfaldlega skiti í buxurnar, þannig að hann
brá á það ráð að hlaupa upp í herbergi,
reif pottblóm sem að stóð við dyrnar upp úr
pottinum og skeit í pottinn.
Þegar að hann var búinn skellti hann blóminu
bara yfir allt saman, skráði sig út og dreif
sig í burtu.
Viku seinna fékk hann bréf frá hótelinu sem
að var svo hljóðandi:
”Kæri hr. Jón…. Við getum alveg gleymt öllu…
segðu okkur bara, hvar hann er?“


——————————————– ——————————————————- ———————————————

Heilbr iðgðis ráðherra Breta var eitt sinn í formlegri heimsók á geðsjúkra húsi. Hann gekk þarna um gangana og heilsaði upp á starfsfólk og sjúklinga. Hann gengur upp að manni sem virðist vera að dripla ósýnilegum bolta, stekkur upp og skýtur. Fagnar síðan gríðarlega líkt og hann hafi tryggt Englandi heimsmeistaratitilinn.
Ráðherran kastar kveðju á manninn og spyr hann hvað hann ætli að gera þegar hann verði útskrifaður.
”I'll be an NBA player“ svara sjúklingurinn. Ráðherra labbar aðeins meir og sér mann standa líkt og hann sé með golfkylfu í höndunum. Hann lyftir höndunum og slær, síðan fagnar hann gríðarlega og hrópar ”Hole in one, hole in one!!!!!“ Ráðherra spyr hann hvað hann ætli að gera þegar hann útskrifist. ”I'm going to win Tiger Woods on US open“ svara sjúklingurinn. Ráðherra brosir og óskar manninum alls hins besta. Síðan kemur hann upp að öðrum manni sem er búin að troða hnetu hálfaleið inn í inn í þvargrásina og fróar sér af miklum krafti. Kallinn stoppar þegar hann sér ráðherrann og brosir. Ráðherra spyr hann hvað hann ætli að gera þegar hann verði útskifaður. ”Me, they'll never sign me out of here, I'm fucking nuts……

—————————————– ——————————————————- ————————————-

Konur sem keyra.

Þegar ég var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar og þar var kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogann á stýrinu.

Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var bíllinn hennar á
leiðinni yfir á mína akrein og samt hélt hún áfram að mála sig eins og ekkert sjálfsagðara.

Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna sem ég hélt á í vinstri hendinni.

Í panikkinu við að afstýra árekstri við konuhelvítið og ná stjórn á bílnum sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á milli fótanna.
Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn Langa og tvíburana tvo. Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna úr munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan og ég missti af mikilvægu símtali!

Hvað er að þessum #%&!$# kellingum!