Jónas og Guðmundur voru úti að höggva eldivið og Guðmundur hjó af sér annan handlegginn.
Jónas vafði handlegginn í plastpoka og fór með hann og Guðmund til næsta skurðlæknis. Skurðlæknirinn sagði „Þetta er þinn happadagur! Ég er sérfræðingur í að græða limi á aftur. Komdu aftur eftir fjóra klukkutíma.“
Jónas kom aftur eftir fjóra tíma til að ná í vin sinn, en þá sagði skurðlæknirinn „Þetta tók styttri tíma en ég bjóst við. Guðmundur er núna niðri á hverfiskránni að fá sér sopa.“ Jónas fór á krána og þar var Guðmundur að súpa öl og kasta pílum.
Nokkrum vikum síðar voru Jónas og Guðmundur aftur að höggva við og Guðmundur, klaufinn sem hann er, hjó af sér annan fótinn. Jónas pakkaði fætinum inn í plastpoka og fór með hann og Guðmund til læknisins. Læknirinn sagði „Fætur eru erfiðari. Komdu aftur eftir sex tíma.“
Guðmundur að spila fótbolta eins og ekkert hefði í skorist.
Jónas kom aftur eftir sex tíma, en þá tók læknirinn á móti honum og sagði „Ég var fljótari að þessu en ég bjóst við. Guðmundur er úti á fórboltavelli.“ Jónas fór út á fótboltavöll og þar var
Nokkrum vikum seinna varð Guðmundur fyrir hræðilegu slysi þegar hann hjó af sér höfuðið. Jónas setti höfuðið í plastpoka og fór með það og Guðmund sjálfan til læknisins. Læknirinn sagði. “Ja, höfuð eru sérlega erfið, en ég get alveg reynt. Komdu aftur eftir tólf tíma.“
Jónas kom aftur eftir tólf tíma og læknirinn sagði „Því miður, ég verð að tilkynna þér að Guðmundur dó.“
„Já, ég skil,“ sagði Jónas. „Höfuð eru sérlega erfið.“
Læknirinn sagði „Nei-nei, það er ekki það. Skurðaðgerðin heppnaðist fullkomlega og mér tókst að tengja höfuðið við líkamann eins og ekkert væri. Guðmundur kafnaði í plastpokanum!“
-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*- *-*-*-*-*-*-*-*
Kona hittir mjög aðlaðandi mann á bar. Þau tala saman, ná mjög vel saman og enda á því að fara heim saman.
Þau fara heim til hans og hann sýnir henni íbúð sína. Hún tekur eftir því að svenfherbergi hans er alveg troðfullt af böngsum. Hundruðir lítilla bangsa á hillu nálægt gólfi sem nær yfir allt herbergið, aðeins stærri á hillu sem er aðeins ofar og risabangsar á efstu hillunni.
Hún átti mjög erfitt með að skilja þessa miklu söfnunaráráttu á böngsum en ákveður að spyrja hans einskis.
Hún snýr sér að honum, þau kyssast…rífa fötin af hvort öðru og gera það. Eftir mjög góða nótt fulla af ástríðu og þau liggja hlið við hlið, snýr konan sér við og spyr: “Jæja.. hvernig var??!
Þá svarar maðurinn..”Þú mátt velja þér verðlaun af neðstu hillunni“
-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*- *-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*
Læknirinn: Hvað mundu þér finnast ef ég mundi höggva af þér eyrað?
Maðurinn: Það væri hræðilegt!
Læknirinn: En hvað finndist þér ef ég mundi höggva af þér bæði eyrun?
Maðurinn: Það væri enn hræðilegra! Því þá yrði ég nánast blindur!
Læknirinn: Blindur? Afhverju segirðu það?
Maðurinn: Nú,því þá hefði ég ekkert til að halda gleraugunum uppi!
-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-* -*-*-*-*-*-*-*-*-*-*
Tveir gyðingar, Davíð og Símon, voru á leið úr sýnagógunni og rifust ákaft.
Davíð segir við Símon: Þú segir að svart sé ekki litur, ég segi að það sé litur. Þetta þras þýðir ekkert, við verðum að fá rabbínann til að skera úr um þetta, segir Símon Þeir kalla á rabbínann og segja honum frá rifrildinu.
Við skulum athuga hvað bókin helga segir um þetta, segir rabbíninn og vill fara varlega í að kveða upp dóm. Nær í bókina helgu og blaðar í henni um stund og segir svo: Jú, jú, bókin helga segir að svart sé litur. Þá lá það fyrir og ekki hægt að draga í efa það sem bókin helga sagði.
Skömmu síðar blossar aftur upp háaðarifrildi milli gyðinganna tveggja og Davíð segir við Símon: Þú segir að hvítt sé ekki litur, ég segi að það sé litur. Við verðum að fá botn í þetta og þeir eru sammála um að kalla aftur á rabbínann. Um hvað eruð þið nú að rífast? spyr rabbíninn. Ég segi að hvítt sé litur en
hann ekki, svarar Davíð. Við skulum sjá hvað bókin helga segir um þetta, svarar rabbíninn á ný. Jú, jú, það er ekki um að villast, bókin helga segir að hvítt sé litur.Þarna sérðu, segir Davíð við Símon, ”þú hefðir átt að trúa mér“ - ”þetta var litasjónvarp sem ég seldi þér"!