Jónas var hjá lækninum og læknirinn var áhyggjufullur.
„Ég bara skil þetta ekki.“ sagði hann. „Ég er búinn að láta framkvæma margar athuganir og flóknar rannsóknir, en ég get bara ekki séð nákvæmleg hvað er að þér. Ég held að það hljóti að vera áfengisneyslan sem er að rugla allat saman.“
„Já, sko…“ drafaði Jónas, „… ég skil vel hvernig þér líður. Og ég skal bara koma seinna þegar það er runnið af þér!“





Jónas kom eitt sinn við í gæludýraverslun og keypti páfagauk sem kaupmaðurinn lofaði að gæti talað. Tveim vikum seinna kom Jónas aftur og kvartaði undan því að gaukurinn væri ekki farinn að segja eitt aukatekið orð.
„Kauptu handa honum svona bjöllu,“ sagði kaupmaðurinn. „Það virkar oft mjög vel til að fá þá til að fara að tala.“ Jónas keypti bjölluna.
Viku seinna kom hann aftur og sagði að fuglinn talaði enn ekki neitt. Nú lagði kaupmaðurinn til að Jónas fengi sér spegil í búrið hjá fuglinum – það væri alveg öruggt bragð til að fá hann til að byrja að tala. Jónas keypti spegilinn og fór með hann heim – en kom aftur þrem dögum seinna. Nú seldi kaupmaðurinn honum lítinn plast-páfagauk, sem hann sagði að myndi hvetja fuglinn til að tala.
Enn leið vika og Jónas kom aftur inn í dýrabúðina, en bara til að segja kaupmanninum að fuglinn hefði dáið.
„Og dó hann án þess að segja eitt aukatekið orð?“ spurði kaupmaðurinn forviða.
„Nei,“ sagði Jónas. „Hann sagði dálítið rétt áður en hann gaf upp öndina.“
„Hvað var það?“ spurði kaupmaðurinn.
„Í guðanna bænum gefðu mér eitthvað að éta!“






Jónas og Magga sátu heima hjá sér þegar lögreglan réðist allt í einu inn með miklum látum og handtók hann. Honum var gefið að sök að hafa rænt kvenfataverslun tveim vikum áður og tekið þaðan 50 kjóla, sem hver um sig kostaði 3.990 krónur. Lögreglan fann alla kjólana við húsleit.
„Stalst þú þessum kjólum?“ spurði varðastjórinn við yfirheyrsluna.
„Já,“ sagði Jónas skömmustulegur.
„Áður en ég skrifa upp framburðinn frá þér þá er bara eitt sem mig langar til að fá að vita,“ sagði varðstjórinn. „Af hverju tókstu stæðu af útsölukjólum sem kostuðu undir fjögur þúsund kall hver, þegar í næsta rekka voru hrikalega verðmætir módelkjólar og loðfeldir upp á margar miljónir?“
„Æ, ekki þú líka,“ vældi Jónas. „Magga er búin að skamma mig í hálfan mánuð út af þessu!“