Júlíus bauð mömmu sinni utan af landi í mat heim til sín í Reykjavík. Júlíus deildi íbúðinni með gullfallegri stúlku sem var líka í matarboðinu en hún hét Ágústa.
Mamma Júlla gat ekki annað en dáðst að fegurð Ágústu yfir matnum en hana hafði lengi grunað að þau væru saman en hafði samt ekki fengi staðfestingu á því. Nú varð hún ennþá forvitnari því henni fannst stúlkan svo myndarleg. ,,ÉG veit hvað þú ert að hugsa mamma“ sagði Júlíus. ,,Við Ágústa erum ekki par. Við deilum bara íbúðinni vegna þess að leigan er svo há.”
Um það bil viku síðan kom Ágústa að máli við Júlíus. ,,Heyrðu. Alveg síðan mamma þín var hérna þá hefur fallega sósuskeiðin, þessi úr silfrinu sem ég held sérstaklega mikið upp á, verið týnd. Heldurðu að það geti verið að mamma þín hafi tekið hana?“ ,,Það er ekki líkt mömmu en ég skal senda henni tölvupóst og spyrja hana að þessu” sagði Júlíus. Hann settist niður við tölvuna og skrifaði: Elsku mamma. ÉG er ekki að halda því fram að þú hafir tekið sósuskeiðina þegar þú varst hérna. Þvert á móti heldég því fram við Ágústu að þú hafir alls ekki tekið hana. En hún er búin að vera týnd síðan þú varst hérna í mat. Þinn elskandi Júlíus.
Nokkrum dögum síðar fékk Júlíus eftirfarandi tölvupóst frá mömmu sinni. Elsku sonur. Ég er ekki að segja að þú sofir hjá Ágústu. En hins vegar er það staðreynd að ef hún svæfi alltaf í sínu eigin rúmi þá væri hún löngu búin að finna sósuskeiðina. Þín móðir !!
Mér finnst hann frábær
=)