Kona labbaði inn á bar og hélt á önd undir annari hendinni. Ein fyllibyttan sá þetta og spurði, hey þú, hvað ertu að gera með þetta svín?
Þetta er ekki svín, hálfvitinn þinn, þetta er önd svaraði konan.
Ég veit það, sagði róninn. Ég var að tala við öndina.
——————————————– —————Þrír predikarar - Kaþólskur prestur, Baptista prestur og Rabbíni voru að telja peningana sem hefðu verið gefnir í vikunni. Þeir voru að finna leið til að skipta peningunum jafnt milli guðs(tvær kirkjur og söfnuður gyðinga) og þeirra sjálfra(vikulegu tekjurnar).
Kaþólski presturinn stakk upp á því að hann myndi draga línu í gegnum miðja kirkjuna, kasta síðan peningunum í loftið og það sem myndi detta hægra megin við línuna ætti guð en afgangurinn færi til þeirra.
Baptista presturinn vildi frekar teikna hring í miðri kirkjunni, henda peningunum í loftið og það sem dytti inni í hringnum fengi guð og afgangurinn færi til þeirra.
Rabbíninn bað prestana tvo að fylgja sér út. Þar sagði hann við hina, hendum peningunum upp í loftið og það sem guð grípur fær hann og það sem dettur á jörðina eigum við.