Kona ein er að keyra úti í sveit seint um kvöld þegar það springur á einu dekkinu. Hún stoppar og örvæntir því hún kann ekkert að skipta um dekk og hún er lengst í burtu frá næsta bæ. Hún labbar af stað í leit að hjálp og áður en langt um líður kemur hún að gömlu niðurníddu húsi og bankar á dyrnar fegin. Gamall kall kemur til dyra og hún biður hún hann auðmjúk um hjálp. Hann segir henni að hann geti hjálpað henni með bílinn daginn eftir og að hún megi vera yfir nóttina með því skilyrði að hún láti syni hans vera. Hún lofar því, gengur í bæinn og fer að sofa. Nokkru síðar vaknar hún og er alveg að drepast úr greddu, hún laumast inn í herbergi sona mannsins og liggja þeir þar tveir og sofa. Hún vekur þá og segist ætla að kenna þeim “they way of the world” en að þeir verði að setja á sig svokallaða smokka svo hún verði ekki ófrísk. Þeir eru ekkert alltof gáfaðir og gera eins og hún segir. Þegar hún hefur svo lokið sér af lætur hún þá lofa að segja pabba sínum ekki neitt og fer aftur í sitt herbergi og sefur út nóttina. Daginn eftir hjálpar kallinn henni með bílinn og hún keyrir á brott.
40 árum síðar sitja svo bræðurnir saman á veröndinni og horfa á sólina setjast. Skyndilega segir annar þeirra: “heyrðu, mannstu eftir konunni sem kenndi okkur ”the way of the world“?” Hinn segir já. “Er þér ekki alveg sama þótt hún verði ófrísk?” spyr sá fyrri þá. Hinn segir já. “Getum við þá ekki tekið þessa smokka af okkur?!!”
Verkfræðingur deyr og stendur fyrir framan gullna hliðið. St Pétur lítur í skárnar sínar og segir,
“Aha, þú ert verkfræðingur – þú ert á röngum stað.”
Svo að verkfræðingurinn fer til helvítis og fær inngöngu þar. Fljótlega varð verkfræðingurinn mjög ósáttur við aðstöðuna í helvíti, og byrjar að hanna og byggja og betrumbæta staðinn. Eftir nokkurn tíma er komið loftkæling, klósett sem hægt er að sturta, og rúllustigar, og verkfræðingurinn er orðinn nokkuð vinsæll náungi.
Einn daginn, hringir Guð í Satan og spyr hæðnislega, “Jæja, hvernig gengur þarna niðri í helvíti?”
Satan svarar, “Hey, það gengur bara ljómandi vel. Við erum komin með loftkælingu og klósett sem hægt er að sturta, og þessa fínu rúllustiga, og það er aldrei að vita upp á hverju verkfræðingurinn tekur á næst.”
Guð svarar, “Ha??? Fékkst þú verkfræðing? Það er mistök – Hann hefur aldrei átt að fara til helvítis; sendu hann hingað upp.”
Satan segir, “Ekki séns gamli minn. Það er fínt að hafa verkfræðing í starfsliði mínu og ég ætla því að halda honum.”
Guð segir, “Sendu hann aftur hingað upp eða ég fer í mál við þig.”
Satan hlær alveg rosalega og svarar, “Yeah right. Og hvar ætlar þú að fá
lögfræðing?”