þenna fékk ég í pósti, og fannst hann nokkuð góður ;)
Eddi ákveður loksins að fara í frí. Hann bókar sig á skemmtiferðaskip
um karabíska hafið og skemmtir sér alveg konunglega, þar til að skipið sekkur og honum skolar upp á nálæga eyðieyju, með ekkert sér til aðstoðar. Ekkert annað fólk, engar birgðir, ekkert… bara bananar og kókoshnetur.
Eftir um það bil fjóra mánuði, liggur hann á ströndinni að mygla úr leiðindum, þegar alveg gullfalleg kona kemur á árabát upp að ströndinni. Hissa spyr hann: “Hvaðan komst þú? Og hvernig komst þú
hingað?”
“Ég réri frá hinum enda eyjarinnar,” segir hún, “ég lenti þar þegar skemmtiferðaskipið sökk.”
“Magnað,” segir hann, “heppin varstu að finna þennan árabát óskemmdan.”
“Ó, þetta?” segir hún. “Ég byggði hann bara úr efni sem ég fann á
eyjunni. Árarnar eru úr Gúmmítré. Ég fléttaði botn úr pálmatrágreinum, en hliðarnar og stefnið tálgaði ég út úr Tröllatré.”
“En, það er ómögulegt,” stynur Eddi upp. “Þú hefur varla verið með nein verkfæri. Hvernig fórstu að?” “Það var ekkert mál,” segir konan. “Á suðurhluta eyjunnar berst óvenjuleg bergtegund niður með ánni. Ég komst að því, að ef ég hitaði bergið upp í ákveðið hitastig í brennsluofni, þá bráðnaði það niður í mjög meðfæranlegan málm sem ég gat notað til að smíða ýmis verkfæri.” Eddi er orðlaus. “Róum yfir á minn helming eyjunnar,” segir hún.
Eftir nokkrar mínútur af róðri, koma þau að lítilli bryggju. Þegar Eddi lítur upp eftir ströndinni, dettur hann nærri því úr bátnum. Frá bryggjunni er hellulagður gangstígur upp að fallegu einlyftu, bláu og hvítu einbýlishúsi. Á meðan konan bindur bátinn með heimavöfðum kaðli, gat Eddi ekki komið upp orði. Þegar þau ganga inn í húsið, segir konan ósköp hógvær: “Þetta er nú svo sem ekki mikið, en ég er farin að kalla það heimili. Sestu, má ekki bjóða þér drykk?” “Nei, nei.. takk samt,” segir hann, vandræðalega. “Get ekki hugsað mér að drekka meiri kókosmjólk í dag. ”Þetta er ekki kókosmjólk,“ segir konan, ”má ekki bjóða þér Pina Colada?“ Eddi reynir að fela hvað hann er gjörsamlega gáttaður og þiggur drykkinn. Þau setjast því næst niður og skiptast á sögum. Þegar farið er að svífa vel á þau af Pina Colada segir konan: ”Ég ætla að bregða mér í eitthvað þægilegra. Viltu ekki skreppa í sturtu og raka þig? Það er rakvél í baðherbergisskápnum uppi.“ Eddi er hættur að spyrja, heldur fer bara beint upp. Í skápnum er haganlega smíðuð rakvél, með skaft úr beini og á beinið er búið að koma fyrir flugbeittum skeljum, sem snúast fyrir tilstilli seguls inni í skaftinu. ”Vá,“ stynur hann, ”þessi kona er mögnuð! Hvað næst?“ Þegar hann kemur niður aftur, tekur hún á móti honum í engu nema nærfötum saumuðum úr vínviðarblöðum, ilmandi af heimalöguðu ilmvatni sem minnir á ferskan sumarblæ. ”Segðu mér,“ byrjar hún og færir sig ögrandi nær honum, ”við höfum verið hérna í margar vikur. Ég er viss um að það er eitthvað sem þig langar virkilega að gera núna. Eitthvað sem þú hefur ekki getað gert lengi… þú veist…“ Hún starir æsandi í augu hans. Hann trúir ekki því sem hann er að heyra: ”Þú meinar að..,“ hann kyngir spenntur, ”ég geti tékkað á tölvupóstinum mínum?!"