Ungur maður var ráfandi um, týndur í skógi, þegar hann kom að
litlu húsi. Hann bankar á dyrnar og til dyra kemur gamall
kínverskur maður með sítt grátt skegg.
Ungi maðurinn spyr, “Ég er týndur, get ég fengið herbergi hjá
þér í nótt?”
“Að sjálfsögðu” svaraði gamli karlinn, “En með einu Skilyrði. Ef þú
svo mikið sem leggur fingur á dóttur mína mun ég beita á þig þremur
verstu kínversku pyntingaraðferðum sem vitað er um.”
“Ekkert mál” svaraði ungi maðurinn sem hugsaði með sér að hún væri
líklega komin vel á efri ár og gekk inn í húsið.
Um kvöldmat, kom dóttirin niður stigann. Hún var Ung, Falleg og var með alveg Stórkostlegan líkama. Hún laðaðist greinilega að unga mannininum líka, þar sem hún gat ekki haft augun af honum á meðan kvöldmatnum stóð. Ungi maðurinn man þó eftir Viðvörun gamla karlsins og lét sem hann sæi hana ekki og fór svo einn að sofa.
Um nóttina Gat hann ekki hamið sig og laumaði sér inn
í herbergið hennar til að eiga með henni ástríðufulla nótt. Í dögun, skreið hann hljóðlega aftur inn í herbergið sitt, útkeyrður en sáttur.
Hann vaknaði við mikinn þrýsting á brjóstkassanum. Þegar hann opnaði augun sá stórann stein ofan á sér og á honum var miði sem á
stóð:
“Kínversk pyntingaraðferð 1: Stór steinn á brjóstkassa.
”Nú, þetta var auðvelt“ hugsaði hann með sér, ”Ef þetta er það versta sem gamli karlinn getur gert, þá þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur.“ Því næst lyfti ungi maðurinn steininum, gekk að glugganum og henti honum út, um leið og hann sleppti honum, tók hann eftir miða sem á stóð:
”Kínversk pyntingaraðferð 2: Steinn bundinn við vinstra eista.“
í algjöru panic kasti leit hann niður og sá að reipið var alveg að fara herpast. Hugsandi með sér að nokkur brotin bein væru betri en gelding, stökk hann á eftir hnullungnum. Akkurat þegar hann var að falla til jarðar sá hann stórt skilti sem á stóð:
”Kínversk pyntingaraðferð 3: Hægra eista bundið við rúmgaflinn.“
Heimspkeingur, stærðfræðingur og Sibbi lúði dóu. Á móti þeim
tók Kölski.
”Því miður strákar mínir er himnaríki troðfullt í augnablikinu og
einungis eitt pláss eftir þar. Til þess að ákveða hver ykkar fer
þangað ætla ég að biðja ykkur hvern og einn um að leggja fyrir
mig spurningu og ef ég get svarað henni þá farið þið til Helvítis
en ef ég get ekki svarað henni þá farið þið til Himna.“ Allir voru
samþykkir þessu.
Heimspekingurinn spurði Kölska: ”Hvert rita Sókratesar
inniheldur yfirgripsmesta textann um heimspeki?“
Kölski smellti fingrunum og í því birtist bók fyrir framan hann.
Hann rétti heimspekingnum bókina sem samþykkti að þetta
væri rétta bókin.
”Farðu þá til Helvítis“ sagði Kölski og smellti fingrunum.
Stærðfræðingurinn ákvað að vera næstur og spurði Kölska hver
væri erfiðasta stærðfræðiformúla í heimi. Aftur smellti Kölski
fingrunum og enn önnur bók birtist. Hann rétti
stærðfræðingnum bókina sem samþykkti með semingi að bókin
innihéldi erfiðustu særðfræðiformúluna í heiminum.
Enn og aftur smellti Kölski fingrunum og stærðfræðingurinn
hvarf til Helvítis.
Nú er komið að Sibba lúða.
Hann biður Kölska um stól. Kölski kemur með stól.
Sibbi lúði biður Kölska um að bora nokkur göt í setuna á
stólnum. Hann gerir það.
Nú sest Sibbi lúði á stólinn og rekur rosalega við. Hann spyr
Kölska: ”Út um hvaða gat kom prumpið?“
Kölski svarar um leið að það hafi verið 3ja gat frá hægri.
”Vitlaust“ sagði Sibbi lúði, ”það kom út úr rassgatinu á mér!"
Sibbi lúði komst til Himna.