Vinny var með samviskubit. Alveg sama hvað hann reyndi, hann bara gat ekki gleymt þessu. Hugsanir um spillt siðgæði og brot á læknareglum voru að kæfa hann. En einstöku sinnum heyrði hann rödd í huga sér segja:
“Vinny, ekki hafa áhyggjur af þessu. Þú ert örugglega ekki fyrsti læknirinn sem sefur hjá einum af sjúklingum þínum, og örugglega ekki sá síðasti.”
En svo heyrðist önnur rödd innra með honum, aðeins háværari:
“En Vinny, þú er dýralæknir.”
—
Ungur læknir hafði verið fenginn til að taka við af öðrum eldri í litlu þorpi úti á landi. Sá eldri ákvað að leyfa þeim yngri að fylgjast með þegar hann fer í húsvitjanir til íbúana á staðnum.
Í fyrsta húsinu er kona með magaverk. Læknirinn segir, “Þú hefur líklega borðað yfir þig af ferskum ávöxtum. Minnkaðu aðeins magnið af þeim og þér líður örugglega betur.”
Þegar þeir fara segir sá yngri, “Þú skoðaðir ekki einu sinni konuna. Hvernig fórstu að því að finna þetta út? Og svona fljótt?”
“Ég þurfti þess ekki. Ég missti hlustunarpípuna mína, og þegar ég beygði mig eftir henn tók ég eftir hálffullri ruslatunnu af bananahýðum. Ég ályktaði bara að það væri það sem hún væri veik af.”
“Hmm,” sagði sá yngri, “ansi snjallt. Ég held að ég prófi í næsta húsi.”
Í næsta húsi er gömul kona. Þeir eyddu nokkrum mínútum í að hlusta á hana þar sem hún lýsti því hvað hún væri síþreytt. Hún kvartaði yfir orkuleysi og slappleika. Syfju og beinverkjum.
“Þú vinnur líklega of mikið fyrir kirkjuna,” segir ungi læknirinn. “Minnkaðu það og ég er viss um að þér líður betur.”
Þegar þeir eru farnir segir eldri læknirinn, “ég skil ekki hvernig þú fékkst þetta út, þetta er líklega rétt, en hvernig fattaðirðu það?”
“Nú, ég missti hlustunarpípuna mína í gólfið og þegar ég beygði mig til að ná í hana sá ég prestinn í felum undir rúminu.”
—
Vinny nokkur fer til sálfræðings. “Læknir, ég er í tómum vandræðum. Alltaf þegar ég fer að sofa, hef ég það á tilfinningunni að einhver sé undir rúminu mínu. Og ef ég leggst undir rúmið hef ég það á tilfinningunni að það sé einhver liggjandi í því. Þú verður að hjálpa mér. Ég er að verða geðveikur á þessu!”
“Ekkert mál, en þetta gæti tekið tvö til þrjú ár,” segir sálfræðingurinn. “Komdu til mín þrisvar í viku og ég lækna óttann.”
“Og hvað kostar þetta?”
“Gjaldið er 7000 kr. fyrir hvern tíma.”
“Það er hrikalega dýrt læknir,” segir Guðmundur. “Leyfðu mér að sofa á þessu, við verðum í sambandi.”
Sex vikum síðar rekst Guðmundur á sálfræðinginn. “Af hverju komstu ekki til mín aftur?” spyr sálfræðingurinn.
“Fyrir 7000 kall á heimsókn? Haa! Barþjónn læknaði mig fyrir 500 kall!”
“Hvernig fór hann að því?” spyr sálfræðingurinn.
“Hann sagði mér að saga lappirnar af rúminu!”
—
Listamaðurinn spyr eiganda gallerísins hvort að myndunum hans hefðu verið sýndar einhver áhugi.
“Ég er með góðar og slæmar fréttir,” svaraði eigandinn. “Góðu fréttirnar eru þær að það kom hérna maður og skoðaði myndirnar þínar. Þegar hann frétti að þær myndu hækka í verði eftir dauða þinn, þá keypti hann þær allar.”
“Það er frábært,” æpti listamaðurinn. “En slæmu fréttirnar?”
“Þetta var læknirinn þinn.”
—
Fimm skurðlæknar eru að ræða um það, hverjir séu nú bestu sjúklingarnir:
Sá fyrsti segir: “Það eru án efa endurskoðendur. Þú opnar þá og það er allt númerað.”
Sá næsti segir: “Já, en þú ættir þá að athuga rafvirkja. Öll líffærin eru litamerkt.”
Sá þriðji segir: “Nei, ég held að mér finnist bókasafnsverðir bestir. Þegar þeir eru opnaðir, þá blasir allt við þér í stafrófsröð.”
Sá fjórði grípur inní: “Vitið þið? Mér finnst langbest að skera upp verktaka. Þeir skilja svo vel þó að það sé eitthvað afgangs og að aðgerðin hafi tekið lengri tíma en búast mátti við.”
En sá fimmti er ekki sammála: “Þið hafið allir rangt fyrir ykkur. Það er langbest að skera upp stjórnmálamenn; ekkert hjarta, enginn kjarkur, engin samviska og það skiptir ekki máli þó að þú ruglist á rassinum og heilanum þegar þú setur þá saman!”
—
Þetta gerist ef heilbrigðisþjónustan verður einkavædd:
Ingibjörg Pálmadóttir er í vettvangskönnun á Landspítalanum - Háskólasjúkrahús - Fossvogi (Bogganum). Á leið sinni um gangana, heilsandi upp á sjúklinga, kemur hún að karlmanns sjúklingi, glápandi á klámmynd og að fróa sér á fullu.
“Guð minn góður!” segir Ingibjörg, “Þetta er viðbjóður, hvað meinið þið með þessu?”
Læknirinn sem er að sýna henni spítalann útskýrir, “Æ, leiðinlegt að þú skyldir verða vitni að þessu, en þessi sjúklingur er með offramleiðslu á sæði. Ef hann gerir þetta ekki fimm sinnum á dag, gæti hann dáið.”
“Nú, fyrst svo er..” segir Ingibjörg.
Á næstu hæð koma þau að hjúkrunarkonu að veita sjúklingi munnmök.
“Guð minn góður!” segir Ingibjörg, “Hvað er að gerast hér?”
“Sama vandamál, betri sjúkratrygging.”
—
Siggiinn
___________________________