Síðasta vetur, þegar hráslagalegt hafði verið um hríð, ákváðu hjón ein að flýja vetur konung í viku og pöntuðu sér ferð suður í höf. Þannig atvikaðist að konan þurfti að fljúga degi síðar en ætlað var en eiginmaðurinn flaug á undan..
Þegar kallinn er kominn á hótelið rífur hann upp ferðatölvuna og skrifar strax bréf til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í adressunni og lenti bréfið hjá ekkju einni sem nýbúinn var að jarðsetja sinn heittelskaða. Ekkjan sem rétt var búin að jafna sig eftir athöfnina, var í þann mund að líta eftir samúðarkveðjum þegar bréfið barst……
Þegar sonur ekkjunnar kom heim lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og þetta stóð ritað á skjáinn:
Til: Konu minnar sem eftir var
Frá: Manninum þínum sem fór á undan
Efni: Er kominn á áfangastað
Elskan,
Er kominn heill á húfi. Er búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju. Ástarkveðjur,
Þinn eiginmaður.
P.S. Fjandi heitt hérna niður frá
-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*- *-*-*-*-*-*-*-*
Þrjár konur lentu saman í bílslysi og dóu allar og fóru saman til
himna. Þar tók Lykla-Pétur á móti þeim og sagði: Við höfum bara eina
reglu hér og hún er sú að það er bannað að stíga á endurnar. Síðan
fengu þær að fara inn um himnahliðið og það voru endur út um allt. Það
var næstum ómögulegt að stíga ekki ofan á einhverja þeirra og þó þær
pössuðu sig eins vel og þær gátu fór svo að ein þeirra steig ofan á
eina öndina. Um leið kom Lykla-Pétur með þann ljótasta mann sem hún
hafði augum litið. Lykla-Pétur hlekkjaði þau saman og sagði: Refsing
þín fyrir að stíga ofan á önd er sú að þú verður hlekkjuð við þennan
mann að eilífu. Daginn eftir lendir kona númer tvö í því að stíga ofan
á önd og um leið birtist Lykla-Pétur með annan skelfilega ljótan mann
og hlekkir þau saman með sömu ummælunum. Þriðja konan sem hafði fylgst
með þessu öllu og vildi alls ekki lenda í því sama og þær, passaði sig
alveg sérstaklega hvar hún steig niður. Henni tókst að þrauka mánuðum
saman en einn daginn kom Lykla-Pétur með þann fallegast mann sem hún
hafði séð. Löng augnhár, massaður, grannur og allur pakkinn !!!
Hin heppna kona stundi: Ekki veit ég hvað ég gerði til að verðskulda að
vera hlekkjuð við þig um alla eilífð.
Fallegi maðurinn svaraði: Ég veit ekki um þig en ég steig á önd !!!