Hlutir sem hafa í raun og veru verið sagðir í réttarsal.
Þetta er copy/paste af einhverri brandarasíðu, man ekki hverri.
Ég þýddi þetta yfir á ísl. en sumt var bara fyndið á ensku svo að ég sleppti því. Ef einhver óskar þess get ég síðan sent þetta inn á ensku (alltsaman þá)!
Vonandi skemmtið þið ykkur vel..
——————————————– ———————–
Sp: Hver er fæðingardagur þinn?
Sv: 15. Júlí
Sp. Hvaða ár?
Sv: Hvert ár.
———————————————— ——————-
Sp: Hefur þessi sjúkdómur þinn einhver áhrif á minni þitt?
Sv: Já.
Sp: Og hvaða áhrif eru það?
Sv: Ég gleymi hlutum.
Sp: Þú gleymir hlutum. Getur þú gefið okkur dæmi um eitthvað sem þú hefur gleymt?
—————————————— ————————-
Sp: Hversu gamall er sonur þinn, sá sem býr með þér.
Sv: Þrjátíu-og-átta eða þrjátíu-og-fimm, man ekki hvort.
Sp: Hversu lengi hefur hann búið með þér?
Sv: Fjörtutíu-og-fimm ár.
———————————————— ——————-
Sp: Hvað var það fyrsta sem maðurinn þinn sagði við þig þegar hann vaknaði þennan morgun?
Sv: Hann sagði: “Hvar er ég Cathy?”
Sp: Og hvers vegna kom það þér í uppnám?
Sv: Ég heiti Susan.
——————————————— ———————-
Sp: Hver er greindarvísitalan þín, herra?
Sv: Ja, ég sé alveg ágætlega, held ég.
———————————————— ——————-
Sp: Bléstu í lúðurinn þinn eða eitthvað?
Sv: Eftir slysið?
Sp: Fyrir slysið.
Sv: Já, ég spilaði á hann í tíu ár. Ég fór meiraðsegja í skóla út af því.
———————————————– ——————–
Sp: Þegar þú stoppaðir ákærða, lögreglustjóri, voru rauðu og bláu ljósin þín í gangi?
Sv: Já.
Sp: Sagði ákærði eitthvað þegar hún kom út úr bílnum?
Sv: Já, herra.
Sp: Hvað sagði hún?
Sv: ‘Á hvaða diskóteki er ég?’
———————————————– ——————–
Sp: Jæja læknir, er það ekki satt að þegar einstaklingur deyr í svefni veit hann ekki um það fyrr en morguninn eftir?
——————————————— ———————-
Sp: Yngsti sonur þinn, þessi tuttugu-og-tveggja ára, hversu gamall er hann?
———————————————- ———————
Sp: Varstu á staðnum þegar myndin af þér var tekin?
——————————————— ———————-
Sp: Hvort varst það þú eða yngri bróðir þinn sem var drepinn í stríðinu?
—————————————— ————————-
Sp: Drap hann þig?
———————————————– ——————–
Sp: Hversu langt í burtu frá hvor öðrum voru bílarnir þegar áreksturinn varð?
———————————————- ———————
Sp: Þú varst þarna þangað til þú fórst, er það rétt?
———————————————- ———————
Sp: Hversu oft hefur þú framið sjálfsmorð?
—————————————- —————————
Sp: Svo að barnið var getið þann 8. Ágúst?
Sv: Já.
Sp: Og hvað varst þú að gera þá?
————————————————— —————-
Sp: Er það rétt að hún átti þrjú börn?
Sv: Já.
Sp: Hversu mörg þeirra voru drengir?
Sv: Ekkert.
Sp: Átti hún einhverjar stúlkur?
——————————————- ————————
Sp: Þú sagðir að þessar tröppur hafi gengið niður í kjallarann?
Sv: Já.
Sp: Og þessar tröppur, gengu þær líka upp?
———————————————– ——————–
Sp: Þú fórst í frekar margbrotna brúðkaupsferð, er ekki svo, herra Slatery?
Sv: Ég fór til Evrópu, herra.
Sp: Og fór nýja konan þín með þér?
———————————————– ——————–
Sp: Hvernig endaði fyrsta hjónaband þitt?
Sv: Með andláti.
Sp: Og hver lést?
———————————————- ———————
Sp: Getur þú lýst einstaklingnum?
Sv: Hann var meðalhár og með skegg.
Sp: Hvort var þetta karl eða kona?
———————————————- ———————
Sp: Er framkoma yðar hérna í samræmi við brottvikningartilkynninguna sem ég sendi lögmanni þínum?
Sv: Nei, ég er vanalega svona klædd í vinnunni.
—————————————— ————————-
Sp: Hversu margar krufningar hefur þú gert á látnu fólki, læknir?
Sv: Allar krufningar sem ég hef gert hafa verið gerðar á látnu fólki.
——————————————— ———————-
Sp: Manstu hvenær þú rannsakaðir líkið?
Sv: Krufningin hófst um hálf níu leytið.
Sp: Og var herra Dennington látinn þá?
Sv: Nei, hann sat á borðinu og furðaði sig á því að ég væri að kryfja hann.
————————————————— —————-
Sp: Ert þú hæfur til að láta taka þvagsýni úr þér?
———————————————– ——————–
Sp: Áður en þú framkvæmdir krufninguna, læknir, athugaðir þú púlsinn?
Sv: Nei.
Sp: Athugaðir þú blóðþrýstinginn?
Sv: Nei.
Sp: Athugaðir þú öndunina?
Sv: Nei.
Sp: Þannig að sjúklingurinn gæti hafa verið lifandi þegar þú byrjaðir krufninguna?
Sv: Nei.
Sp: Hvernig geturðu verið svona viss um það, læknir?
Sv: Því að heili sjúklingsins lá í krukku á borðinu mínu.
Sp: Getur sjúklingurinn ekki hafa verið á lífi samt sem áður?
Sv: Það er auðvitað möguleiki á að hann hafi verið lifandi og stundi nú lögfræði einhversstaðar.
———————————— ——————————-
Ég hafði allavega gaman af þessu!
Kv. stinkytoe