Þetta eru nú skrítnar staðreyndir…en sannar! ;)
TYPEWRITER er lengsta orðið sem er hægt að skrifa með bara einni línu á lyklaborðinu.
Marilyn Monroe var með sex tær á vinstri fæti.
Árlega deyja um 100 manns af völdum kúlupenna.
Þegar Coca Cola kom fyrst, þá innihélt það kókaín og var grænt á litinn.
40% af hagnaði McDonald's fæst með sölu barnaboxa.
Það eru meiri líkur á að þú munir deyja af völdum korktappa úr freyðivínsflösku en af köngulóarbiti.
Bandarísk flugfélög týna samtals 200 töskum á meðaldegi.
Yngsti páfi sögunnar var 11 ára.
Mest notaða lykilorð í sögu upplýsingatækninnar er “password”.
Kengúrur geta ekki gengið aftur á bak.
Fiðrildi finna bragð með fótunum.
Þegar maður hnerrar þá þenst munnurinn á manni út á yfir 1000 km hraða.
Flær geta stokkið 350-falda lengd sína. Fyrir mann væri það eins og að stökkva yfir heilan fótboltavöll.
Á meðaldegi slasast 40 manns á trampolíni.
Í flestum klukkuauglýsingum er klukkan 10:10.
Það eru 1.792 þrep í stiganum í Eiffel turninum.
Búnaðurinn sem notaður er á flugmóðurskipum til að koma flugvélunum í loftið gæti fleygt vörubíl tvo kílómetra.
MTV fór fyrst í loftið á miðnætti þann fyrsta águst 1981. Fyrsta myndbandið var “Video Killed the Radio Star” með Buggles.
Hægra lunga mannsins getur geymt meira loft en vinstra lungað.
Risakolkrabbar hafa stærstu augu í heimi.
Í Los Angeles eru fleiri bílar en íbúar.
Aðeins 55% Bandaríkjamanna vita að sólin er stjarna.
Á Nýja Sjálandi eru um 70 milljónir kinda en 4 milljónir manna.
Lengsta eins atkvæðis orðið í ensku er “screeched”.
Sumar tegundir af gervirjóma eru eldfimar.
Efnablandan í dýnamíti inniheldur meðal annars hnetur.
Það er til PEZ með kaffibragði.
Þrjár stærstu blaðaútgáfur heims eru Rússneskar.
Stærstu korktappaframleiðsluríki heims eru Spánn, Portúgal og Algeria.
Á löglegri golfkúlu eru 336 dældir.
Nútímamaðurinn hefur minni heila en Neanderdalsmaðurinn hafði.
Græna kortið, sem Útlendingaeftiriltið í Bandaríkjunum gefur út, hefur ekki verið grænt síðan 1964.
Bandaríkjamenn borða yfir 7 hektara af Pizzum á dag.
Kattahland glóir í blacklight.
Meðalmaðurinn er 7 mínútur að sofna á kvöldin.
Meðalmaður hlær 15 sinnum á dag.
Konur blikka augunum nærri tvöfalt oftar en karlmenn.
Kettir hafa 32 vöðva í hvoru eyra.
Á World Trade Center voru 43.600 gluggar.
Krókódílar geta hvorki hreyft tunguna né tuggið. Meltingarkerfi þeirra getur þó melt stálnagla.
Fjórðungur Bandaríkjamanna vita ekki í hvaða stjörnumerki þeir eru.
68% Bandaríkjamanna sem horfa á auglýsingar frá örgjörvaframleiðendum halda að betri örgjörvi auki hraðann á internettengingu þeirra. Það er rangt.
Í Ohio er ólöglegt að veiða mýs án veiðileyfis
Ein af hverjum 3 kúm í Bandaríkjunum enda sem McDonalds hamborgarar.
Einn af hverjum 2.000.000.000 jarðarbúum nær 116 ára aldri
70% Bandaríkjamanna hafa komið í Disney World
Fyrsti eigandi Marlboro sígarettuverksmiðjanna dó úr lungnakrabba.
Stærsti skóli heims er barnaskóli á Filippseyjum. Þar eru um 25.000 nemendur.
Allar klukkur í myndinni Pulp Fiction eru alltaf stilltar á 4:20.
Meirihluti alls ryks í heimahúsum er myndað úr dauðu skinni.
40% kvenna hafa fleygt skófatnaði í karlmenn.
Á fjórða áratug nítjándu aldar var tómatsósa seld sem meðal.
Það er hlutfallslega meira af óbyggðum svæðum í N-Ameríku en Afríku.
Langa sms hljóðið í Nokia farsímum er morse kóði sem merkir “SMS” (··· – ···)
Minnsta leðurblaka í heimi vegur minna en tíkall.
Það eru fleiri kjúklingar en menn í heiminum.
Ef gullfiskur er hafður í myrkri þá verður hann á endanum hvítur.
Í New York eru 25% líkur á hvítum jólum
Annar hver unglingspiltur vill frekar vera ríkur en klár.
Einn af hverjum 4 Bandaríkjamönnum hafa sést í sjónvarpinu.
Í Ástralíu eru um 150 milljónir kinda en 17 milljónir manna.
Meðalmaður ýtir þrisvar sinnum á “snooze” takkann á vekjaraklukkunni sinni á hverjum morgni.
Mikki mús fékk yfir 800.000 aðdáendabréf árið 1933.
Tveir af hverjum 5 jarðarbúum búa á Indlandi eða í Kína
Kettir geta myndað yfir 100 mismunandi hljóð.
Það eru að meðaltali 178 sesamfræ á einum Big Mac
Það er ólöglegt að fara yfir landamæri Minnesota með önd á hausnum.
Meðalmaður í vestrænum ríkjum flytur á sjö ára fresti.
Maður brennir 150 kaloríum á klukkustund við að berja hausnum í vegg.
Í Carnegie Mellon háskólanum er boðið upp á sekkjapípuleik sem aðalfag.
Einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum hafa einhverntíma unnið fyrir McDonalds.
Háskólinn í Calgary býður upp á 2ja daga námskeið í byggingu snjóhúsa.
Meðalbarn notar 730 mismunandi vaxliti fyrir 10 ára aldur.
Fyrirmyndin að fyrstu skíðalyftu í heimi var tæki sem hleður bönunum í flutningaskip.
7% Bandaríkjamanna segjast borða á McDonalds á hverjum degi.
Ísbirnir eru örvhentir
Meiri ljós háralitur er seldur í Dallas en nokkri annarri borg.
Andrés Önd var bannaður í Finnlandi því hann gekk ekki í buxum. Andrés er önd.
Á hverju ári deyja um 13 manns með því að verða undir sjálfsala.
Flestir Amerískir bílar flauta í tóninum F.
Stærsti rúllustigi í heimi tilheyrir Leningrad lestakerfinu í rússlandi og er hæðarmunurinn 60 metrar.
Blár er uppáhaldslitur 80% bandaríkjamanna.
Í Kaliforníu hafa verið gefin út 6 ökuskírteini á nafnið Jesus Christ.
Það er ekki hægt að hnerra með opin augun.
Átjánda þekktasta lykt í heiminum er lyktin af vaxlitum.
Reykingar eru vinsælasta umfangsefni tölfræðirannsókna.
Winston Churchill fæddist á dansleik
Flugfélagið American Airlines sparaði 40.000 bandaríkjadali á árinu 1987 með því að sleppa einni ólífu úr hverju salati sem var borið fram á fyrsta farrými.
10% af tekjum rússneska ríkisins fást með vodkasölu
Fyrsta vörutegundin til að vera strikamerkt var Wrigleys tyggjó.
Mörgæsir geta stokkið 2 metra upp í loftið.
Sumar tannkremstegundir innihalda frostlög.
Á hverju ári slasast um 8.000 manns af völdum tannstönglanotkunar.
Ef Bandaríkjamenn myndu minnka kjötneyslu sína um 10% og sparnaðinum yrði varið í hrísgrjón og sojabaunir þá myndi það duga til að brauðfæða 60 milljón manns, sem er fjöldi þeirra sem deyja úr hungri árlega.
Kakkalakkar geta lifað í 9 daga afhöfðaðir en eftir það deyja þeir úr hungri.
Í hverjum þætti af Seinfeld má sjá orðið “Superman” og/eða mynd af ofurhetjunni.
Sum ljón hafa mök meira en 50 sinnum á dag.
Helmingur jarðarbúa er innan við 25 ára.
Snigill getur sofið í þrjú ár samfellt.
Örbylgjuofninn var fundinn upp þegar vísindamaður gekk fram hjá radarsendi og súkkulaðistykki bráðnaði í buxnavasnum hans.
Ef monopoly er spilaður án þess að neinn leikmaður kaupi neitt þá endar leikurinn á því að bankinn fer á hausinn.
Móðir Adolfs Hitlers hafði velt því alvarlega fyrir sér að láta eyða fóstrinu en læknirinn fékk hana til að hætta við.
Á þriggja mínútna fresti er tilkynnt um fljúgandi furðuhluti. Líklegast er að sjá þá í júlí, klukkan 3 að nóttu eða 9 að kvöldi.
Mohammed er algengasta nafn í heimi
Það eru 1.575 þrep í stiganum upp að efstu hæð Empire State byggingarinnar.
Maður brennir fleiri kaloríum sofandi en horfandi á sjónvarp.
Karlmenn geta lesið smærra letur en konur, en þær heyra betur.
7% Bandaríkjamanna halda að Elvis sé enn á lífi.
Franskar kartöflur spanna þriðjung af kartöflusölu í heiminum.
Flest innbrot í hótelherbergi eru framin á annari til sautjándu hæð.
Ostrur hafa stærri augu en heila.
Enginn fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1972.
Líkurnar á því að verða fyrir eldingu einhverntíma á ævinni eru 1 á móti 600.000.