Mér datt í hug að koma með nokkra brandara um Jónas og Möggu


Jónas keypti og rak lítinn matsölustað. Flljótlega tók hann eftir litlum gömlum manni sem kom á hverju, degi og fékk sér súpu dagsins. Einn daginn spurði Jónas hann hvernig honum líkaði maturinn. Gamli maðurinn svaraði „Hann var ágætur, en það mætti vera dálítið meira brauð.“

Daginn eftir sagði Jónas þjónustustúlkunni að setja fjórar brauðsneiðar hjá gamla manninum. „Hvernig líkaði þér maturinn?“ spurði Jónas. „Hann var ágætur, en það mætti vera dálítið meira brauð,“ sagði sá gamli.

Daginn eftir sagði Jónas þjónustustúlkunni að setja átta brauðsneiðar hjá þeim gamla. „Hvernig líkaði þér maturinn í dag?“ spurði Jónas. „Hann var ágætur, en það mætti vera dálítið meira brauð,“ sagði sá gamli enn.

Daginn eftir gaf Jónas fyrirmæli um að setja ætti heilan, nðurskorinn brauðhleif hjá þeim gamla. „Hvernig líkaði þér maturinn, herra minn?“ spurði Jónas þegar sá gamli borgaði. „Hann var ágætur, en það mætti vera dálítið meira brauð,“ sagði sá gamli enn og aftur.

Nú er Jónas orðinn heltekinn þeirri hugmynd að gamli maðurinn hæli matnum, svo að hann fer út í bakarí og pantar tveggja metra langt brauð. Þegar gamli maðurinn kemur inn daginn eftir eins og venjulega þá skera Jónas og þjónustustúlkan brauðið eftir lengdinni, smyrja báða helmingana og leggja þá við hliðina á súpudiski gamla mannsins. Gamli maðurinn sest niður, skóflar í sig súpunni og hámar í sig brauðið langa — báðar sneiðar.

Nú er Jónas alveg viss um að fá svarið sem hann vill og spyr því eins og venjulega „Hvernig líkaði þér maturinn Í DAG?“

Gamli maðurinn svarar „Hann var ágætur eins og venjulega, en en ég sé að þú ert aftur farinn að bera fram bara tvær sneiðar!“

—————————————— ————-

Jónas fékk ströng fyrirmæli um það frá lækninum sínum að stunda einhverja íþrótt. Hann hugsaði sig lengi um, en ákvað síðan að prófa tennis.
Tveim vikum seinna spurði læknirinn hann hvernig gengi.
„Þetta gengur bara fínt,“ sagði Jónas. „Þegar ég er á tennisvellinum og sé boltann koma á fleygiferð í áttina til mín, þá segir heilinn strax: Út í horn! Bakhönd! Að netinu! Smassa! Til baka! eða eitthvað í þá áttina.“
„Þetta er alveg frábært,“ sagði þá læknirinn hrifinn.
„En þá segir líkaminn: Hver? Ég? Hættu þessu djöfuls bulli!“

——————————————– ———-

Jónas og Magga komu heim úr brúðkaupsferðinni sinni og vinir þeirra urðu fljótt varir við að þau töluðust ekki við. Guðmundur tók Jónas á eintal og spurði hann hvað var að.
Jónas sagði honum allt: „Sko, þegar við vorum búin að elskast fyrstu nóttina, þá fór ég framúr til að fara á klósettið og í einhverju hugsunarleysi setti ég fimmþúsundkall á koddann.“
„Tjah, ég held að þú ættir ekki að hafa alltof miklar áhyggjur af því,“ sagði Guðmundur. „Hún jafnar sig fljótt á þessu. Hún getur ekki ætlast til þess að þú hafir lifað einhverju munkalífi áður en þið giftuð ykkur.“
Jónas kinkaði rólega kolli. „Já, en ég held að ég jafni mig ekki fljótlega, því hún gaf mér tvöþúsund til baka.“

——————————————— —–

Jónas var í golfi með þrem vinum sínum og þeir voru að ræða það hversu erfitt var að fá konur þeirra til að samþykkja það þeir færu í golf alla morgna og flesta eftirmiðdaga líka.
Guðmundur stundi þungan sagði: „Ég varð að kaupa BMW handa konu minni til að fá að leika golf þegar ég vil.“
Aðalsteini fannst þetta ekki mikið og sagði: „Það var vel sloppið hjá þér. Ég varð að kaupa BMW og minkapels.“
Reyni var mikið niðri fyrir: „Þetta var vel sloppið hjá ykkur báðum. Ég varð að kaupa BMW, minkapels og demants hálsfesti.“
Jónas glotti við tönn og sagði: „Ha! Ég þurfti ekki að kaupa neitt handa konunni minni! Á hverjum morgni halla ég mér að konunni minni, hnippi í hana og segi ‚Samfarir eða golf?‘ og hún segir strax ‚Mundu eftir að hafa peysuna þína með þér.‘“

——————————————— —————–

Jónas var á ferð um Róm og Vatikanið og var staðráðinn í að hitta Páfann. Og þarna var hann kominn í langa biðröð í fallegum og dýrum fötum og vonaði að Páfinn tæki eftir hversu vel hann væri klæddur og eiga nokkur blessunarorð við hann.
Páfinn gekk hægt og virðulega meðfram röðinni, en gekk viðstöðulaust framhjá Jónasi án þess svo mikið sem gjóa til hans öðru auganu. Síðan stoppaði Páfinn hjá róna sem húkti í rennusteininum, hallaði sér að honum og hvíslaði nokkrum orðum að honum. Svo hélt Hans Heilagleiki áfram.
Þetta fanst Jónasi óréttlátt. Hann fór og talaði við rónann og eftir smá hark samþykkti hann að þeir skyldu skiptast á fötum fyrir tíu miljón lírur. Með þessu vonaði Jónas að Páfinn myndi taka eftir honum daginn eftir
Daginn eftir var Jónas kominn í röðina snemma dags og beið síðan í illa lyktandi og götóttum fötunum langt fram eftir degi þangað til Páfinn lét sjá sig. Jónas var mjög vongóður að Páfinn myndi segja nokkur vel valin guðsorð við hann. Þegar Páfinn kom loks að þeim stað þar sem Jónas stóð, þá stoppði hann, hallaði sér að honum og hvíslaði: „Var ég ekki búinn að segja þér að drullast í burtu, hevítis ógeðið þitt?“

——————————————— —————–

Jónas er kominn að Gullna hliðinu og vonast eftir inngöngu. Lykla-Pétur segir við hann „Ég fæ nú ekki séð af sindaregistrinu að þú hafir nokkurn tíman gert nein góðverk. Ef þú getur sýnt fram á eitthvert góðverk sem þú hefur gert, þá skal ég hleypa þér inn í Himnaríki.“
Jónas segir: „Einu sinni var ég að keyra heim úr vinnunni og sá hóp vandræðamanna ráðst á unga, saklausa stúlku. Ég stöðvaði bílinn, tók felgujárn og gekk beint að foringja klíkunnar – rosalega ljótum náunga í leðurjakka með þúsund gadda, nauðarakað höfuð, hár að öðru leiti um allan líkamann og keðju úr hægra eyranu yfir í vinstri nösina.
„Ég lét þetta ekki aftra mér, en reif keðjuna úr nefinu á honum og sló hann með felgujárninu í hausinn. Síðan sneri ég mér við, mundaði felgujárnið og öskraði að hinum ‘Látiði þessa saklausu stúlkukind í friði! Þið eruð allir sálsjúkir, vitskertir górilluapar! KOMIÐ YKKUR HEIM ÁÐUR EN ÉG SÝNI YKKUR HVAÐ RAUNVERULEGUR SÁRSAUKI ER!’“
Pétri þótti mikið til koma og fór að blaða í sindabókinni. „Ja hérna,“ sagði hann. „Hvenær gerðist þetta?“
„Fyrir svona tveim mínútum.“

—————————————— ——————-

Jónas er í erfiðleikum með fyrirtækið. Hann er að fara á hausinn og hann er í alvarlegum fjárhagskröggum. Hann er orðinn svo örvæntingarfullur að hann ákveður að biðja Guð um hjálp. Hann byrjar að biðja…
„Guð, hjálpaðu mér, ég er búinn að missa fyrirtækið og ef ég fæ ekki dálítinn pening, þá tapa ég húsinu líka. Gerðu það, leyfðu mér að vinna í Lottóinu.“
Laugardagurinn kemur og einhver annar fær allan pottinn.
Jónas biður aftur…
„Guð, gerðu það nú fyrir mig, leyfðu mér að vinna í Lottóinu! Ég er búinn að tapa húsinu mínu og er um það bil að missa bílinn líka.“
Laugardagur líður og annar maður fær fyrsta vinning.
Jónas leggst aftur á hnén…
„Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?? Ég er búinn að tapa fyrirtækinu mínu, húsinu og bílnum. Konan mín og börnin fá engan mat og eru að farast úr hungri. Ég bið þig ekki oft um hjálp og hef alltaf verið trúr og tryggur þjónn þinn. GERÐU ÞAÐ leyfðu mér að vinna í Lottóinu á laugardaginn, bara í þetta eina sinn, svo ég geti komið lagi á líf mitt aftur …“
Allt í einu kemur blindandi leyftur þegar himnarnir opnast og Jónas heyrir rödd Guðs:
„JÓNAS, ÞÚ VERÐUR AÐ KOMA TIL MÓTS VIÐ MIG Í ÞESSU … KAUPTU ANDSKOTANS MIÐA!“

——————————————— —————

Jónas og Guðmundur giftu sig saman og eftir giftinguna fóru bæði brúðhjónin saman í brúðkaupsferð og gistu á sama hótelinu. Rétt áður en þeir fóru upp á herbergi, skruppu þeir félagar á barinn og fengu sér sinn bjórinn hvor.
„Ég skal veðja við þig að ég mun hafa oftar mök við nýju konuna mína í nótt en þú við þína,“ sagði Guðmundur.
„Alls ekki. Ég veða fimmþúsundkalli að konan mín verður fullnægðari en þín í fyrramálið,“ svaraði Jónas.
„Ég tek því,“ sagði Guðmundur. „En hvernig getum við vitað hvor vann?“ spurði hann.
„Ekkert mál,“ sagði Jónas. „Á morgun, þegar við komum niður í morgunmat þá biðjum við um jafn margar sneiðar af ristuðu brauði og við höfðum mök.“

Morguninn eftir komu bæði pörin niður til morgunverðar og báðir brúðgumarnir brostu breitt þegar þjónninn kom til að taka við pöntunum þeirra.
Guðmundur hallaði sér að honum. „Ég ætla að fá enskan morgunmat og SEX sneiðar af ristuðu brauði,“ sagði hann og blikkaði auga til Jónasar.
Jónas hallaði sé að þjóninum og sagði stundarhátt „Ég ætla líka að fá enskan morgunmat og SJÖ sneiðar af ristuðu brauði – og hafðu tvær þeirra vel brúnaðar!“

—————————————– ——————–

Jónas var á rjúpnaveiðum með nýja hundinn sinn. Hann var búinn að vera að í marga klukkutíma án þess að finna eina einustu rjúpu og var um það bil að hætta og koma sér heim þegar hann sá eina feita fljúga rétt hjá sér. Hann lyfti hólkinum umsvifalaust og plaffaði á hana. Rjúpann datt eins og steinn og hundurinn hljóp í áttina þangað sem hún lenti og Jónas á eftir.
Þegar Jónas kom þangað sem rjúpan féll sá hann að bóndi, sem var að dytta að girðingunni sinni, var búinn að taka rjúpuna upp og ætlaði að stinga henni í pokaskjatta sem hann var með.
„Heyrðu mig!“ kallaði Jónas. „Þetta er mín rjúpa.“
„Ég held nú síður,“ sagði bóndinn. „Hún féll á mitt land og þá er þetta mín rjúpa.“
„En ég skaut hana!“ sagði Jónas og var nú farið að renna í hann.
„En hún féll á mína landareign og allt sem fellur á mitt land er mín eign,“ sagði bóndinn rólega.
„En hún féll þarna bara af því að ÉG SKAUT HANA!“ sagði Jónas og var orðinn veruleg reiður.
„Slappaðu nú aðeins af,“ sagði bóndinn. „Við skulum leysa þeta mál eins og gert er venjulega hér um slóðir.“
„Og hvernig er það gert?“ spurði Jónas fullur efasemda.
„Við skiptumst á um að sparka í punginn hvor á öðrum. Sá sem stendur eftir má eiga rjúpuna.“
Jónas velti þessu fyrir sér í smá tíma, en samþykkti þetta síðan.
„Jæja, ég fæ þá að byrja,“ sagði bóndinn. Hann dró hægi fótinn eins langt aftur og hann gat og sparkaði síðan á milli fóta Jónasar með öllu því afli sem hann átti til. Jónas bognaði í keng og augun umhverfðust í höfðinu á honum af sársauka, en eftir smá tíma leit hann upp með mikla grettu á andlitinu.
„Ókei,“ sagði Jónas með erfiðismunum. „Nú er komið að mér. Leyfðu mér bara að ná andanum og …“
„Andskotinn sjálfur,“ sagði bóndinn. „Þú mátt eiga helvítis rjúpuna.“ Og hann kastaði fuglinum að fótum Jónasar þar sem hann hélt enn varlega um neðri hæðina

——————————————— ————–

Jónas var farinn að reskjast þegar ungir vinir hans buðu honum í veislu. Þegar líða tók á kvöldið fóru gestirnir að missa ýmsar hömlur og með þeim fóru fötin þeirra og hegðunin varð frjálslegri. Jónasi þótti ráðlegast að hringja í Möggu.
„Veistu hvað, elskan,“ sagði hann í símann, „þessi veisla sem ég er í, ég hélt að þetta yrði bara matur, drykkur og drepleiðinlegar ræður, en nú eru naktar stúlkur farnar að dansa á borðum og allt er að snúast upp í alsherjar kynsvall og orgíu! Hvað á ég að gera, elskan mín?“
„Ef þú heldur að þú getir gert eitthvað,“ sagði Magga, „þá skaltu koma beint heim!“