Kalli situr við barinn og horfir í glasið sitt.
Þannig situr hann í heilan hálftíma.
Þá kemur allt í einu að honum stór og mikil rusti með læti, rífur glasið hans og hvolfir í sig úr því. Að því búnu hlær hann eins og skepna upp í opið geðið á Kalla og segir „Hah!“
Kalli brestur í grát. Fúlmennið segir „Nei, heyrðu mig, ég var bara að grínast. Sko ég skal kaupa fyrir þig aftur í glasið. Ég bara þoli ekki að sjá fullorðna karlmenn gráta!“
„Nei, nei, það er ekki það,“ segi Kalli. „Það er bara að þetta er búinn að vera einn versti dagur lífs míns. Til að byrja með ætlaði ég aldrei að geta sofnað í nótt, kom í raun ekki dúr á auga fyrr en um fimmleitið, og þess vegna svaf ég yfir mig og mætti allt of seint á skrifstofuna. Yfirmaður minn varð alveg brjálaður og rak mig, og þegar ég fór út aftur og ætlaði að setjast inn í bílinn minn, þá sá ég að það var búið að stela houm. Löggan segir að það sé í raun ekkert sem hún getur gert annað en að vona að hann komi í leitirnar. Þá þurfti ég að taka leigubíl heim og þegar einn þeirra stoppaði loksins, þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt veskinu mínu og krítarkortunum heima, svo bílstjórinn bara ók í burtu aftur. Ég gekk alla leiðina heim og kom þá að konunni minni í rúminu með bréfberanum. Þá fór ég að heiman og kom hingað á barinn. Og svo, þegar ég var að velta fyrir mér að drepa mig, þá komst þú og drakkst eitrið mitt…“
*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-* -*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Öskubuska var orðin 85 ára og bjó alein í höllinni sinni ásamt gamla
kettinum sínum, honum Brandi. Prinsinn hennar og allir hinir voru komnir
yfir móðuna miklu. Skyndilega birtist álfamærin, sem hafði hjálpað henni í
gamla daga. “Jæja Öskubuska mín. Þú ert nú búin að eiga gott líf og vera
góð við alla í þína samferðarmenn. Vegna þessa ætla ég að gefa þér nýtt
tækifæri. Ég ætla að gefa þér þrjár óskir.” Öskubuska þakkaði voðalega
vel fyrir sig og fór nú að hugsa hvers hún ætti að óska sér. Hún mundi að
það var eitthvað farið að lækka í buddunni og því bað hún álfamærina að
gera sig ríka. Um leið og hún sleppti orðinu breyttist gamli ruggustóllinn
hennar gullstól, gluggatjöldin voru gullofin og allar hirslur fylltust af
gersemum. “Jahérna, þabbarasvona!” sagði sú gamla og tók bakföll af undrun
og gleði. “Heyrðu álfamær, nú vil ég biðja þig að gera mig svona unga og
hressa eins og ég var í gamla daga!” Samstundis fór einkennilegur straumur
um Öskubusku og miklar breytingar urðu í líkama hennar. Húðin varð mjúk og
falleg, blóðið fór að ólga og löngu gleymdar langanir og þrár helltust yfir
Öskubusku. Hún varð andstutt og ólgandi og bað álfamærina um síðustu
óskina: “Góða álfamær, getur þú breytt honum Brandi mínum í snarheitum í
svo fallegan prins að annað eins hefur aldrei sést!”. Brandur umturnaðist
á svipstundu og breyttist í svo fallegan prins að jafnvel fuglarnir á
himninum féllu í yfirlið þegar þeir sáu hann. Prinsinn gekk til Öskubusku,
hún fleygði sér í fang hans og þau kysstust lengi. Þegar kossinum loksins
linnti og prinsinn var búinn að ná andanum, þá strauk hann lokk frá enni
Öskubusku, leit bláum augum beint í hennar augu og sagði svo mjóróma:
“Sérðu eftir því núna að hafa látið gelda mig hér um árið?”
-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-* -*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*
Síminn hringir
Lítil stelpa svarar, pabbinn spyr hvort mamman sé þarna, stelpan seigir að hún sé búin að vera með Ragga frænda lengi inni í herbergi. “aha” segir pabbinn, honum fer að gruna að framhjáhald sé í gangi. Hann segir stelpunni að fara og banka fast á hurðina og segja að pabbi hafi verið að keyra inn innkeyrsluna. Stelpan gerir þetta, svo kemur hún aftur í símann og seigir, Ragga frænda brá svo að hann stökk út um gluggann og liggur núna þar og hreifir sig ekkert. Mömmu brá svo að hún stökk út um baðherbergisgluggann, hún lenti í sundlauginni, en hún gleymdi að gá að því hvort það væri vatn í lauginni þannig að nú liggur hún þar og er ekki að hreyfa sig neitt. Þá segir pabbinn: Sundlauginni??? Bíddu er þetta ekki sími 5872548?
-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*- *-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*