Einu sinni voru 4 íþróttafélög sem voru að ferðast í flugvél…..
Það voru KR,VALUR,FRAM og VÍKINGUR
Þá sagði flugstjórinn alltí einu…flugvélin hrapar,
við verðum að losa okkur við eitthvað..
Þá sagði einn Frammarinn ég geri þetta fyrir liðið mitt,
og henti sér út úr flugvélinni…
svo leið svona hálftími,þá kallaði flugstjórinn..
Við hröpum við verðum að losa okkur við eitthvað.
Þá sagði Valsarinn ég geri þetta fyrir liðið mitt,
og henti sér út..
Svo leið klukkutími og þá heyrðist í flugstjóranum,við hröpum
við verðum að losa okkur við eitthvað.
Þá sagði KR-ingurinn ég geri þetta fyrir liðið mitt,
og henti Víkingnum út úr flugvélinni=)

-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-* -*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*

Stúlka kemur hlaupandi heim úr skólanum og kallar á mömmu sína: Mamma, mamma, í dag lærðum við að telja og allir hinir krakkarnir kunnu bara að telja upp í fimm.Ég kunni að telja upp í tíu. Er ég ekki dugleg, mamma? Jú, segir mamman: er það af því að ég er ljóska? Já, segir mamman. Daginn eftir kemur stúlkan aftur heim úr skólanum og segir: Í dag lærðum við stafrófið. Ég kunni að stafa að H, en hinir krakkarnir náðu bara að stafa að E. Er ég ekki dugleg? Jú, segir mamman. Er það af því að ég er ljóska? Já, segir mamman. Þriðja daginn kemur stúlkan hlaupandi heim úr skólanum og segir: Í dag fórum við í leikfimi. Allar stelpurnar voru með lítil brjóst nema ég. Er það af því að ég er ljóska, mamma? Nei, það er af því að þú ert 25 ára!!!


-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*- *-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*

Gömul hjón eru í mat hjá kunningja fólki sínu. Eftir matinn fara konurnar inn í eldhús að spjalla en karlarnir sitja áfram í stofunni.

“Við fórum á frábæran veitingastað í gærkvöld sem þið verðið að prófa,” segir annar þeirra allt í einu.

“Og hvað heitir hann?” spyr hinn.

Hann verður hugsi smá stund og getur bara ekki munað nafnið á veitingastaðnum. Loks segir hann: “Æj, hvað heita aftur blómin þarna…”

“Túlipanar?” spyr hinn.

“Nei,” segir hann, “maður gefur þau oft þeim sem maður elskar.”

“Rósir?”

“Hmmm,” hugsar hann, “nei, ekki það. Er ekki eitthvað annað blóm sem maður gefur stundum þeim sem maður elskar?”

“Jú,” segir hinn, “Liljur”.

“Akkúrat, það var það. Takk,” segir hann og snýr sér í átt að eldhúsinu: “Lilja mín, hvað hét aftur veitingastaðurinn sem við fórum á í gær?”

-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*- *-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*